Norðurslóð - 28.07.1993, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 28.07.1993, Blaðsíða 1
wmsfa Svarfdælsk byggð & bær Húsabakkaskóli: Gamlir nemendur hittast 17. árgangur Miðvikudagur 28. júlí 1993 7. töiublað Allt klárt fyrir koniu Grímscyinga til Húsabakka. Mynd: hjhj Helgina 7.- 8. ágúst ætla gamlir nemendur Húsabakkaskóla að efna til nemendamóts á Húsa- bakka. Er ætlunin að slá þar upp tjaldbúðum og gera sér glaðan dag á gömlum slóðum. Að sögn Jónínu Hjaltadóttur frá Ytra- Garðshorni sem er ein af hvata- mönnum samkomunnar er von- ast til að sem allra flestir gamlir Húsbekkingar mæti til leiks. Einkum og sér í lagi vill hún sjá sem flesta af elstu árgöngunum. Annars er samkoman opin öllum sem gengið hafa í Húsabakka- skóla og starfsfólki þá ekki síður. Að sögn Jónínu er hér um al- gera tilraun að ræöa og samkoman eins óformleg og nrest má vera. Ekki er meiningin að hafa ncina formlega dagskrá og ekki hefur heldur vcrið farið út í það að boöa menn með brétl cóa öórum form- legum hætti. „Þctta hefur vcriö lát- ió kvisast út til gamalla skólafé- laga, sérstaklega þcirra sem eru af stórum fjölskyldum og þeir bcónir um að láta það ganga. Það veróur svo bara að koma í ljós hvernig til tekst,“ segir Jónína. Það er ekki einu sinni hægt að tala um neina undirbúningsnefnd en þeim sem eitthvað vilja vita meira er bent á aó hafa samband við Þuríði Sigur- vinsdóttur frá Skeiði í síma 61676. Vitað er að margir brottlluttir Svarfdælingar hafa mikinn hug á því að koma enda opnast hér Miklar breytingar í skólamálum - Heimavist lögð niður á Dalvík - Grímseyingar á Húsabakka Miklar breytingar eru nú að verða í skólamálum á Dalvík og í nágrannabyggðum. Heimavistin á Dalvíkurskóla verður nú ein- göngu ætluð nemendum fram- haldsdeildar. Það hefur í för með sér að nemendur úr ná- grannabyggðum sem taka efstu bekki grunnskólans á Dalvík verða ekki lengur þar í heima- vist. Þetta hefur kallað á nýjar lausnir varðandi 10. bekkinga úr Svarfaðardal, Hrísey og Ar- skógsströnd og þrjá efstu ár- ganga grunnskólans í Grímsey sem sækja skóla til Dalvikur. Málefni 10. bekkjar Fyfst er þess að geta aó í apríl síð- astliðnum héldu sveitarstjórar við- komandi svcitarfélaga fund ásamt með Guðmundi Þór Asmundssyni skrifstofustjóra Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra. Var þar ákveðið aó fara þess á leit við fræðslustjóra að gerö yrði úttekt á rekstri 10. bckkjar á svæðinu, einkum varóandi heimavistir, akst- ur og siglingar. Einnig skyldu skoðuð áhrif sameiningar sveitar- félaga og breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga á þessi mál. Astæóa þess að þcssum málum er velt upp núna er aó sjálfsögðu aó hluta til umræðan um samein- ingarmál og breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. En mestu réói þó óánægja sem ríkt hefur um nokkurra ára skeið varðandi rekst- ur heimavistarinnar á Dalvík. Und- anfarin ár hafa aðkomunemcndur í sjávarútvegsdcild búið á heima- vistinni í bland við 10. bckkinga úr nágrannabyggóum Dalvíkur og raunar 8., 9. og 10. bekkinga frá Grímscy. Hefur það fyrirkomulag að sjálfsögöu mælst mjög misjafn- lega fyrir svo ekki sé mcira sagt, bæði mcðal foreldra. barna og ekki síst framhaldsskólanema sem Frœnhald á bls. 2 möguleiki á að hitta alla gömlu félagana á einu bretti. Það er því óhætt að hvetja sem flesta gamla nemendur Húsabakkaskóla, brott- flutta og heimamcnn, til að mæta á svæöið hvort hcldur er um lcngri eóa skemmri tíma. Öruggar heim- ildir herma að Halli frá Garðshorni mæti meó harmonikku svo það verður ábyggilega dansað. hjhj Félagsheimilið á Húsabakka: Fram- kvæmdir hafnar Nú eru framkvæmdir hafnar við byggingu félagsheimilis á Húsa- bakka og ekki aftur snúið með neitt hér eftir. Eins og sagt var frá í síðasta blaði voru tilboð í fyrri áfanga opnuð þann 9. júlí s.l. Fimm tilboð bárust frá eftir- töldum aðilum: Daltré h/f A. Finnsson h/f Árfell h/f Katla h/f Tréverk h/f kr. 31.993.220 kr. 27.767.178 kr. 27.367.404 kr. 25.309.995 kr. 24.747.058 Kostnaóaráætlun hljóóaði upp á 28.001.067 krónur. Akveðið var að ganga að lægsta tilboðinu frá Tréverki h/f sem cr um 88% af kostnaðaráætlun. Tréverksmenn sjá sjálfir um alla eiginlega bygg- ingarvinnu cn hafa ráðið undir- verktaka til aó annast aöra þætti verksins. Það eru: Stcypustöð Dal- víkur sem sér um jarðvegsvinnu og steypu, Ljósgjafinn á Akureyri sér úm rafmagn, Magnús Á Magnús- son sér um pípulagnir og Júlíus Vióarsson sér urn múrvcrk. Framkvæmdir cru sem áður segir þegar hafnar og er búið að grafa grunn og skipta um jaróveg undir bílastæði. Það kom í ljós aó undirstaðan cr traust og þurfti ckki aó flytja að neitt uppfyllingarefni undir bílaplanið, aðcins sortcra þau jarócfni sem fyrir voru á staðnum. Sameining sveitarfélaga: Kosningar í haust - hvað svo? - Verður allur Eyjafjörður eitt sveitarfélag strax næsta vor? I vor voru samþykkt lög frá Alþingi sem kveða á um að í haust verði kosið um samein- ingu sveitarfélaga allsstaðar á landinu. Við heyrum nú að kosningadagur hefur verið ákveðinn 20. nóvember en um hvað fáum við hér á þessu svæði að kjósa? Sérstakar umdæmanefndir hafa verið skipaðar og samkvæmt lögunum skulu þær „gera tillögur að nýrri skiptingu hvers lands- hluta í sveitarfélög í samráði vió viðkomandi sveitarstjórnir“. Þessar tillögur eiga að vera til- búnar fyrir 15. september 1993. Stóra sameiningin Vió eftirgrcnnslan kemur í ljós aö hér á okkar svæði hafa menn ver- ið famir aö ræóa af mikilli alvöru um áframhaldandi sameiningu svcitarfélaga því í fcbrúar í vetur var ákvcðið á vettvangi Héraós- nefndar Eyjafjarðar (sem er sam- ráðs- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna vió Eyjafjörð) að skipa nefnd um sameiningar- mál svcitarfélaga í Eyjafiröi. Það varó því nióurstaðan eftir að hin nýju lög um sameiningarmál voru samþykkt aó umdæmanefndin fcngi tillögur um skiptingu Eyja- fjarðar í sveitarfélög frá héraðs- nefndinni. Miðaó við þau auknu verkefni sem ríkió er tilbúió aó flytja til svcitarfélaganna, ágæta reynslu af samstarfi svcitarfélaganna vió Eyjafjörð um fjölmörg vcrkefni, góðar samgöngur og eftir að hafa kannaö viðhorf sveitarstjómar- manna til samstarfs um einstök vcrkefni þá liggur það fyrir að ncfndin telur nauósynlcgt aó leggja fyrir umdæmanefndina það sjónarmió aö kanna beri af- stöóu sveitarstjórna í Eyjafirði til sameiningar Eyjafjaróar í eitt sveitarfélag. Umdæmanefndin hyggst í þessari viku, 26.-30. júlí, fara um Eyjafjörð og eiga fundi með sveitarstjómum þar sem þessi til- laga veróur rædd og mun væntan- lega í framhaldi af því gera þá tillögu um nýja skiptingu í sveit- arfélög, að 14 sveitarfélög í Eyja- firði verói eitt. Þaö þýðir í stuttu máli, aó ef sveitarstjómimar fall- ast á það þá verður kosió um þá tillögu að Eyjafjöróur allur verði eitt sveitarfélag. Þau sveitarfélög sem um ræðir eru: Grímsey, Ól- afsfjörður, Dalvík, Svarfaðardal- ur, Hrísey, Arskógshreppur, Arn- arneshreppur, Skriðuhreppur, G l œs i bœja rhreppur, Öxnadals- hreppur, Akureyri, Eyjafjarðar- sveil, Svalbarðseyri og Grenivík. Sameining næsta vor? Ef þcssi verður nióurstaðan, þá verða kostir þess og gallar kynnt- ir fyrir íbúum svæóisins svo allir kosningabærir menn geti gert upp hug sinn fyrir 20. nóvcmber, cn þá fer atkvæóagreiðsla fram sam- tímis í öllum sveitarfélögunum. Ef hún hlýtur meirihluta greiddra atkvæóa í öllum sveitarfélögun- um þá taka núverandi sveitar- stjórnir ákvarðanir um fjárhags- mál, fjölda fulltrúa í nýrri sveitar- stjórn, nafn hins nýja sveitarfé- lags og önnur nauðsynleg atriöi. Eftir að tilkynningar um þessi atriði hafa verið send félagsmáia- ráóuneytinu ákveður það hvenær sameining fer fram. Állt cins má búast við því að þar sem þessir hlutir ganga greiölega fyrir sig kjósi menn ekki einungis nýjar sveitarstjómir næsta vor heldur cinnig í nýju sveitarfélagi. Talió vcróur í hverju sveitar- félagi fyrir sig og ef tillagan er felld í einhverju eða einhverjum sveitarfélaganna þá vcrðurckki af samciningunni. Ef tillagan er samþykkt í / þeirra sveitariélaga sem hún er lögð fyrir í niega þau sveitarfélög sameinast. Ef ekki vcrður af sameiningu á grundvclli atkvæóagrciðslunnar 20. nóvember er umdæmanefnd heimilt að leggja fram nýja til- lögu og skal það þá gert fyrir 15. janúar 1994. En af hverju aó gcra tillögu um að sameina svona stórt? Það sveitarfélag sem við crum aó tala um mun hafa yfir 20 þúsund íbúa og veróa þar með næst fjölmenn- asta sveitarfélag landsins. Jú, þeir sem hafa vcrió aó vinna að þess- um málum, ýmist á vettvangi hér- aðsnefndarinnar eða annarsstað- ar, segjast veróa þess varir, sér- staklega hjá fulltrúum minnstu sveitarfélaganna að ef farió yrói útí sameiningu á annað boró væri eins gott að samcina þangað sem þjónustan er sótt frekar en taka minni skref sern einungis leiddu til aukinnar höfðatölu en þjónust- una yrði áfram að sækja í annaó sveitarfélag. Síbreytileg mörk Okkur finnst e.t.v. að sú skipan scm við búum við í dag sé afar eólileg og það svo mjög að þann- ig hljóti þaó alltaf að hafa verið. En svo er alls ekki. I því sam- bandi er fróðlegt fyrir okkur að rifja það upp að um 1700 var Svarfaðardalshrcppur, sem þá náói einnig til Davíkur, Árskógs- strandar að mestu, Þorvaldsdals og Hríseyjar, talinn stærsti hrepp- ur landsins ef mióað var vió fjölda lögbýla. Hrcppurinn var þá liinn áttundi fjölmcnnasti á land- inu. Árskógstrandarhrcppur gekk undan Svarfaðardalshreppi við skiptingu 1823 og áriö 1946 varð Daivík sjálfstætt sveitarfélag. Akureyri og Glcrárþorp voru líka sitthvort svcitarfélagið fram til 1955 aó þau sameinast. Þá cr þess skemmst að minnast að þrír hreppar sameinuóust fram í Eyja- firði og kallast nú Eyjafjarðar- svcit. Þannig má segja að nýjar og breyttar aóstæður hafi cinatt kall- að á breytingu á sveitarfélaga- mörkum og e.t.v. erum við nú að upplifa tíma hinna stóru sveitar- félaga þar sem bættar samgöngur og samskiptatækni skapa nýjar aðstæóur. SJ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.