Norðurslóð - 28.01.2004, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5
Mynd 1. Horft fram Bakkadal. lengst til vinstri sést í kiettarœtur Sýlingarhnjúks, þá kemur ónefndur
hnjúkur, Ytri-Systir og Innri-Systir meö allmikinn snjó á milli sín, þá sjást tindar „Litla-Bróður“ og „Stóra-
Bróður“ handan dalsins.
Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum
Gangan langa
Gengin vatnaskilin umhverfis Svarfaðardal
19. kafli. Bakkadalur-Reykjaheiði
Við höfðum haustið
2001 strandað á Innri-
Systur við botn Þver-
árdals/Bakkadals.
Haustið 2002 gerðum við mis-
heppnaða tilraun í snjó til að
komast inn á vatnaskilin með
því að ganga af Brennihnjúk inn
ijallið norðan Bakkadals. Byrj-
unarreitur okkar sumarið 2003
var því botn Þverárdals/Bakka-
dals. Nú var að duga eða drepast.
Ferðin var ráðgerð eldsnemma
að morgni 5. ágúst og vorum við
þrír, auk mín þeir Grétar Gríms-
son og Þorsteinn Skaftason, en
Árni Þorgilsson var önnum kaf-
inn og komst því ekki með.
Inn Bakkadal
Við ákváðum að ganga fram
Bakkadalinn og lögðum upp frá
Bakkagerði klukkan rúmlega 7
að morgni. Við gengum upp frá
bænum og ofan okkar voru
Bakkabjörg og við fylgdum fjár-
götum inn svonefnda Ásahlíð og
mötuðumst þegar við sáum inn í
botn. í fjallinu handan dalsins
gnæfði Hreiðarstaðafjallið tígul-
legt yst og þá áberandi lægð sem
nefnd er Áuðnasýling og innan
hennar klettóttur og brattur Sýl-
ingarhnjúkur, þá ónefndur
hnjúkur og innst tveir reisulegir
hnjúkar sem nefnast Systur. Má
sjá Systurnar á ágætri mynd Þor-
steins Skaftasonar í síðasta jóla-
blaði Norðurslóðar. Við ætluð-
um okkur ekki að fara beint upp
úr botninum, heldur stefndum
við á innstu lægðina í fjallabálk-
inum við dalinn norðanverðan.
Veðri var svo háttað að logn var
og að mestu bjart, en skýjaflákar
mynduðust hér og þar en leyst-
ust að mestu upp aftur. Þegar við
komum innarlega á dalinn hvíld-
umst við og byrgðum okkur upp
af vatni áður en lagt var upp
brattann, en við fórum aðeins
skáhallt inn og upp hlíðina í
grófum og stundum leiðinlegum
skriðum. Þegar ofar kom sáum
við þrjár tjarnir í dalbotninum
og áberandi var hve botnjökull-
inn var svartur og var hann
greinilega mikið minni en venju-
lega. Fjallshlíðin sunnan dalsins
var mjög hrikaleg og við heyrð-
um annað slagið hávaða frá
grjóthruni. Á milli Systranna var
brattur og mikið sprunginn jök-
ull, en mestur var þó jökullinn á
milli Ytri-Systur og ónefnda
hnjúksins. Neðan beggja þessara
jökla voru fallegir urðarjaðrar.
Á „Stóra-Bróður“
Við komum upp í skarðið kl.
11.30, en það er um 1130 m hátt
og opnaðist þá falleg sýn út
Reykjadal Olafsfjarðarmegin.
Við skildum byrðarnar eftir
þarna á hryggnum og gengum til
suðurs í átt að botni Bakkadals
til að tengja okkur við strand-
staðinn á Innri-Systur. Gengum
við á næsta tind (1200 m) en hirt-
um ekki um að fara lengra og
snerum við og töldum okkur nú
hafa tengst síðasta áfanga Göng-
unnar löngu. Við mötuðumst svo
í skarðinu, settum snjó í flösk-
urnar og héldum síðan út með
Bakkadalnum, fyrst upp á lítinn
hnjúk og síðan aðeins utan í enn
hærri tindi (1220 m). Vegna þess
að Systur tvær eru sunnan við
Bakkadalsbotn lagði ég til að
tindarnir tveir norðan hans
nefndust „Bræður“. Sá sem var
innan við skarðið væri þá „Litli-
Bróðir“, en sá sem við vorum nú
að ganga „Stóri-Bróðir“. Aðeins
munar 20 metrum á hæðinni, en
þeir eru báðir vel typptir (og
raunar báðir með tvo tinda). Af
„Stóra-Bróður“ opnaðist sýn út
Holtsdal og greindum við bæði
Brennihnjúk og Litlahnjúk sem
við höfðum gengið á árið áður
þegar okkur mistókst að komast
inn á vatnaskilin. Sáum við nú
einnig niður til Dalvíkur.
Fyrir botni Iloltsdals
Nú var orðið skýjað og þoku-
slæður hér og þar á fjallatindum
og þoka var í Reykjadal. Við
vorum þó ekki í þoku er við
gengum skilin á milli Holtsdals
og Reykjadals. Þetta var besta
gönguland sem við höfðum farið
um lengi á vatnaskilunum, og
göngufært var ofan í dalina
beggja vegna. Hafði ég lengi tal-
að um það að þegar hingað væri
komið værum við komnir á
„beinu brautina“, lausir við
bratta og hrikalega kletta. Ann-
að átti þó eftir að koma á dag-
inn. Svo sem 100 m neðan við
okkur í Holtsdal var mikil urðar-
þakin háslétta ineð tjörn syðst.
Þegar norðar dró urðu vatna-
skilin að mjóum hrygg, „kattar-
hrygg“, og voru það kunnugleg-
ar aðstæður, illfært ofan í báða
dali og í hlíðum Reykjadals voru
víða jöklar, mikið sprungnir. Á
enda hryggjarins mötuðumst við
og vorum þá komnir niður í 1080
m hæð. Við sáum nú ágætlega
gjána við Brennihnjúk sem við
strönduðum við haustið 2002.
Víð botn Böggvisstaðadals
Nú var klukkan orðin 15 og
stefndum við á ónefndan tind
framundan (1180 m) en hann er
á mörkum Holtsdals, Böggvis-
staðadals og Reykjadals. Þegar
upp kom sáum við niður í af-
kima Böggvisstaðadals og geng-
um áfram norður eftir auðförn-
um vatnaskilunum sem lækkuðu
aðeins og Reykjadalsmegin stóð
afar sérkennilegur stakstæður
klettanabbi eða þumall út úr
Mynd 3. Horft þvert austur yfir
Holtsdal, Rimar í baksýn. Frá
vinstri: Digrilinjúkur, Litli-
hnjúkur og Brennihnjúkur.
hlíðinni. Nú urðu vatnaskilin
heldur torfarnari vegna stórgrýt-
is en síðan komum við niður á
slétt melasvæði í 1060 m hæð og
þar rákumst við á 4 kindur, sem
hurfu á spretti niður í Reykjadal.
Komum við því næst fram á al-
gjörlega ófæra kletta fyrir botni
Böggvisstaðadals, og hafði Þor-
steinn átt von á þessari torfæru.
Þarna vorum við komnir fram á
kletta sem gnæfa yfir botnjökli
Böggvisstaðadals. Algjörlega
ófært var fram af þeim og við
urðum að ganga til baka eftir
melasvæðinu og leita niður-
göngu Reykjadalsmengin, en
þangað var nokkuð þverhnípt.
Fundum við gilskorning eða gjá
sem kindurnar höfðu farið um
og fórum þar niður, en varlega
þurftum við að fara í lausaskrið-
um sem sums staðar voru freðn-
ar. Gengum við síðan alveg und-
ir veggbröttum klettunum til
norðurs, bæði á hálum jökli og
lausum skriðum og síðast á stór-
grýti. Komumst við þannig aftur
á vatnaskilin undir þessum stór-
kostlegu klettum sem við höfð-
um strandað á en þeir gnæfa yfir
mikið sprungnum botnjökli
Böggvisstaðadals. Heita þeir
Hrafnabjörg (og gætu borið það
heiti líka Reykjadalsmegin), en
þeir eru einsaklega reglulegir og
tignarlegir, kolsvartir og því er
heitið réttnefni. Klettarnir líkj-
ast listaverki eða byggingu og
væru tilvalið heimkynni álfa og
hef ég aldrei séð annað eins í
náttúru íslands. Þarna í skarðinu
(980 m) settumst við niður kl. 5
og mötuðumst og nutum fallegr-
ar sýnar á Hrafnabjörgin, hrika-
legan jökulinn og út Böggvis-
staðadal yfir Hrísey og á Látra-
strönd.
í tjaldstað á Reykjahciði
Við héldum svo áfram eftir
moldarhrygg upp á grjótstrýtu
og greindum á leið okkar kinda-
spor í moldinni, enda sáum við
fljótlega 5 kindur sem hlupu nið-
ur í Reykjadal og skömmu síðar
aðrar 5 sem hlupu niður í Böggv-
isstaðadal. Fljótlega varð hrygg-
urinn svo mjór og klettóttur að
hann varð ófær, og urðum við að
fara niður grófa og bratta skriðu
niður í Böggvisstaðadal og niður
á grjótjökul neðan við svarta
fönn sem þar var. Misstum við
allmikla hæð við þetta, höfum
líklega farið niður fyrir 800 m, en
klöngruðumst síðan aftur upp á
klettahrygginn og gengum eftir
honum að rnestu í Reykjaheið-
arskarð (880 m). Þangað vorum
við komnir um kl. 6 og þar slóg-
um við upp tjaldi. Við höfðum
ætlað okkur lengra á þessum
degi, en töldum að þetta væri
besta tjaldstæðið sem í boði
væri, auk þess sem alskýjað var
orðið og væntum við bjartviðris
að ntorgni. Við hituðum okkur
kvöldmat og nutum „Mountain
House“ réttanna í botn. Þegar
eldamennskan stóð sem hæst
birtust allt í einu þrír hestamann
sem voru á leið yfir Reykjaheiði
úr Reykjadal. Varð ég hissa, því
þetta var í fyrsta sinn sem við
hittum fólk á vatnaskilunum.
Var þetta kunningi minn Ari Sig-
ursteinsson frá Akureyri með
konu sína og dóttur. Þau stöns-
uðu stutt, og við vorum komnir í
svefnpokana klukkan 9 ánægðir
með áfangann og væntum þess
að fá enn bjartara veður að
morgni.
Mynd 2. Horft þvert yfir botn Bakkadals/Þverárdals af „Litla-
Bróður“. Ytri-Systir til vinstri og Innri-Systir til hœgri.
Mynd 4. Matast undir
Hrafnabjörgum ofan við
jökul í botni
Böggvisstaðadals.