Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2017, Side 52
STYTTIST Í VEISLUNA EUROVISION 2017 Elín fyllist mikilli gleði ár hvert þegar Eurovision-keppnir fara í gang víðs vegar um Evrópu, enda mikill Eurovision-aðdáandi og fer ekki leynt með áhuga sinn á keppninni. Spennan magnast allt þar til dagur lokakeppninnar fer fram. Hér spáir Elín í framlögin í ár og líklega sigurvegara.** Pólitíkin er alltaf fyrir hendi Það hefur sjaldan verið meiri spenna eða meiri pólitík í aðdraganda Eurovision en nú í ár. Í fyrra var það hin glæsilega Jamala frá Úkraínu sem bar sigur úr býtum með laginu 1944 sem fjallar auðvitað um brottflutn- ing Rússa á Töturum frá Krímskaga undir lok síðari heimsstyrjaldar. Það bjuggust raunar fáir við því að Jamala myndi sigra því í aðdraganda keppninnar höfðu augu flestra Eurovision-spámanna og veðbanka beinst að rússneska „vélmenninu“ Sergey Lazarev. Hann mætti með þrusuflottan Eurovision-slagara, full- komna raddbeitingu og flutning, allar tæknibrellurnar. Það mun seint líða áhorfendum úr minni þegar sviðið fór á hlið og Sergey fór að snúast í hringi í loftinu. Þetta voru sjónhverfingar á einhverju nýju stigi sem höfðu ekki sést áður í Eurovision. Það var því áfall fyrir Rússa að tapa og hvað þá að tapa fyrir hinu mjög svo pólitíska framlagi Úkraínu. Evrópa sameinast um að hafa gaman Sagan hefur þó kennt okkur að þegar kemur loksins að keppninni og undanriðlarnir hefjast, hvað þá þegar lokakvöldið hefst, þá sameinast Evrópa nokkurn veginn öll í því að hafa gaman. Þetta er nú einu sinni þegar öllu er á botninn hvolft svo strangheiðarlegt stuð! Þetta er algjör veisla. Langflestir finna sér partí, meira að segja mestu sófakartöfl- ur klæða sig í buxur og fara út meðal fólks. Gestgjafar Eurovision- partía um alla Evrópu láta verkin tala í snakk- og nammiganginum í mat- vöruversluninni og það er gósentíð hjá pítsu- og hamborgarasölumönnum. Það er stemning og gleði í loftinu. Og svo loks- ins, loksins koma orðin sem við höfum öll beðið eftir: „GOOD EVENING EUROPE.“ Framlögin í ár og líklegir sigurvegarar Nú er ég búin að kynna mér ágætlega framlög keppninnar í ár og það er ýmislegt mjög gómsætt á boðstólum. Miðað við fyrstu spár þá er í raun lagt upp með að sigurinn sé nánast í hendi hjá ítalska sjarmatröllinu Francesco Gabbani. Hann flytur lagið Occidentalis Karma en titill lagsins íslenskast nokkurn veginn sem Vestrænt karma. Þó að lagið sé í grunninn bara brjálæðislega „næs“ popplag þá er það líka heimspeki- legur heilabrjótur. Lagið er eins konar háðsdeila á það hvernig Vesturlandabúar hafa tekið upp einhverja skrítna útgáfu af aust- urlenskri speki. Francesco hefur í viðtölum bent sem dæmi á að Vesturlandabúar stundi jóga til að auka núvitund en geti þó ekki farið í tímann ef þeir eru ekki í dálítið töff og viðeigandi jógaklæðnaði. Textinn er blanda af þessari ádeilu og tilvísunum til Nakta apans eftir Desmond Morris sem fjallar um þróun mannsins og apa og samanburð á þess- um dýrategundum. Sögur herma að Desmond Morris sé sjálfur að- dáandi lagsins og sérstaklega textans sem honum á að þykja sérlega fágaður og hann á að hafa sent Francesco vini sínum áritað eintak af bók- inni Nakta apan- um. Þetta er líklega rannsókn- arefni fyrir lengra komna og forfallna Eurovision-aðdáendur en líklega munu flestir láta sér nægja að heyra þetta frábæra lag og dilla sér með laufléttum dansi sem fylgir með, saminn af Francesco sjálfum. Síðan á auðvitað ekki eftir að skemma fyrir ef að górillan sem var með Francesco á sviðinu á Ítalíu og í myndbandinu fylgir honum á sviðið í Kænugarði. En þrátt fyrir að Francesco sé verulega sigurstranglegur eru nokkur lönd sem gætu veitt honum harða keppni og hver veit nema eitthvert þeirra komi að óvart og „steli“ sigrinum. Búlgarska laginu, Beautiful Mess, er einnig spáð góðu gengi og er í öðru sæti hjá veðbönkum. Þetta er falleg, frekar róleg popp- ballaða um ungan mann sem hefur engu að tapa, en er með ósnertanlega ást. Allt gott og blessað en ég held persónu- lega að Francesco þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu framlagi nema auðvitað öll „rússa- atkvæðin“ renni til Búlgaríu. Ef ég væri Francesco þá væri ég frekar að stressa mig á hinni djúprödd- uðu Blanche frá Belgíu og sjóðheita Svíanum Robin Bengtsson. Elli Delvaux betur þekkt sem Blanche mætir með lagið City Lights sem er dálítið sérstakt lag og það er erfitt að finna heppilegan saman- burð. Það er óhætt að segja að á Eurovision-mælikvarða er þetta svona frekar töff framlag. Það leyn- ist ágætis taktur þarna fyrir aftan djúpa rödd Blanche og það er vel hægt að dansa við þetta. Hættan er sú að Blanche er frekar líflaus flytjandi. Til þess að hún geti unnið Francesco þarf annað tveggja að gerast: Blanche þarf að finna einhvern vísi að sjarma og spönki eða Belgar þurfa að lyfta grettistaki og búa til sjónrænt listaverk til að vinna upp á móti lágu orkustigi Blanche. Í tilviki Robin Bentsson vantar hins vegar ekki neina orku. Þar er hátt orkustig. Mjög hátt og nóg af testósteróni. Karlkyns módel/ dansarar sameinast í hlaupabrettar- útínu sem þeir framkvæma án þess að það komi hrukka á jakkafötin. Þeir eru bara tilbúnir, ætla að vinna Eurovision og svo bara beina leið á kontórinn að skrifa undir pappíra og græja alla dílana. Þetta er sannar- lega eitthvað. Dálítið vélrænt og á köflum hræðileg klisja. Því verður þó ekki neitað að lagið, með þessum ofur hallærislega texta „I can't go on when you look this freakin' beauti- ful“ er brjálæðislega grípandi og ég er ósjálfrátt búin að gera ok-merki með fingrunum nokkrum sinnum á síðustu vikum (langt umfram meðaltal). Þetta eru lögin sem hefur verið talað mjög mikið um síð- ustu vikur en það eru mörg önnur frábær lög. Ég er til dæmis mjög hrifin af Áströlum, Danmörku, Ungverjalandi, Serbíu, Portúgal, Aserbaídsjan og Makedóníu svo nokkur séu nefnd. Síðan ætla ég bara að gangast við því að fíla líka Tékkland þótt mér finnist ólíklegt að það séu fleiri sem hafi kjark til að viðurkenna slíkt hið sama. Núna styttist óðum í að veislan hefjist. Það er því ekki seinna vænna en fara að hlusta á lögin, móta sér skoðun og vera vel undir- búin þegar veðbankarnir á heimil- inu, í skólanum eða vinnustaðnum opna. Gleðilega Eurovision-hátíð! Elín (28) spáir í Eurovision: EKKI APALEGT Þrátt fyrir apagang á sviði þá þykir Ítalía vera með sigurstrang- legasta framlagið í ár. BORGARBRAGUR Borgarljósin skína skært hjá Belgum í ár, en lagið er talið eitt af þeim bestu í ár. GOTT MOTTÓ Yfirskrift keppn- innar í ár er Fögnum fjölbreytninni. SIGRAR SÆNSKA SJARMATRÖLLIÐ? Svíar eru ein sigursælasta þjóð keppninnar og tefla jafnan fram sigurstranglegum lögum, Robin er engin undantekning frá þeirri reglu. KEMST BÚLGARÍA ÁFRAM? Búlgaría hefur sjaldnast komist áfram úr undankeppninni, en hinn 17 ára gamli Kristian gæti breytt því í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.