Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 24.–27. júní 20164 Ískaldur - Kynningarblað Í sbúð Huppu var opnuð á falleg- um sumardegi 24. júlí 2013. Við- tökurnar fóru fram úr björtustu vonum eigendanna. Á flottum vordegi árið 2015 var svo Huppa í Reykjavík opnuð, nánar til tekið að Álfheimum 4. Nú hefur þriðja Huppa bæst við og er hún staðsett í Spönginni Grafarvogi. Hún var opnuð þann 28. maí og viðtökurnar hafa verið frábærar. Rétt eins og í öðrum Ísbúðum Huppu er lögð áhersla á góðan ís á góðu verði, mikið magn flottra bragðarefa, fram- úrskarandi þjónustu og góða stemn- ingu, í Ísbúð Huppu í Spönginni. Óhætt er að segja að lands- menn hafi tekið ísbúðum Huppu og Huppu-ísréttunum fagnandi síð- an þessi vegferð hófst fyrir tæpum þremur árum. Huppa er í eigu tvennra hjóna, en þau eru: Telma Finnsdóttir og Gunnar Már Þráins- son, Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson. Ísbúð Huppu á Selfossi var fyrst í litlu húsnæði að Eyrarvegi 3. Frá fyrsta degi naut ísbúðin gífurlegra vinsælda og fyrir tveimur mánuðum fluttist hún í stærra húsnæði rétt hjá, að Eyrarvegi 2, enda fyrir löngu búin að sprengja hitt húsnæðið utan af sér. Um aðdragandann að opnun ís- búðar Huppu í Álfheimum, segja eigendurnir: „Við fundum að við áttum séns í Reykjavík því stór hluti af okkar við- skiptum í Huppu á Selfossi var fólk á ísrúntinum úr borginni. Svo kemur það til að okkur er boðið þetta hús- næði í Álfheimum, þar sem áður var þessi gróna ísbúð sem átti sér mikla sögu. Við slógum til, rifum allt þarna út eins og það lagði sig og innréttuð- um upp á nýtt í okkar anda. Þetta er búið að vera frábært ævintýri og við- tökurnar framar vonum.“ Svo vel hefur gengið í Álfheimum að Huppa opnaði nýja ísbúð í Spönginni þann 28. maí. Hafa borgar búar tekið þeirri ísbúð fagn- andi. En hverjar eru skýringarnar á þessari miklu velgengni? „Við leggjum mikið upp úr ímyndinni, hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Við berum virðingu fyrir umgjörðinni sem við höfum mótað. Við vöndum inn- réttingar og gerum þær skemmti- legar. Við leggjum líka mikið upp úr fallegum litum og hlýlegu umhverfi.“ Ísinn frá Huppu er í grunninn tvær gerðir, Sveitaís, sem er ekta rjómaís, og Huppu-ísinn, en það er kaldur mjólkurís. Auk þess er á boðstólum frábært úrval af kúluís. Annað sem sérkennir ísbúðir Huppu eru ísmatseðlar: „Við leggjum mikið upp úr bragðarefsmatseðlinum og sjeik- seðlinum. Einnig erum við með Huppu-ljúfmeti sem eru skemmti- legar útgáfur af ís í boxi með sælgæti og sósum. Hluti af okkar styrkleika liggur í því að gera svona hluti.“ Þau segja einnig að verðlagningin eigi sinn þátt í vinsældum Huppu: „Við erum ekki að keppast við að vera ódýrust heldur bjóðum einfald- lega gott verð. Sanngjarnt verð á vör- unni miðað við gæði.“ Ónefnt er það sem þau telja vera mikilvægasta áhersluþáttinn í starf- semi Huppu en það er þjónustan: „Þjónustan á að vera framúrskar- andi. Auðvitað geta okkur orðið á mistök en við leiðréttum þau og við leggjum jafnmikið upp úr þjón- ustunni og því að gera ís. Við leggj- um áherslu á þetta við þjálfun starfsfólks sem við reynum að hafa jafn fagmannlega og ef það væri að vinna á veitingahúsi. Viðmótið í ísbúð þarf að vera jafngott og á veitingastað. Það fyrsta sem þú tek- ur eftir þegar þú kemur inn í versl- un eða á veitingastað er starfsmað- urinn sem tekur á móti þér. Hann getur ráðið öllu um upplifunina. Ef þú lendir í því að klúðra ísnum, eins og getur komið fyrir, þá er það ekk- ert vandamál ef þjónustan er í lagi, kúnninn fær nýjan ís og allir eru sáttir. Enginn á að fara ósáttur út úr Huppu. Aldrei.“ Vert er að benda á Facebook-síðu Huppu. Þar er finna ýmsan fróð- leik og margar litríkar og skemmti- legar myndir af gómsætum ísrétt- um. Slóðin www.facebook.com/ isbudhuppu. n Ný og glæsileg ísbúð Huppu í Spönginni Ísbúð Huppu opnaði sína þriðju ísbúð í vor Fríður hópur afgreiðslufólks Ísbúðar Huppu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.