Norðurslóð - 24.09.2009, Side 2

Norðurslóð - 24.09.2009, Side 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf., Hafnartorgi, 620 Dalvík. S. 466 1300 Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugasteini, 621 Dalvík, hjhj@rimar.is Jóhann Antonsson, Tjarnargarðshorni, 621 Dalvík, ja@rimar.is Blaðamaður: Halldór Ingi Asgeirsson, halldor@rimar.is Dreifing: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555 Umbrot: Hjörleifur Hjartarson Fréttavefur: www.dagur.net Prentvinnsla: Asprent Stíll ehf., Akureyri Getur krónan orðið alvöru gjaldmiðill aftur? Um þessar mundir er liðið eitt ár frá því að allir stóru bankanir þrír hrundu og voru yfirteknir af opinberum aðilum. Aðdragandi hrunsins hér á Islandi, og ekki síður atburðarásin frá hruninu, eiga eftir að vera rannsóknarefni fræðimanna um ókomin ár. Nú þegar hafa komið út nokkrar bækur sem fjalla um þetta efni, bækur sem lýsa þessum atburðum frá nokkuð mismunandi sjónarhomum en saman gefa þær líklega nokkuð góða mynd af því sem gerst hefur. Það verða alltaf skiptar skoðanir á því hvað fór úrskeiðis hjá okkur og hvað varð til þess að við rötuðum í þessi vandræði. Við íslendingar erum svo sem ekki einir í vandræðum. Flestar þjóðir frnna á einhvem hátt fyrir þrengingum sem stafa af alþjóðlegri efnahagskrísu sem staðið hefur undanfarin misseri. Afleiðingar þessara þrenginga eru þó hastarlegri hjá okkur en víðast hvar annarsstaðar. Það fer ekki á milli mála að bankakerfíð hér á landi var allt of stórt miðað við stærð hagkerfisins og miðað við þá möguleika sem við áttum á að verja bankana áföllum. Eftir fallið hafa líka ýmsir veikleikar komið fram í uppbyggingu bankanna sem gerði þá veikari en þeir hefðu verið ella. Ymsar rannsóknarnefndir em að störfum sem dæma munu um hvað var eðlilegt og hvað vafasamt. Við verðum að treysta því að þegar allt hefur verið skoðað og rannsakað verði til raunhæf mynd af því hvernig mál þróuðust, mynd sem allir geta treyst. Það alvarlegasta við hrunið er án efa að gjaldmiðillinn okkar, krónan, er það illa löskuð að langan tíma mun taka að rétta hana við ef hún mun þá nokkurn tímann njóta þess trausts sem nauðsynlegt er fýrir alvöru gjaldmiðil. Líklegt er að þegar menn meta hvað gerðist í raun muni hinn örlitli gjaldmiðill, krónan, vera talin megin örlagavaldur hrunsins og þess að efnahagskrísan er svo miklu verri hér en víðast annars staðar. Það er allavega ljóst að vantraustið sem er á krónunni hefur tafið fyrir endurreisninni á undanfömum mánuðum. Fyrst eftir hrunið var talað um að hagur fólks myndi batna þegar krónan styrktist en það hefur ekki enn gerst. Gjaldeyrishöft hafa verið sett á í þeim tilgangi að verjast því að krónan lækki enn frekar. Gjaldeyrishöftin hafa nú verið í gildi í ár án þess að náðst hafi að styrkja krónuna. Ekkert er brýnna en að stjómvöld geri áætlun um styrkingu krónunnar og ef slík áætlun gengur ekki eftir verður að grípa til róttækra aðgerða í gjaldeyrismálum því þessi erfiða staða gjaldmiðilsins gengur ekki fýrir nokkra þjóð. JA Fríða Magga og Ragnheiður sýna í Grindavík Hólmfriðar M Sigurðardóttur, (Fríða Magga) og Ragitlieiður Arngrímsdóttir sýna umþessar mundir verk sín iListasalSaltfisksetursins í Grindavík. Sýningin opnaði 19. sept. sl. og stendur til 5. okt. Friða Magga rekur Gler Gallerý Mána á Dalvík. Hún framleiðir muni úr endurunnu rúðugleri og er það allt frá gluggaskrauti til matarstella. Hún fœst einnig við ntosaik, þœftr töskur ofl. ofl Ragnheiður Arngrímsdóttir er áltugaljósmyiidari ogflugmaður. Hún starfaði sem flugkennari og Jlugmaður um árabil en ákvað síóan að taka sér frí frá fluginu og sitúa sér að uppeldi barna sinna en Ijósmyndunin fylgdi henni og Itefur húit Italdið þrjár einkasýningar á Ijósmyndum sínum. Saltjisksetrió í Grindavík er opið alla daga frá 11:00-18:00 Yfir fimmtíu jöklar í Dalvíkurbyggð! Fróðlegurfyrirlestur á Húsabakka Skafti Biynjólfsson Þessa mynd tók Skafti við strönd Svalbaróa þar sem haitit var í rannsóknarbúóum sl. stirnar. Nokkurn veginn svona var umhorfs hér á landi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum síðan. Með góðum vilja má ímyitda sér að þetta sé vesturströnd Eyjafjarðar. Til hœgri teygja jökulsporðarnir sig úr þverdölum Upsastrandar. Fyrir miðri mynd má sjá Svarfaðardalsjökulinn stóra, síóan jökultotuna úr Hamarsdal og gott ef ekki sést aðeins í Hrísey lengst til vinstri. Sl. miðvikudagskvöld hélt Skafti Brynjólfsson jarðfræðingur fy rirlestur um jökla í Svarfaðardal á fræðslufundi Náttúrusetursins á Húsabakka fyrir á fjórða tug áhugasamra áheyrenda. Skafti sem starfar nú sem sérfræðingur á Náttúrustofnun Islands á Akureyri fjallaði einkum um Búrfells og Teigarjökul en hann hefur stundað rannsóknir á þeim um nokkurt skeið og skrifað m.a. um þá meistaragráðu-ritgerð sína úr jarðfræðideild Háskóla íslands. Sem kunnugt er hljóp Búrfellsjökull á árunum 2001-2003 sem orsakaði m.a. að alveg tók fyrir veiði í Svarfaðardalsá vegna aurs og eðju. I erindi Skafta kom m.a. fram að á þessu árabili hljóp jökullinn fram um 150-200 m en hefur á síðustu fjórum árum hopað til baka um 30 metra. Þetta háttarlag svokallaðra framhlaupsjökla er í raun úr takti við aðra jökla að sögn Skafta og má segja að Búrfellsjökull hafi þama verið að bregðast við kuldaskeiði áranna á milli 1970 og 1990 þegar hann þykknaði að ofanverðu án þess að sporðurinn færði sig að neinu ráði. Teigarjökull er annar þekktur framhlaupsjökull í Svarfaðardal sem síðast hljóp á áttunda áratugnum en Skafti hefur fúndið vegsummerki eftir framhlaup fleiri jökla í dalnum svo líklega eru þeir mun fleiri. Það kom einnig fram í fýrirlestri Skafta að í sveitarfélaginu Dalvíkurbyggð eru yfir fimmtíu jöklar sem er líiklega nokkuð hærri tala en menn almennt gera sér grein fýrir . Má vera að Dalvíkurbyggð sé það sveitarfélag landsins sem státar af flestum jöklum þó ekki séu þeir stórir eða sjáanlegir neðan úr byggð. Fréttahorn r lokahófi meistaraflokks Dalvíkur/Reynis sem fram fór sl. laugardag var tilkynnt um nýjan þjálfara liðsins til næstu tveggja ára. Sá heitir Atli Már Rúnarsson, markmaður með meiru og er ekki alls ókunnugur hér, því hann spilaði með Dalvíkurliðinu í fjögur ár í kringum síðustu aldamót. Atli Már hefur m.a. þjálfað lið Magna frá Grenivík i þrjú ár með góðum árangri. Jóhann Hreiðarsson sem að eigin ósk lét af þjálfarastörfúm að loknu síðasta tímabili, mun að öllum líkindum leika áfram með liðinu. r síðasta fundi fræðsluráðs Dalvíkurbyggðar var m.a. ljallað um gjaldskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Fram kom að gjaldskráin hefur ekki hækkað frá 1. janúar 2008 og í dag standa nemendagjöld undirum 10,8% af heildarrekstrarkostnaði skólans. Fræðsluráð leggur til hækkun á gjaldskrá frá 1. janúar 2009. Að fullt nám hækki úr 47.775 kr. í 57.600 kr. og hálft nám úr 32.025 á ári í 38.400 kr. en tónlistargjöldin eru innheimt í átta greiðslum yfir veturinn. Að hljóðfæragjald hækki úr 6.000 kr. í 7.200. kr. Jafnframt var lagt til að þátttökugjald í kór skólans hækki úr 4.000 kr. í 7.000 kr. á ári fýrir nemendur sem eru ekki í öðru tónlistamámi. Bæjarstjóm Dalvíkurbyggðar samþykkti gjaldskrárhækkunina Stjóm Eyþings hefur samþykkt að leggja til við aðalfund að skipa 5 manna nefnd (2 úr Eyjafírði, 2 úr Þingeyjarsýslum og einn frá Búgarði) til heildarendurskoðunar á fjallskilasamþykktum á svæði Eyþings. á hefur spurningakeppnin Útsvar hafið göngu sína á ný. Lið Dalvíkurbyggðar að þessu sinni skipa þau Elín B. Unnarsdóttir, Klemenz Bjarki Gunnarsson og Magni Þór Óskarsson. Liðið keppir laugardaginn 7. nóvember gegn Garðabæ. essa vikuna eru Skólatöskudagar í Grannskóla Dalvíkurbyggðar. Iðjuþjálfi og iðjuþjálfanemar fræða nemendur um skólatöskur, hvemig á að stilla þær og raða í þær. Ennfremur verður skoðað hversu þung skólataskan er miðað við þyngd bamsins með því að vigta bæði barnið og skólatöskuna. Markmið Skólatöskudaga er að vekja nemendur, foreldra og samfélagið í heild til umhugsunar um áhrif þyngdar skólatöskunnar og rangrar notkunar hennar á líkamlega heilsu bama og ungmenna. Skólatöskudögunum er því ætlað að hafa forvamargildi um leið og veitt er fræðsla til skólaumhverfisins. Eplatrésem staðið hefur ígarðinum á Völlum i Svarfaðardal um árabil tók upp á því í sumar að bera ávöxt - Ijómandi falleg rauð epli. Tréð hefur aldrei áóur borið ávöxt og segist Bjarni Oskarsson á Völlum ekki vita til þess að eplatré beri yfir höfuð áxöxt utan lniss á þessurn breiddargráðum. Þess má geta að Sævar Giiiinlaugsson fyrrum bóndi á Völlum potaði trénu niður í einhverri rœlni á búskaparárum sínuiit þar en gerði ekki ráð fyrir að það lifði lengi.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.