Norðurslóð - 23.11.1994, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 23.11.1994, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLOÐ Frá Ferðafélagi Svarfdæla Aðalfundur félagsins verður haldinn í Dalvíkur- skóla miðvikudaginn 30. nóvember kl. 21. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, reikningar og stjórnarkjör. Stjórnin Dalvíkurbær - íbúaskrá Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt nýjum lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lögheimili sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilis- muni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir, t.d. vegna orlofs, vinnu- ferða og veikinda, er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangels- um. Hvernig eiga hjón og fólk í óvígðri sambúð að vera skráö? Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lög- heimili. Hvað barnafólk varðar er reglan sú að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur börn þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Enn- fremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu Íslands-Þjóð- skrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Bæjarritarinn á Dalvík Helgi Þorsteinsson Dalvllc - nágrenni Tökum að okkur útflatningu á laufabrauði. Hafið samband sem fyrst. Alltaf sama lága verðið: 18. kr. stk. ★★★★★ Senn lcoma jólin Laufabrauð: 36 kr. Sími 6 14 32 Dimmbláar nætur og spánnýtt samfélag „Fjöldahreyfingarnar“ fara vel á þröngu sviöinu í Ungó, segir Möröur Árna- son í gangrýni sinni um Land míns föður. Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikfélag Dalvíkur, Ungó Leikstjóri: Kolbrún Halldórs- dóttir Tónlistarstjóri: Geirhörður Arnarson Leikarar og aðstandendur fleiri en upp verði talið Það kann að þykja furðulegt, en eitt af því sem Reykvíkingar öf- unda fólk af víða á landsbyggðinni er feykilegt menningarlíf. Ekki er félagi manns fyrr fluttur úr bænum en það uppgötvast að hann hefur söngrödd og er drifinn í kórinn, og skömmu síðar er hann farinn að ræða við mann af djúpri þekkingu um tækniútfærslur á pas de deux á litlu sviði. í bænum horfum við bara meira á sjónvarpið og förum kannski í bfó tvisvar á vetri, í hæsta lagi að hugdjarfari menn þori að taka undir fjöldasönginn á árshátíðinni. Einsog fleiri hugmyndir okkar um lilveruna handan Esjunnar er þessi auðvitað alhæfing. Til að öfl- ugt eigið menningarlíf verði ein- hverstaðar að stöðugum búkosti þarf margt að leggjast á eitt: hollt sjálfstraust, þokkaleg efni, hús- næði, hæfileikar í sæmilegri sam- fellu, vilji til þrotlausra starfa og nokkurra fórna, landlægt gott skap, og ekki síst sterk hefð við að gera hlutina vel og hafa gaman af samneyti við náungann - sem eru einmitt tvær traustar skýringar á hugtakinu menning. Allt þetta hefur augljóslega ver- ið fyrir hendi þegar Leikfélag Dal- víkur var að koma saman hátíðar- sýningunni á 50 ára afmæli sínu, söngleiknum Land míns föður. Þessi atburður geislar einmitt af því hvað hlutirnir eru allir vel gerðir, hver sem efniviðurinn er, og það er ekki síðra fyrir áhorfend- ur að smitast af því hvað leikarar og aðstandendur aðrir hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Leikurinn mun vera nokkuð styttur frá upprunagerð, og það er sjálfsagt skynsamleg ákvörðun. Styrkur leikverksins liggur ekki í drama-átökum helstu persóna, sem fyrst og fremst eru stílfærðar tákn- myndir, heldur eru það sagan sjálf og örlögin sem sjá skynjun áhorf- andans fyrir dramatík; og einsog í öllum bestu verkum er á yfirborð- inu grín og galsi, stríðni og háð - sem íslenskir gestir verða að lok- urn að kokgleypa. Auðvitað hugsar hver sitt eftir svona sýningu, en mér varð fyrir að skoða mína með- fæddu og sjálfsögðu og næstum vélrænu þjóðræknishyggju aðeins gagnrýnar en venjulega. Einsog stykkið sýnir þá fékkst enginn sig- ur í síðari heimsstyrjöldinni á Is- landi. Það bara varð til nýtt sam- félag uppúr bamavagninum, og hvað varðar þess þrár og tilfínn- ingar þá ættum við kannski að byrja að bera virðingu fyrir upp- runanum, strika yfir stóru orðin með Hannesi Hafstein: standa við hin minni reynunt. Um leið og „Landið" var lagað að traustum áhugaleik hafa stjóm- endur sýningarinnar lagt drjúga áherslu á hina réttlegu undirstöðu sem bindur sýninguna saman og heillar áhorfandann: tónlistaratriði Sparisjóður Svarfdæla Dalvík - Árskógi - Hrísey sendir viðskiptamönnum kveðju guðs og sína og minnir á að Jólin nálgast Jólin nálgast Jólin nálgast Sparisjóðurinn minnir á að jólamánuðurinn, Ýlir, er mestur kaupmánuður ársins. Þá er gott að hafa lagt til hliðar í Sparisjóðnum dálit/a fjárupphæð á bestu fáanlegu vöxtum að grípa til um jólin. Menn koma og fara, fyrirtæki spretta upp en hverfa jafnskjótt aftur. En Sparisjóðurinn hefur lifað og dafnað í 110 ár og sýnir engin hrörnunarmerki. Kærar kveðjur Sparisjóður Svarfdæla Dalvík - Árskógi - Hrísey s. 61600 s. 61880 s. 61785

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.