Fréttablaðið - 10.08.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.08.2017, Blaðsíða 4
Regalofagmenn www.regalo.is Fríða Rut Heimisdóttir Hárgreiðslumeistari Veldu með hjartanu 100% vegan hárvörur frá Maria Nila. Head & Hair Heal verndar lit hársins, örvar hárvöxt og vinnur á móti hárlosi, þurrum hársverði og flösu ásamt því að vera bólgueyðandi. Sjampóið og hárnæringin eru hönnuð til daglegra nota fyrir alla. Maskan má nota 1-2 í viku. Allar vörurnar í línunni innihalda vegan innihaldsefni, en hvorki súlföt, paraben né aðra ofnæmisvalda. Regalo ehf Iceland Viðskipti Fjár mála eft ir litið (FME) og greiðslukortafyrirtækið Borgun hf. gerðu þann 9. júní með sér sam­ komu lag um sátt vegna brots Borg­ unar á reglum FME um kaupauka­ kerfi. Sam kvæmt henni greiðir Borgun sekt upp á 11,5 milljónir króna.  Sáttin kom í kjölfar athugunar FME á ákvörðun Borgunar um að greiða öllu starfsfólki fyrirtækisins 900 þúsund krónur í launauppbót í september í fyrra. Alls fengu 149 starfsmenn bónus og nam heildar­ greiðsla Borgunar því 134 milljón­ um króna. Íslandsbanki er stærsti eigandi Borgunar, með 63,5 pró­ senta hlut, en bankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins. – hg Borgun sektuð vegna bónusa Efnahagsmál Eftir miklar húsnæðis­ verðshækkanir að undanförnu eru teikn á lofti um að farið sé að hægja á húsnæðismarkaðnum. Þetta kemur fram í uppfærðri hagvaxtarspá grein­ ingardeildar Arion banka. Þar kemur fram að auglýstum fasteignum hefur fjölgað, ásett fermetraverð farið lækkandi og fjölbýli á höfuðborgar­ svæðinu lækkað í verði á milli mán­ aða í júní, í fyrsta skipti frá 2015. „Við gerum ráð fyrir að hægja taki verulega á húsnæðisverðshækk­ unum á komandi misserum, enda hefur húsnæðisverð hækkað talsvert umfram laun og ráðstöfunartekjur að undanförnu, sem og að útlit er fyrir mikilli framboðsaukningu,“ segir í spá greiningadeildarinnar. Gert er ráð fyrir fyrir kröftugum hagvexti í ár, eða 5,3%, en að hægja taki á vextinum þegar fram í sækir. Einkaneyslan verður ein helsta drif­ fjöður hagvaxtarins, studd áfram af litlu atvinnuleysi og kaupmáttar­ aukningu og þjónustuútflutningi. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að verðbólgan taki að stíga á næsta ári og fari hæst í 3,2% í ársbyrjun 2019. Gert er ráð fyrir minni verðbólgu en áður var talið. – jhh Búast við minni hækkunum á húsnæði Fasteignaverð í Breiðholti hefur hækkað töluvert undanfarið ár. Nú er búist við að það taki að hægja á hækkunum. FréttaBlaðið/aNdri MaríNó Gert er ráð fyrir að verðbólgan taki að stíga á næsta ári og fari hæst í 3,2 prósent í ársbyrjun 2019. umhVErfismál Ekkert verður af því að trjálundur sem stendur umhverfis sumarbústað næst Valhallarreitnum á Þingvöllum verði upprættur eins og til stóð. Ríkið keypti í fyrrahaust sumar­ bústaðinn sem um ræðir. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar síðastliðinn sagði Ólafur Örn Har­ aldsson þjóðgarðsvörður í bréfi til forsætisráðuneytisins að ætlunin væri að rífa húsið og „uppræta gren­ iskóg sem er á lóðinni og hefur slæm sjónræn áhrif og opna aðgang að henni fyrir almenning“. Sex dögum síðar gagnrýndi Aðal­ steinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, áformin harðlega í Fréttablaðinu. Og nú virðist vera fallið frá því að „uppræta“ trén. „Við kölluðum Skógrækt ríkisins til ráðuneytis og samstarfs um að grisja reitinn við Valhallarplanið og var byrjað lítillega á því í sumar sam­ kvæmt þeirra tillögum,“ svarar þjóð­ garðsvörður spurður um stöðuna á trjágróðrinum. Þröstur Eysteinsson skógræktar­ stjóri segir að úlfaldi hafi verið gerð­ ur úr mýflugu því þótt staðið hafi „í einhverju plaggi með rökstuðningi fyrir að kaupa bústaðinn“ að fjar­ lægja ætti trén þá hafi ekki verið um nein útfærð plön af hálfu þjóð­ garðsins að ræða. Skóginn þurfi þó að grisja. Áætlun um það sé ekki til­ búin en verði gerð út frá umhverfis­ þáttum eins og útsýni. „Ef 40 metra hátt sitkagrenitré er fyrir þriðjungi af útsýni á Hakinu er spurning hvort tréð eigi að vera áfram eða útsýnið,“ útskýrir Þröstur. Þótt grenið sé núna fimmtán metra hátt og langt í að það nái fjörutíu metra hæð þá geti það gerst. Horfa þurfi langt fram í tímann. „Við erum ekki að tala um að gera þetta á næstu árum.“ Tré sem teljast af erlendum upp­ runa eru á fleiri stöðum í Þingvalla­ þjóðgarði og sumum finnst þau falleg. „Fólk gróðursetti tré í þjóð­ Skógræktin í spilið og lundi eirt Skógræktin mun í samráði við Þingvallaþjóðgarð ákveða örlög grenilundar við sumarhús er ríkið keypti við Valhallarreit. Boðað hafði verið að grenitrén yrðu upprætt en skógræktarstjóri segir það ekki standa til. trén við gamla sumarbústaðinn næst Valhallarreitnum sleppa við að verða upprætt í bili að minnsta kosti. FréttaBlaðið/GVa garðinn vegna þess að því fannst það vera að gefa landinu betri gróður heldur en var þar áður – af því að birkikjarrið var bara talið vera rusl,“ segir Þröstur. Engar öfgar séu gagn­ vart þessum erlendu trjám í Þing­ vallaþjóðgarði. „Að minnsta kosti ekki eins og í gamla daga þegar sumir vildu ganga hart fram og fjarlægja öll útlensku trén á Þingvöllum.“ Skógræktarstjóri segir að til fram­ tíðar séu valmöguleikarnir tveir. „Ef við gerum ekkert þá munu þessi tré sá sér og breiðast út. Þau munu vaxa upp úr birkikjarrinu og koma í staðinn fyrir það. Það er ekki vilji núna til þess að það fái að gerast óhindrað, hvorki hjá þjóðgarðinum né hjá Skógræktinni. Af því að ein­ mitt á þessum stað, í þjóðgarðinum, er í sjálfu sér eðlilegt að halda svolítið upp á birkikjarrið.“ Eðlileg framtíðarstefna sé því sú að útlensku trén hverfi á endanum úr þjóðgarðinum. „Smám saman verða útlensku trén fjarlægð þegar eðlilegt þykir; grisjuð eðlilega, felld þegar þau eru komin á aldur og ekki leyft að breiðast út,“ segir skógræktarstjór­ inn. gar@frettabladid.is Ef við gerum ekkert þá munu þessi tré sá sér og breiðast út. Þau munu vaxa upp úr birkikjarrinu og koma í staðinn fyrir það. Það er ekki vilji núna til þess að það fái að gerast óhindrað. Þröstur Eysteins- son skógræktar- stjóri lögrEglumál Rannsókn lögreglu á meintum auðgunarbrotum fyrr­ verandi verslunarstjóra Bónuss í Vestmannaeyjum stendur enn yfir og liggur ekki fyrir hvenær henni lýkur. DV greindi frá því í lok mars síð­ astliðins að mál starfsmannsins hefði verið kært til lögreglu og hermdu heimildir að grunur léki á fjárdrætti. Rannsókn málsins var þá á algjöru frumstigi og stendur enn yfir sam­ kvæmt upplýsingum frá rannsóknar­ deild lögreglunnar í Vestmanna­ eyjum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, staðfesti við DV að viðkomandi starfsmanni hefði verið sagt upp. Ekki liggur fyrir hversu háar fjár­ hæðir um er að ræða í málinu né hversu lengi hin meintu brot eiga að hafa staðið. – smj Fjárdráttur í Eyjum enn til rannsóknar Meint auðgunarbrot starfsmanns Bónuss í Eyjum er enn til rannsóknar. MyNd/óskar FriðrikssoN kVikmyndir Heimildarmyndin Out of Thin Air verður frumsýnd í Bíói Paradís í kvöld. Myndin fjallar um rannsókn Guðmundar­ og Geirfinnsmála og er framleidd af Sagafilm og breska fyrirtækinu Mosaic Films fyrir RÚV, BBC og Netflix. Leikstjóri myndar­ innar er Dylan Wowitt. „Þetta virðist hafa fengið mjög á fólk og andrúmsloftið var tilfinn­ ingaþrungið,“ segir Erla Bolladóttir, sem sat fyrir svörum eftir frumsýn­ ingu myndarinnar í London fyrr í sumar. „Ég fékk meðal annars spurningar um hvernig ég hefði farið að því að vera ‚ókei‘ eftir þetta allt og hvort eitthvað þessu líkt hafi gerst aftur. Ég varð hrygg að þurfa að svara því að það eru enn aðferðir í gangi óþægilega svipaðar þessu,“ segir Erla og bætir við til skýringar að enn í dag sé of mikil áhersla lögð á að ná fram játningum við rannsóknir í sakamálum án þess að gera allt sem hægt er til að rannsaka eftir öðrum leiðum líka. Out of Thin Air var frumsýnd fyrst á kvikmyndahátíð í Toronto síðastliðið vor. Eftir það fór hún víða um heiminn. Meðal annars á heimildarmyndahátíð í Sheffield. Þá hefur myndin einnig verið í sýn­ ingum í London í sumar, sem fyrr segir. – aá Erla segir of mikla áherslu lagða á játningar Erla Bolladóttir. FréttaBlaðið/ErNir 11,5 milljónir króna er upphæð sektarinnar sem Borgun greiðir. 1 0 . á g ú s t 2 0 1 7 f i m m t u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 0 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 1 -B A F 0 1 D 7 1 -B 9 B 4 1 D 7 1 -B 8 7 8 1 D 7 1 -B 7 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.