Norðurslóð - 24.11.1993, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 24.11.1993, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ —3 fþróttir: Körfuboltinn leggur Dalvík að fótum sér - Meistaraflokkur sækir í sig veðrið Það fer ekkert á milli mála að sú íþróttagrein sem hefur mestan meðbyr hjá íslenskum æskulýð um þessar mundir er körfubolt- inn. Varla er til sá húsgafl að ekki sé búið að festa upp á hann körfuhring og þar leika drengir og stúlkur sér öllum stundum að því að skora stig. Að ekki sé minnst á alla meðfylgjandi dellu, svo sem myndir af bandarískum körfuboltahetjum sem ganga kaupum og sölum. Þótt forsvarsmenn annarra íþróttagreina bölvi árangursríkri markaðssetningu þeirra sem ráða ríkjum í bandarískum körfubolta er margt jákvætt að segja um þessa tískubylgju. Hún virðist höfða til bama og unglinga sem ekki finna sig í öðrum greinum íþrótta. Hún er ódýr og auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hana að heita má hvar sem er. Og þótt strákar séu fjölmennastir iðkendur körfubolt- ans virðist hún ekki síður höfða til stelpna. Sumir hafa sagt að ástæð- an sé sú að hann sé ekki eins harð- ur og ofbeldiskenndur og sumar aðrar greinar sem notið hafa mik- illa vinsælda. Of stuttur salur Dalvíkingar hafa ekki farið var- hluta af körfuboltatískunni. Sem dæmi má nefna að lengi vel hafa staðið tveir illa famir og ryðgaðir körfuboltastaurar á planinu austan gamla skólans og notið takmark- aðra vinsælda, þangað til í fyrra að fleiri komust að en vildu. Þá var gripið til þess að bæta við fjórum splunkunýjum hringjum á veggi skólans og Víkurrastar og þeir fá varla nokkum frið. Það er verið að hamast í þeim alla daga fram í rauðamyrkur, svo fremi skólalóðin sé ekki á kafi í snjó. Og nú æfa um fjörutíu manns körfubolta reglulega í Víkurröst á vegum UMFS. Þar ráða rfkjum þeir Jónas Pétursson og Olafur Hauksson sem þjálfa yngri flokk- ana tvo, að ógleymdum Guðmundi Bjömssyni sem þjálfar og leikur með meistaraflokki. Meistaraflokkur tekur nú þátt í Islandsmóti 2. deildar í fjórða sinn, og að þessu sinni hefur liðið í fyrsta sinn raunhæfan möguleika á að komast í úrslitakeppni um sæti í 1. deild. Liðunum á Norðurlandi er skipt í tvo riðla og er Dalvík með liði Menntaskólans á Akureyri, Völsungi frá Húsavík og liði Laugaskóla í riðli. Keppt er í þremur hrinum og er sú fyrsta bú- in, en sigurvegarinn kemst í úr- slitakeppnina fyrir sunnan. „Það gekk nú ekki alveg nógu vel,“ sagði Guðmundur. „Við unn- um tvo leiki af þremur en ætluðum að vinna þá alla. Við lékum ekki nógu vel gegn Laugum. Við höf- um sótt um að fá að halda næstu hrinu hér á Dalvík og ef við fáum undanþágu vegna salarins verður keppt hér í byrjun febrúar. Völlur- inn er of stuttur, en að öðru leyti er salurinn mjög góður, gólfið gott og andinn í húsinu góður. Það þyrfti hins vegar að lengja salinn og end- umýja körfumar sem eru orðnar dálítið þreyttar." Stemmning gegn Leiftri I haust tók lið Dalvíkur í fyrsta sinn þátt í bikarkeppni KKI. Ár- angurinn var viðunandi því liðið Margrét Jóhannesdóttir greiðir atkvæði í Dalvíkurskóla, kjörstjórn fylgist með. Mynd: -ÞH Sameining Framhald afforsíðu sem styrki þá skoðun hans að tími til kynningar og umfjöllunar hafi ekki verið nógu langur. Hluta af nei-unum megi því túlka sem beiðni um umhugsunarfrest. Trausti sér ekki forsendur fyrir því að ný tillöga verði lögð fyrir að svo búnu, telur vænlegra að doka við og freista þess að vinna tillögunni um stórt eyfirskt sveitarfélag fylgi, enda sé sú niðurstaða líklegust til að færa okkur þau sóknarfæri sem við þurfum til að efla byggðina og mynda sterkt mótvægi við höfuð- borgarsvæðið. I sama streng tekur Sveinn Jónsson, oddviti á Árskógsströnd. Hann telur að jákvæð niðurstaða á Ströndinni hafi orðið vegna þess að eftir mikla umfjöllun um málið, hafi fólk talið lfklegra að stórt sam- einað sveitarfélag gæti brugðist kröftugar við og tekið á bæði at- vinnumálum og eflingu þeirrar þjónustu sem sveitarfélögin séu með samvinnu um nú þegar. Með því að standa saman sköpuðust ný- ir möguleikar. Smærri sameiningar breyti möguleikum sveitarfélag- anna til að taka við nýjum verkefn- um eða bregðast við breyttum að- stæðum í t.d. atvinnumálum lítið. „Tími stórra sameininga ekki runninn upp“ Úrslitin komu Atla Friðbjörns- syni, oddvita í Svarfaðardal, ekki á óvart. Fyrirfram hafi verið vitað um andstöðu einstakra sveitar- stjóma sem þó hafi samþykkt að tillagan yrði lögð fram þar sem hún gengi lengst þeirra hugmynda sem ræddar voru og því rétt að kanna hvort hún ætú hljómgrunn meðal íbúanna. Hann telur að nú muni menn setjast niður og skoða hvaða möguleikar séu í stöðunni þegar ljóst sé að stóri bitinn hafi staðið í mönnum. Menn vilji sjá þetta þró- ast í minni skrefum. Þá þurfi ríkis- valdið að svara skýrar hvaða verk- efni verði flutt til sveitarfélaganna og hvemig og sveitarfélögin að finna leið til að mæta því. Tillögurnar víða „munaðarlausar“ Á mörgum stöðum á landinu virð- ast tillögur umdæmanefndanna hafa hreppt mikinn mótbyr og hlýtur það að vekja upp spumingar um stöðu og ábyrgð sveitarstjóm- armanna sem höfðu víðast lagt blessun sína yfir tillögumar því lögin kváðu á um að tillögumar yrðu mótaðar í samvinnu við sveit- arstjómir. Sveitarstjómarmenn hafa reyndar ítrekað ályktað um nauðsyn sameiningar á vettvangi Sambands sveitarfélaga. Þrátt fyrir það virtust tillögumar sumsstaðar meira og minna munaðarlausar eftir að þær komu fram og á fáum stöðum virtist gerð tilraun til að skapa um þær stuðning eða stemmningu. Það er augljóst mál að ef menn vilja efla sveitarstjóm- arstigið og styrkja þannig byggð- ina um landið þá verða sveitar- stjómarmenn að leggja meira á sig við að birta íbúunum raunhæfa framtíðarsýn; kynna raunverulega valkosti. Vart er við því að búast að almenningur flykki sér um til- lögur til breytinga ef sveitarstjóm- armenn, sem eiga að hafa mesta þekkingu á möguleikum og að- stæðum, tala ekki fyrir þeim. Boltinn kominn af stað Það er Ijóst að þessar kosningar eru ekki einangrað fyrirbæri, án for- sögu eða eftirmála. Þegar úrslit lágu fyrir töluðu menn um boltann sem kominn væri af stað og hversu jákvætt það væri að umræðan fór fram, líklega hefðu menn ekki í annan tíma verið jafn vel uppýstir um málefni sveitarfélaganna. Það liggur jafnframt fyrir að það er vilji til þess að flytja fleiri verkefni til sveitarfélaganna. Og umræðan mun halda áfram um möguleika byggðanna til að takast á við breytingar í atvinnumálum, þjón- ustu, ný verkefni, fækkun eða fjölgun fbúanna og hlutverk sveit- arfélaga. Það má því allt eins gera ráð fyrir þvf að innan fárra ára munum við sjá ýmsar breytingar á sveitarfélagamörkum. Það verður spennandi að fylgj- ast með næstu skrefum umdæma- nefndanna og því hvaða niðurstaða fæst ef lagðar verða fram nýjar til- lögur. Og því verður ekki trúað að óreyndu að meirihluti sé fyrir því í mörgum fámennissveitarfélögum að „fá að deyja út í friði“ eins og íbúi eins sveitarfélags vildi frekar fyrir hönd sinnar byggðar en að sveitarfélagið yrði sameinað ná- grannasveitarfélögunum. SJ Jónas Pétursson, Ólafur Hauksson og Guðmundur Björnsson eru forsvars- menn körfuboltans á Dalvík. Myndir -þh vann Þrym frá Sauðárkróki og, síð- an Leiftur frá Olafsfirði í hörku- leik, en tapaði síðan stórt fyrir Þór á Akureyri í úrslitaleik Norður- landsriðilsins. Það er engin furða því Þór er 1. deildarlið sem lék til skamms tíma í úrvalsdeildinni og það er mikið stökk milli deilda eins og Guðmundur segir. Hann hefur reynsluna því hann lék í nokkur ár með Þór og UFA á Ak- ureyri í I. deild. * „Það er mikill áhugi á körfu- boltanum hér á Dalvík eins og sjá má af því að áhorfendur að leikn- um gegn Leiftri voru fleiri en að leiknum gegn Þór sem fór fram í Iþróttahöllinni á Akureyri. Það var virkileg stemmning og gaman að leika þann leik,“ segir Guðmund- ur. Að hans sögn er liðið blanda af yngri og eldri strákum, frá 16-33 ára. Tólf manns eru í hópnum og munar verulega um þá Guðmund og Ágúst Olafsson en þeir voru fé- lagar í Þór áður en þeir gengu til liðs við Dalvík. Ekki dýr íþrótt Áhuginn er ekki minni í yngri flokkunum. Þeireru tveir: 5., 6. og 7. bekkur saman og 8., 9. og 10. bekkur saman. í eldri hópnum eru 16-17 strákar sem er stærri hópur en æfir með Þór á Akureyri. í þeim yngri eru heldur færri, en meðal þátttakenda eru tvær stelpur. Jónas Pétursson þjálfar yngri flokkana í samvinnu við Ólaf Hauksson auk þess sem hann leik- ur með meistaraflokki. Hann er að vonum ánægður með þann meðbyr sem körfuboltinn nýtur nú um stundir. En hvað um fjárhagshlið- ina? „Við keppum undir merkjum UMFS og fáum styrk þaðan. En þetta er ekki dýr íþróttagrein því við greiðum allan ferðakostnað sjálf með eigin fjáröflun, auglýs- ingum á búningum oþh.“ Svo óskum við dalvískum körfuboltamönnum góðs gengis í framtíðinni og vonum að þeim tak- ist að virkja sem flesta með sér. -ÞH Nordisk Forum í Turku 1994 Nordisk Forum er kvennaráðstefna sem haldin er að tilhlutan Norrænu ráðherra- nefndarinnar eins og sú sem haldin var í Osló árið 1988. Þangað mættu hundruð ís- lenskra kvenna hvaðanæva af landinu. Ráðstefnan verður haldin í Turku í finn- landi dagana 1.-6. ágúst 1994. Nánari upp- lýsingar um ráðstefnuna liggja frammi á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsinu. Jafnréttisnefnd Dalvíkurbæjar £fóóÁcu>ei*tí($Íny e/* (/() fo(j/y\r «§2 t 1 ivA'tu oi/uir /oma (/qy/eya út /ua/Hjar n/jja/' /)œ/u/1 «§2 f/jö/(/{ á/ajjaoe/'ú/'a /ó/a/>e(ja/' /om//ui J'é />(>/{/> a/{j/j,q/ce-s'f /ú/t /já o//u/' ffetum úfoecjaJ /xe/u/' á/'/taJa/' q/Z/ifú/x/- um, ef/xmtaJ e/' meJjjódííotfj/'ú'oa/a í/ó/ ffuJ/cuujs, (/'aAona/', . c/(ja/'ta,sa/t( fie){t nú feja/' (í/'ítuJ c oe/w/uuú/u cl^ers/imúv(Sa^/n/

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.