Norðurslóð - 25.09.1990, Qupperneq 2

Norðurslóð - 25.09.1990, Qupperneq 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Umsjón, dreifing og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555 Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Nýlendustefiia Nýlenduveldi Evrópu voru oft og ekki að ástæðulausu sökuð um að fytja heim til sín frá nýlendunum ódýr hráefni, sem þau nýttu í framleiðslu á iðnaðarvöru, sem svo var m.a. seld til fátæku landanna, þaðan sem hrá- efnið kom upprunalega. Þetta var ein hliðin á svokall- aðri nýlendustefnu eða kólóníalisma og þykir nú ekki hafa verið neinum til sóma. Sagt er að Danir hafi notað íslenskt lýsi til að lýsa upp kóngsins Kaupmannahöfn á þeim döpru öldum, þegar Islendingar hýrðust í dimmum, rökum moldar- kofum, og eru sumir reiðir við Dani vegna þessa enn í dag. Þetta var þeirra tíma orkuflutningur úr landi. Maður, líttu þér nær, liggur í götunni steinn. Enn einu sinni virðist það nú vera afráðið af íslenskum og erlendum hagsmunaöflum að flytja eigi orku utan af landsbyggðinni suður og vestur á bóginn til að skapa atvinnu og auð til handa íbúum í R-kjördæmunum við sunnanverðan Faxaflóa. Með þessum aðgerðum er verið að leika slíkan glæfraleik með byggð landsins, sem örugglega á sér enga hliðstæðu neinstaðar á jarð- kringlunni. Eftir allar heitstrengingar um hið gagn- stæða á samt að setja niður á höfuðborgarsvæðinu fyrirtæki, sem veita mun líklega þúsundum manna atvinnu. Landsbyggðin, þaðan sem orkan streymir, sit- ur eftir með sárt enni og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Nú er álbræðsla í sjálfu sér ekki ákjósanlegur kostur, þó að ágallar hennar séu að líkindum stórlega ýktir. En það er ekki mergurinn málsins, heldur hitt, að einhver- staðar leynast þau öfl, sem fá því ráðið, að þessu fyrir- tæki verður valinn staður á landinu, þar sem þörfin er minnst, öfl sem kæra sig kollótt um afdrif hinnar dreifðu byggðar um dali og strendur íslands. Þetta getur gerst þrátt fyrir það, að Alþingi, æðsta valdastofnun þjóðarinnar, er að miklum meirihluta skipað fulltrúum annarra en R-kjördæmanna. Það ástand varir ekki lengi. Það er eins víst eins og það, að dagur fylgir nóttu, að innan mjög skamms tíma, þegar áhrif stóriðju og áframhaldandi stýring fjármagns og umsvifa inn á höfuðborgarsvæðið hefur enn aukið mis- vöxt bygðarinnar, þá upphefjast enn á ný hávær hróp og köll - í nafni jafnaðar og heilagra mannréttinda - sem krefjast breytinga á kosningalögum og kjördæmaskip- an þannig, að R-kjördæmin fái meirihluta á Alþingi. Er nokkur svo blindur, að hann sjái ekki hvert stefnir? Það er hart að þurfa að segja það, að R-valdið er að verða eða er þegar orðið svo sterkt, að það getur farið öllu því fram, sem það vill, og ætlar nú að láta kné fylgja kviði í orkuiðnaðarmálinu. Landsbyggðin fær enga rönd við reist. Nýlendustefna í nýrri mynd, neo- kólóníalismi, er að verða staðreynd dagsins á íslandi, að breytanda breyttu, þar sem R-svæðið er í hlutverki gömlu nýlenduveldanna og landsbyggðin fær að leika hlutverk nýlendunnar. HEÞ Friðleifur og Lena ásamt greinarhöf. við Kirkjubæ. Eg oyggjar veit (Eg eyjar yeit) - Frá Færeyjaför Risinn og Kellingin og glufan í bergið. Eg oyggjar veit,sum hava fjöll og gröna líð, og taktar eru tær við mjöll um vetrartíð; og áir renna vakrar har og fossa nógv; tær vilja allar skunda sær í bláan sjógv. Gud signi mítt föðiland Föroyar. (Fríörikur Poterscn) Hvaða land er næst íslandi? Færeyjar. Hvaða tungumál er skyldast íslensku? Færeyska. Og til hvaða eyja ferðast íslendingar mest? Ætli það séu ekki Kanaríeyjar þótt skömm sé frá að segja, a.m.k. eru það ekki Færeyjar. Samt er bæði fróðlegt og skemnitilegt fyrir Islending að koma þangað og kynnast landi og fólki. Mánudagur ó.ágúst 1990. Tæp- lega tveggja tíma flugferð frá Reykjavík til flugvallarins á Vog- ey. Á færeysku heitir eyjan Vág- ar og er næstvestust eyjanna átján. Aðeins Mykjunes (Mykin- es) er vestar og mótar fyrir henni í þokusuddanum. Flugvöllurinn er á ntjóu eiði milli Sörvogsfjarð- ar og Sörvogsvatns, sem er lang- stærsta stöðuvatn í eyjunum og liggur við sjávarmál eins og t.d. Ólafsfjarðarvatn. Á flugvellinum bíður kunningi okkar, Jóhannes Dalsgard framkvæmdastjóri Jarðaráðsins. nokkurskonar bún- aðarmálastjóri þar í landi. Hann ekur í nýja bílnum sínum áleiðis til Þórshafnar. Fyrst austur yfir Vogey að Vestmannasundi, sem skilur hana frá stærstu eynni, Straumey (Streymo.y). Ferjan er ekki nema 10 mínút- ur yfir í bæinn Vestmanna Straumeyjarmegin. Vegirnir eru ágætir, alstaðar bundið slitlag. Nú liggur leiðin suðaustur yfir Straumey, talsvert hátt yfir sjó á köflum. Við stoppum í Royndar- stöðinni (tilraunastöðinni) í Kollafirði. Þar eru gerðar fóður- og jarðræktartilraunir og mjólk- urrannsóknir, stundaðar kúakyn- bætur með sæðingum, kálfaupp- eldi og sala á efnilegunt kvígu- kálfum til bænda og í viðbót er þar vísir að búnaðarskóla, þar sem bændaefni fá þjálfun. Allar kýrnar á búinu eru af Rauða norska kyninu, stórir grip- ir og mjólka ca. 6.500 lítra til jafnaðar á ári. Þær eru hafðar inni allt árið og þannig er það víðast á kúabúnum. Það rignir svo mikið í Færeyjum. Bráðlega blasir Þórhöfn við, snotur bær með fallega máluðum húsum, áberandi mörgum með fagurgrænum torfþökum. Ekki brennir þurkurinn. Jóhannes ekur með okkur til mjólkurbús- ins. Það heitir á færeysku Mjólk- arvirki búnaðarmanna. Þar er bústjóri landi vor Eiríkur Þor- valdsson ættaður úr Hornafirði. Hann er kvæntur þarlenskri konu, búsettur í Vestmanna og ekur í vinnu sína dag hvern. Mjólkurkýr bænda, sem selja búinu mjólk, er rétt rösklega 1000 og heildarinnlegg er 6,5 miljón lítrar. Það rétt nægir í fersk mjólkursöluna og í rjóma og júgúrtgerð. Smjör og ostar er allt flutt inn frá Danmörku. FriðJeifur Jóhannsson Norður í bæ Fuglafirði 10. ágúst. Nú kemur til skjalanna annar ágætismaðurinn til og heit- ir nafni, senr mörgum gömlurn Svarfdælum lætur kunnuglega í eyrum, Friðleifur Jóhannsson. Reyndar er nafnið ekki skrifað svona á færeysku heldur Fritlevur Joenson. Hann er formaður. bændasamtakanna, sem standa að Jarðarráðinu. Friðleifur fræðir okkur um margt og mikið varð- andi búskap og umráð jaröa í eyjunum. Helmingur alls lands var áður í eigu konungs. Bændur, sent þar bjuggu voru „kóngs- bændur“ eins og t.d. Jóhannes Pétursson í Kirkjubæ. Nú eru þessar jarðir nokkurskonar þjóð- areign og eru í umsjá Jarðaráðs- ins. Hinn helmingur jarðnæðis í Færeyjum er í einstaklingseigu og eru margskiptar í smáreiti og í eigu fjölda einstaklinga. Hvarvetna sjáum við sauðfé. Ekki að ófyrirsynju, að eyjarnar heita eftir sauðkindinni. Féð er um 70 þúsund talsins á vetur sett. Þetta er skrýtið fé, afar rýrt að okkar mati, fátt alhvítt, flest höttótt og allavega flekkótt. Stríhært er það og bændur vita ekkert, hvað þeir eiga að gera við ullina. Hún er verðlaus um þess- ar ntundir. Samt eru þeir það betri en sumir íslenskir bændur, að þeir rýja allt fé. en láta það ekki ganga í tveimur reifunt allt sumarið eins og hér er algengt. Víðast gengur féð úti allt árið og fær litla senr enga gjöf, enda er útkoman ekki burðug, svona 75 lömb á hverjar 100 ásettar ær. Og svo er kjötið ákaflega magurt. Það þykir þeim reyndar ágætt. því svoleiðis kjöt hentar best í upphengingu, skerpikjöt. Við fengum tvisvar þessar traktering- ar og létum senr okkur þætti ágætismatur, þó að við yrðum reyndar að herða í okkur að koma því niður. Eitt kom mjög á óvart. Það er ekki til neitt slátur- hús í Færeyjum. Menn slátra öllu heima hjá sér. Svo selja bændur fé á fæti beint til neytandans, sem svo slátrar heima hjá sér. En nú stendur til að ráða bót á þessu, kannske strax í haust. Sjálfur er Friðleifur Jóhanns- son reyndar fyrirmyndarbóndi með yfir 20 mjólkurkýr og einar 200 ær, sem hann hýsir hluta vetrarins. Hann verkar í vothey, enda er heyþurkun varla mögu- leg í Færeyjum nema á hesjum og það er seintekinn matarafli. Friðleifur og kona hans. Lena, búa í Fuglafirði á stað, sem heitir Norður í bæ. Þau höfðu svo mik- ið við okkur, að þau höfðu slátr- að lambi og buðu upp á nýtt dilkakjöt sem minnti undirritað- an á töðugjöldin heima í gamla- daga. Til Stóra-Dímons Friðleifur ekur okkur út fyrir bæinn. Þar á flötum kletti lendir þyrla, senr er í förum milli úteyja og sinnir líka útkalli á fiskimiðin. Nú skreppunt við út í Stóra- Dímon, segir hann. Þangað fór forsetinn ykkar um árið. Við för- um upp í farartækiö og af stað upp í loftið. Stefnan er tekin í suðurátt, framhjá Nollsey, suður yfir Sandey, sest augnablik á Skúfey til að taka farþega og síð- an lent á Stóra-Dímon, sem er nánast hömrunt girtur klettur úr hafinu. Þar er einn bóndabær, 6 manns í heimili og 4-500 fjár. Tvær manneskjur voru ríðandi á litlum hestum eitthvað að sýsla við kindur. Þyrlan er eina sam- göngutækið, sent tengir eyjar- skeggja við umheiminn. Lend- ingin og einstigiö upp bjargið er ekki lerigur notað og líklega ófært með öllu, eða svo sýndist okkur, sent þó þykjumst kunna töluvert á klettaklifur. Þyrlan flýgur áfram til Suður- eyjar og kemur aftur eftir svo sem hálftíma. Við höfum rétt tíma til að súpa úr kaffibolla, og skrifa okkur í gestabókina, þar sent nafn Vigdísar er skráð, stolt þessa heintilis. Og nú kemur þyrlan og sest í túnið, hefur sig á loft og við höfunt aftur tækifæri að sjá umhverfið þ.ánt. Litla- Dímon. sem er annar „klettur" upp úr hafinu, sínu minni og óbyggður nteð öllu. Skemmtileg ferð var þetta. Risinn og Kellingin 11. ágúst. Nú kemur Jóhannes aftur og tekur okkur í langa bíl- ferð um Straumey og Austurey sem eru samtengdar með brú. Leiðin liggur unr töluvert hálendi eða háa hálsa milli víka og fjarða. Við förunt norður undir bæinn Eiði, senr er nyrst á Aust- urey. Þar í námunda bendir Jóhannes á kletta norðan við ströndina. Þeir heita Risinn og Kellingin. Svo er mál nteð vexti. segir Jóhannes, að einu sinni var hallæri á íslandi. Korn þroskaðist ekki og fólkið svalt. Þá sendu íslendingar þessi skötuhjú til Færeyja til að draga þær norður til íslands, því í Færeyjunt var nóg af mat. Tröllahjónin festu reipi í standbergið nyrst á Aust- urey og toguðu svo í af öllu kröftum. En það gekk ekki betur en svo, að bergið klofnaði og myndaðist mikil rifa þvert yfir norðurodda eyjunnar. Þetta var ekki gott, en verra var þó, að þau hjúin töpuðu svo miklum tíma í þessa mislukkuðu tilraun. að þau dagaði uppi. Sagan hlýtur að vera sönn, því þarna eru tröllin enn til sannindamerkis, og þarna er sneiðin. sem slitnaði af eynni og mikil gjá á bak við. Þarna i nágrenninu er hæsti hnjúkur Færeyja, Slættaratindur, 882 metra hár og sýnist hærri þvi allt land gengur beint upp úr sjó, en undirlendi varla til. Öll fjöll eru gróin grasi og mosa upp á topp og alstaðar sést sauðfé á beit. Skógar eru engir og hafa víst aldrei verið. Og undur mikið þótti okkur að heyra, að ber eru engin af neinu tagi í eyjunum, ekki einusinni krækiber. Áfram ók Jóhannes strendur Framhald á bls. 5

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.