Ritaukaskrá Landsbókasafnsins - 01.01.1908, Blaðsíða 3
Ritaukaskrá sú, sem hér birtist á prenti, er hin lang-
stær^ta, sem safnið hefur nokkru sinni út gefið, og ber það tvent til
þess, að i lok ársins 1908 gengu hókasöfn Prestaskólans og Lækna-
skólans inn í Landshókasafnið, og þá fyrst varð þvi einnig við komið
eð taka upp og raða i bókhl ðubyggmgunni nýju hinni ágætu dánar-
KJöf prófessors W. Fiske, sem legið hafði óhreyfð, sökum rúmleysis,
í meira en 4 ár i alþingishúsinu.
Bókasafn Prestaskólans er yfir 2500 bindi og Læknaskólans
um 800 bindi (þar af 300 bindi ókomin á þessa skrá, með því að
þau voru eigi afhent safninu fyr en 1909). Eru bæöi söfnin afhent
Landsbókasafninu með því skilyrði, að kennarar og nemendur við
þessar stofnanir hafi forgangsrétt til útlána úr safninu og notkunar á
lestrarsal þess að öllum þeim bókum, sem þaðan eru komnar eða
siðar kunna að koma til safnsins.
Dánargjöf prófessors W. Fiske. um 2500 bindi, er öll í þess-
ari skrá, að undanteknum nokk'um bókum, sem i fyrra komu hingað
Uá Corneil-háskólanum, og ýmsn smælki, sem eigi vanst timi til að
raða að þessu sinni. Er þar með lokið hinum rausnarlegu bóka-
gjöfum þessa manns, sem um mörg ár og á svo margvíslegan hátt
hefur sýnt það í verkinu, að hann unni landi voru og þjóð af allmga.
Landsbókasafn íslands mun jafnan telja prófessor Willard
Biske meðal sinná mætustu hollvina og halda minningu hans i heiðri.
. I
Landsbókasafnið, 21. d. nóvemberm. 1910.
Jón Jakobsson.