Norðurslóð - 24.11.1993, Page 1
17. árgangur
Miðvikudagur 24. nóvember 1993
11. tölublaö
Gestur Hjörleifsson fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans við orgelið fyrir
nokkrum árum.
Gestur Hjörleifsson 85 ára:
Söngur Karlakórs
Dalvíkur gefínn út
á geisladisk
endurútgefin plata Karlakórs Dal-
víkur Svarfaðardalur en nú á
geisladiski og snældu. Platan var
gefin út fyrst árið 1975 og hefur að
geyma mörg af bestu lögunum sem
Karlakór Dalvíkur söng í gegnum
tíðina. A sínum tíma þótti mikill
fengur að útgáfu þessarar plötu því
eins og sagt var þá ber hún svipmót
stjómandans Gests Hjörleifssonar.
Gagnrýnendur fóru lofsamlegum
orðum um sönginn og þá ekki síð-
ur söngstjórann.
Platan var löngu orðin uppseld
og þvf tímabært að bæta úr með
endurútgáfu. Það var Friðrik Frið-
riksson sem stóð fyrir útgáfunni nú
og hefur hann fengið fyrrum kórfé-
laga til liðs við sig til að ganga í
hús hér á svæðinu til að selja disk-
ana og snældumar. Friðrik hefur
keypt útgáfuréttinn af Tónaútgáf-
unni sem sá um útgáfuna eða dreif-
inguna þegar platan var fyrst gefin
út. Agóði sem verða kann af þess-
ari útgáfu nú rennur allur til Tón-
listarskólans og í orgelsjóð Dalvík-
urkirkju.
JA
Hrossum Dalvíkinga fjölgaði um rúmlega fimmtung á árinu 1993, en alls eru nú um 750 hross á Dalvík og í Svarfaöar-
dal. Mynd: Hall. Ein.
Ásetningur 1993
Bændur ríghalda í kýrnar
✓
- Am fjölgar, en horfur á að hámarki verði bráðum náð
- Geitum fjölgar um 150%!
Forðagæslumenn í Svarfaðar-
dalshreppi og á Dalvík hafa lok-
ið fyrri umferð sinni á þessum
vetri. í dalnum gegna þessu
forna ábyrgðarstarfi þeir Arni
Steingrímsson á Ingvörum og
Hallgrímur Einarsson á Urðum,
en á Dalvík Þorleifur Karlsson,
Hóli.
Hér verða nú birtar tölumar um
húsdýrafjölda og ásetning og borið
saman við samsvarandi tölur í
fyrra:
þurrheys, þ.e. heymagn á haust-
dögum mínus áætluð fóðurþörf er
5.792 rúmmetrar. Þetta eru snöggt-
um minni fymingar en í fyrra
haust, en er þó vel yfir 200 kýr-
fóður.
Niðurstaða
Svarfdælskir bændur ríghalda í
kýmar sínar, en komast ekki hærra
en í ca. 800 stykki vegna kvótans.
Ám fjölgar eðlilega eftir niður-
skurðinn, en gemlingum fækkar,
sem bendir til að bændur muni
ekki ætla sér að fjölga fé mikið úr
þessu. Kannske í ca. 2.000 ær,en
það er bara ágiskun.
Hrossum fjölgar, 24 fleiri
hryssur settar á nú en í fyrra. Þó
Sunnudaginn 21. nóvember s.l.
varð Gestur Hjörleifsson fyrr-
verandi söngstjóri og skólastjóri
Tónlistarskóla Dalvíkur 85 ára.
Gestur var um árabil burðarás í
tónlistarlífi hér á staðnum. Hann
var organisti um áratuga skeið
og fyrsti skólastjóri Tónlistar-
skóla Dalvíkur en skólinn tók til
starfa 1964 og er því þrjátíu ára
á næsta ári. Gestur var skóla-
stjóri við skólann til ársins 1975
að Kári sonur hans tók við skóla-
stjórn en Gestur varð þá kennari
við skólann allt til ársins 1985.
1 tilefni af afmælinu hefur stjórn
Tónlistarskólans látið vinna stóra
mynd af Gesti sem Dóróþea Reim-
arsdóttir formaður stjómarinnar
afhenti í hófi á Dalbæ sl. laugar-
dag. Dóróþea ávarpaði afmælis-
bamið og þakkaði fyrir hönd skól-
ans Gesti fyrir hans mikla starf.
Síðan afhenti hún Hlín Torfadóttur
núverandi skólastjóra myndina til
varðveislu í skólanum. Kirkjukór
Dalvíkur söng við athöfnina hinum
gamla söngstjóra sínum til heiðurs.
I tilefni afmælisins hefur verið
Framhald á hls. 5
Sameining sveitarfélaga
Svarfdælsk byggð & bær
Fellt í 11 af 15 sveitarfélögum
Svarfaðardalur:
Tegund 1993 1992
Mjólkurkýr Kvígur til mjólkur- 795 798
framl. 'A árs og eldri Geldneyti til kjöt- 407 418
framl. 'A árs og eldri Kálfar aldir til 128 143
mjólkurframleiðslu Kálfar aldir til 138 108
kjötframleiðslu 44 47
Ær 1571 1320
Hrútar 61 76
Sauðir 3 0
Lambgimbrar 352 392
Lambhrútar 74 35
Hestar 86 79
Hryssur 144 120
Trippi 149 157
Folöld 59 58
Geitur 10 4
Varphænur 3982 3700
Gæsir 15 14
Endur 51 67
Aliminkar, læður 60 650
Alirefir, læður 170 170
Alirefir, högnar 30 30
Kanínur 12 13
Hevjaforði (rúmmetrar):
Þurrtaða 44.138 47.810
Heyrúllur 9.263 6.740
Það kemur fram af skýrslu
forðagæslumanna, að reiknaðar
fymingar umreiknað í rúmmetrum
Niðurstaða kosninga um tillögu
umdæmanefndar Eyþings um
sameiningu 15 sveitarfélaga í
Eyjafirði í eitt, var felld í 11
þeirra. Þar af með miklum
meirihluta atkvæða á Dalvík og í
Svarfaðardal. U.þ.b. 75% íbú-
anna í þessum sveitarfélögum
reyndust andvígir tillögunni.
Ibúar á Árskógsströnd sam-
þykktu hinsvegar tillöguna með
yfir 80% atkvæða og íbúar Hrís-
eyjar með 52%. í Ólafsfirði voru
yfir 90% þeirra sem afstöðu
tóku andvígir. I öllum þessum
sveitarfélögum var mikil kjör-
sókn eða yfir 70%.
Það vekur reyndar athygli að
meirihluti Eyfirðinga eða rúm 54%
eru hlynnt sameiningu sveitarfé-
laga og þar með breytingum á
stjómsýslunni, þó hún hafi á
grundvelli þessara tillagna einung-
is verið samþykkt í 4 sveitarfé-
lögum. Sama er að segja sé horft til
landsins alls; mikill meirihluti íbú-
anna er hlynntur sameiningu. 1
grófum dráttum má segja að íbúar
þeirra sveitarfélaga sem fyrirséð
var að yrðu miðstöðvar hins nýja
sveitarfélags virðast hafa sam-
þykkt sameiningu á meðan íbúar
jaðarbyggðanna felldu.
Ný sóknarfæri með stórri
sameiningu
En hvað segja oddvitar sveitar-
stjórnanna í Svarfaðardal, á Dalvfk
og Árskógsströnd um niðurstöður
kosninganna?
Trausti Þorsteinsson, forseti
bæjarstjómar á Dalvík telur afar
slæmt hve lítið fylgi tillagan fékk á
Dalvík. Sú ástæða sem hann hafi
helst heyrt fyrir því sé að fólk telji
sig ekki hafa haft nægar upplýs-
ingar um hver kjör þess yrðu í nýja
sveitarfélaginu og að ekki hafi ver-
ið unnt að svara nógu mörgum
spumingum fyrirfram. Fylgi við
tillöguna hafi þó verið að aukast
Framhald á hls. 3
Kosningaúrslit 20. nóvember 1993
Sveltarfélag Á kjörskrá Gild atkvæði % Já % Nei %
Grímsey 74 53 71,6 18 34 35 66
Ólafsfjörður 803 608 75,7 51 8,4 557 91,6
Dalvík 1.039 735 70,7 172 23,4 563 76,6
Svarfaöardalur 185 149 80,5 38 25,5 111 74,5
Hrísey 186 131 70,4 68 51,9 63 48,1
Árskógsströnd 248 179 72,2 149 83,2 30 16,8
Arnarneshreppur 160 103 64,4 56 54,4 47 45,6
Skriðuhreppur 76 55 72,4 15 27,3 40 72,7
Öxnadalur 37 29 78,4 6 20,7 23 79,3
Glæsibaejarhreppur 170 124 72,9 20 16,1 104 83,9
Akureyri 10.507 3.744 35,6 2.841 75,9 903 24,1
Eyjafjarðarsveit 648 422 65,1 112 26,5 310 73,5
Svalbarðsströnd 225 154 68,4 65 42,2 89 57,8
Grýtubakkahreppur 294 208 70,8 72 34,6 136 65,4
Hálshreppur 140 108 77,1 10 9,3 98 90,7
Alls 14.792 6.802 46 3.693 54,3 3.109 45,7
Auöir og ógildir seðlar voru fáir, 32 á Akureyri (0,8% atkvæöa), 5 í Ólafsfiröi, 4 á Dalvlk og 2 I Svarfaðardal
svo dæmi séu nefnd.