Norðurslóð - 25.09.1990, Side 5

Norðurslóð - 25.09.1990, Side 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Reiðhöllín í Ytra-Holti - Draumur hestamannsins í ágúst 8.1. keyptu dalvískir hestamenn refaskálann í Ytra- Holti af Landsbanka Islands. Húsið kostaði 8.5 milljónir. A fundi sem haldinn var 18. sept. s.I. var síðan formlega stofnað Hesthúseigendafélagið Ytra- Holti. A fundinum voru sam- þykkt drög að Iögum félagsins en jafnframt samþykkt að endurskoða þau fyrir næsta aðalfund sem haldinn verður á útmánuðum. Formaður félags- ins var kosinn Sveinbjörn Njálsson en með honum í stjórn eru Arni Óskarsson, Rúnar Búason, Steinþór Steingrímsson og Skarphéðinn Pétursson sem tilnefndur var af hestamannafélaginu Hring. Jónas Vigfússon verkfræðing- ur hefur verið fenginn til að gera teikningu af húsinu og nú þegar Iiggja allar helstu útlínur fyrir. Tíðindamaður Norðurslóðar fór á staðinn s.l. laugardag til að skoða herlegheitin. Par voru þá nokkrir hestamenn þegar komnir á fulla ferð við að innrétta sína „bása“ í húsinu. Þar var staddur meðal annarra Rafn Arnbjörns- son sem manna ötulast hefur un nið að þessunr máium og féllst hann góðfúslega á að segja okkur frá því sem þarna er í uppsigl- ingu. Vettvangslýsing Húsið er ca. 27 x 170 metrar og verður sjálfsagt heimsins stærsta hesthús þegar þar að kemur. í gegn urn húsið endilangt, undir mæni. verður breiður gangur, einskonar aðalbraut þar sem hægt verður að aka inn með hey í hlöður og aðrar vistir. Þar geta menn lagt á gæðinga sína og riðið út í gerði eða guðsgræna náttúr- una ef svo ber undir. Til beggja handa verða svo hesthús og hlöður. Fyrir miðju húsi er frá fyrri tíð ágæt kaffistofa og hrein- iætisaðstaða og góðir möguleikar á að innrétta veitingasal og fund- arherbergi fyrir hestamannafé- lagið. I norðurendanum er fyrir- hugað að útbúa löglegt reiðgerði ca. 40 x 20 m. sem nýtist til þjálf- unar, kennslu og sýninga ef svo ber undir. Nú þegar hafa 28 aðlar keypt sér piáss í húsinu ýmist einn eða fleiri saman um plássið. Svo getur hver innréttað sitt pláss eftir eigin höfði. Utan við hest- húsin hefur hver sitt gerði en norðan við húsið er gert ráð fyrir reiðvelli og sýningaraðstöðu Framtíðarsýn Og hver er svo framtíðarsýn Rafns Arnbjörnssonar í þessari reiðhöli Svarfdælinga?: „Það er engin spurning að hér er að rísa einhver albesta aðstaða til hestamennsku á öllu landinu og þó víðar væri leitað. Hér er pláss fyrir alla hesta Dalvíkinga og auk þess alla félagsstarfsemi hestamanna á svæðinu. Ég sé fyr- ir mér að hér geti orði ð kennslu- miðstöð fyrir allt hestahald á norðurlandi. Hingað getum við boðið kennurum. erlendum sem innlendum og lagt sjálfir til hesta, hesthús og alla aðstöðu fyrir námskeið. Nú eru skólar farnir að taka upp hestamennsku sem valgrein. Þar ættu nú að vera hæg heimatökin hjá okkur þar sem formaður húseigendafélags- ins er yfirkennari grunnskólans á Dalvík. Það má gera ráð fyrir að bætt aðstaða laði að fleira fólk og auki samheldnina. Hér hittist fólk eftir vinnu á daginn og sinnir hrossum sínum. A eftir fara menn svo og fá sér kaffi í veitingasalnum og spjalla við náungann urn daginn og veginn. Hingað er leitt 20 gráðu heitt vatn hér ofan úr hlíðinni sem við höfum hug á að nýta t sturtur - þ.e.a.s. fyrir hestana. Nú eru kontnar sturtur í öll fínni hesthús. Hluta af húsinu má leggja undir sjúkraaðstöðu fyrir hross sem sérstakrar aðhlynning- ar þurfa með. Hér gæti dýra- læknir sett á stofn hrossaspítaia sem þjónaði þá öllu Norðurlandi ef út í það færi. Möguleikarnir eru endalausir". Með þeirn orðum kveðjum við “Rabba" og aðra hestamenn sem halda áfram eitthvað fram eftir kvöldinu að innrétta reiðhöliina sína, þessa verðandi paradís hesta og hestamanna. Hj.Hj. Framhald af bls. 2 og hálsa suðureftir Austurey og sýnist ótrúlega þéttbýlt, þorp við þorp á ströndinni. Loks er komið í bæinn Saltaravík. Þar býr íslensk kona, sem við þekkjum. gift Færeyingi. Þau hjón segja okkur margt og mikið um land og þjóð. Tungan Óneitanlega er færeyska líkari íslensku en nokkurt annað tungumál. Við skiljum mest af því, sem við sjáum á prenti. En þegar kemur til þess að tala við fólk og skilja, hvað sagt er, kem- ur babb í bátinn. Málið hljómar ekki eins og það er skrifað, eða svo finnst okkur. Skýringin er m.a. þessi: Færeyskt ritmál varð ekki til fyrr en á 19. öld, ótrúlegt en satt. Að því unnu færeyskir menntamenn, búsettir í Kaup- mannahöfn og nutu mjög aðstoð- ar íslendinga þar. íslenskar staf- setningarreglur urðu því mjög ríkjandi og meir en sjálfur fram- burður málsins gaf tilefni til. Dæmi: Ð er algengur stafur í fær- eysku ritmáli. Samt er ð-hljóðið ekki til í talmálinu. Góður er t.d. skrifað alveg eins og á íslensku, en borið fram góur. Svo eru sér- hljóðin öll önnur en samsvarandi stafur er borinn fram á íslensku. T.d. er stafurinn í borinn frarn eins og við værum að reyna að segja í einu hljóði úíj. Þannig verður t.d. orðið tíð, sem svona er skrifað á færeysku, borið fram túíj. Þetta er bara eitt dæmi um að færeyska er ekki alveg eins lík íslensku og ritaða málið gefur okkur til kynna. Og tilfellið er. að erfitt er að skilja fólkið í byrj- un a.m.k. svo maður hyllist til að bera fyrir sig dönsku. sem flestir virðast tala þokkalega (og betur en Danir sjálfir liggur mér við að segja). Færeyingar leggja nú mikla rækt við mál sitt og bókmenntir og hafa stofnað nokkurskonar vísi að háskóla, Fróðskaparsetr- ið, þar sem m.a. eru stunduð slík þjóðleg fræði. Annað menningarsetur skal nefnt Norðurlandahúsið, sem að flestu leyti samsvarar Norræna húsinu í Reykjavík. Byggingin er þó harla ólík og skartar fagurlega grónu torfþaki. Kirkjubær 12. ágúst, sunnudagur. Það rignir drjúgan stinning. Og nú förum við í kirkju, sem er rétt hjá Hótel Hafnía þar sem við búum. í kirkjum reynist oftast best að skilja erlend mál, sem maður er ekki sterkur í. Kirkjan er nánast full, enda Færeyingar miklir trúmenn. Við sátum nokkuð aftarlega í kirjunni og það verður að viðurkennast, að ekki skildi niaður mikið fyrr en kom að trú- arjátningunni, svo ekki sé minnst á faðirvorið. Þá var vandalaust að fylgjast með. Margir sálmar voru sungnir og flestir okkur ókunnugir með öllu. Samt var reynt að raula með og gott að geta stuðst við sálmabók- ina. Eftir hádegið komu þeir Jóhannes og Friðleifur og tóku okkur með í kynnisför til Kirkju- bæjar (Kirkjuböer), sem er við sjóinn nærri syðst á Straumey. Við sáum þangað úr loftinu í fyrradag. Útifyrir ströndinni eru smáeyjarnar Hestur og Koltur (folinn) báðar í byggð. Þar tekur á móti okkur bóndinn Páll Paturs- son. Hann mun vera sonar-sonar- sonur Jóhannesar Paturssonar, kóngsbónda á Kirkjubæ, þess sem íslendingar af gamla skólan- um kannast vel við og muna eftir vegna stjórnmálabaráttu hans. Hann átti íslenska konu, Guðnýju Eiríksdótur frá Karls- skála við Reyðarfjörð. Einn sona þeirra var Erlendur, sem hélt uppi merki ættarinnar og barðist hart fyrir auknu sjálfstæði eyj- anna og sótti fyrirmynd og hvatn- ingu til íslands. Ein dætra Jóhannesar og Guðnýjar var Bergljót, sem varð kona Júlíusar Sigurjónssonar læknis í Árgerði og eiga þau afkomendur fyrir sunnan. Páll núverandi bóndi í Kirkju- bæ er liinn skemmtilegasti maður og ágætur bóndi með kýr og kindur og ágæt gripahús og vot- heyshlöður. Hann sýndi okkur auðvitað gömlu dómkirkjutóft- ina, sem stendur þaklaus þarna rétt hjá bænum, merkust fær- eyskra fornminja, og fræddi okk- ur um sögu staðarins. Þá vorum við leidd í timburskála einn for- kunnarmikinn og sterklegan. byggðan upphaflega í kringum 1400 og þar með a.m.k. 300 árurn eldri en elstu byggingar íslensk- ar. sem uppi standa. Þennan skála notar landstjórnin oft sent móttökusal fyrir tigna gesti, sem að garði ber. En við vorunt ekki gestir land- stjórnarinnar, heldur fremur búnaðarsamtakanna í Færeyjum og þar báru þau fram kaffi og brennivín Páll bóndi og kona hans Sölva. Þangað inn kontu líka synir þcirra 3, Páll. Jóhanncs og Sigert. Páll ætlar að setjast í Hvanneyrarskóla á íslandi annað haust, 1991. Ættin ætlar ekki að sleppa óðalinu úr greipum sér, sem betur fer. Að lokum var svo ekið heim til Jóhannesar Dalsgarð og Ingríðar konu hans, sem eiga heima skammt frá, og eru þessir staðir allir ekki langt frá Þórshöfn. Þarna var stórveisla með ágætum kræsingum þ.ám. skerpikjöti og dönsku Álaborgarákavíti. Þarna voru allir hinir færeysku vinir okkar, auk heimamanna, Páll og Sölva og Friöleifur og Lena kona hans. Þau töluðu dönsku sín á milli af tillitssemi við okkur útlendingana og ræddu mikið færeysk stjórnmál og efnahags- ástand. sem er í talsverðum óles- tri um þessar mundir, svo vægt sé að orði komist. Þetta var skilnaðarveisla. Við kvöddum þetta indælisfólk með kærleikum, og óskum um að geta einhverntímann endurgoldiö því gestrisni þeirra og góðvild í okk- ar garð og íslands. I bítið næsta morgun var kjag- aö niður að höfn með töskurnar í eftirdragi. Þar var komin fcrjan Norröna á leið sinni frá Noregi til Hjaltlandseyja. Þar skyldi vera næsti áfangi ferðarinnar sem síð- ar sagt verður. Við klifrum um borð og ég raula fyrir munni mér svo sem best ég kann þjóðsöng Færeyinga eftir Símun av Skarði og hcfst meö þessu erindi: Ættarmót var haldið að Kongsstöðum í Skíðadal laug- ardaginn 25. ágúst s.l. Það voru afkomendur þeirra Snjó- laugar Aöalsteinsdóttur og Oskars Júlíussonar síðustu ábúenda á Kongsstöðum sem komu þarna saman. Snjólaug er látin fyrir allmörg- um árum em Óskar er n ú vist- maður á Dalbæ Dalvík á 99. aldursári. Kornið var saman í Dalvíkurkirkju á föstudagskvöld- ið 24. ágúst. Á Kongsstöðum komu saman á laugardeginum 87 manna hópur afkomenda og fjölskyldna þeirra, í yndislegu veðri. Það var farið í Tú alfagra land mítt/tú dýrasta ogn! A vctri so randhvítt/á summri við logn. Tií tckur meg at tær/so tætt i tín favn. Tit oyggjarso mætar/Gud signi tað navn. Sum menn tykkum góvu/tá tcir tykkum sóu. Ja, Gud signi Föroyar, mitt land! HEÞ. fjallgöngu, gengið upp að Gloppuvatni sem er hátt í fjallinu við rætur Gloppuhnjúks, og þeir sem heldur kusu að ganga á lág- lendi, fengu sér göngutúr fram í Stekkjarhús (Þ.e. gangnamanna- skáli) sem er klukkutíma gangur frá Kóngsstöðum. Hátíðarkaffi beið svo þegar komið var til baka. Urn kvöldið var öllum Skíð- dælingum svo boðið til kvöld- verðar að Kóngsstöðum.þar var matur framreiddur í stóru tjaldi, og kjöt grillað á útigrilli, var hóp- urinn þá orðin um 120 manns. Næsta dag voru tjöld tekin upp og hópurinn dreifðist eftir vel heppnaða helgi. Veislugestir í sól og suniri á Kóngsstöðuin. Ljósm. Lena f Dæli. Ættarmót

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.