Morgunblaðið - 04.02.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.2017, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2017 Lætur illa að stjórn Góð regnhlíf hefur verið þarfaþing í höfuðborginni og víðar á landinu síðustu vikur en stundum hefur verið erfitt að hafa stjórn á þessu gagnlega tóli í hvassviðrinu. Eggert Áður fyrr var mjög algengt að eldra fólk notaði strætisvagna. Þar á ég einkum við 70 ára fólk og eldra. Núna sést þetta fólk varla. Þegar ég spyr fólk á þessum aldri þá svarar það: Nú, ég fer á bílnum. Einnig koma svör í þá veru að það sé svo dýrt, kostar reyndar bara 210 krónur farið fyrir 70+ fólkið. Nú, þá segi ég, kaupið bara miða, þá fer verð- ið niður í 130 krónur ferðin. Svör- in eru þá: Hvar í ósköpunum á ég að kaupa miða? Á heimasíðu Strætó segir að mögulegt sé fyrir mann að kaupa miða á netinu og fá þá senda í ábyrgðapósti. Þá bætast 1050 krónur við. Þannig að hver miði kostar þá 183 krónur miðað við 20 miða kort. Fyrir venjulegt fólk kostar farið fyrir heimsenda miða 468 krónur eða 28 krónum meira en ef það kaupir miðana í Mjódd. Samkvæmt heimasíðu Strætó eru fjölmargir sölustaðir á höf- uðborgarsvæðinu, svo sem flestar sundlaugar (ekki Sundhöll Reykjavíkur) og fjölmargar 10-11 búðir. Fyrir fólk, bæði Íslendinga og útlendinga sem kemur með flugi að utan og kemur í umferða- miðstöðina (BSÍ), er ekki möguleiki á að kaupa miða í strætó. Hins vegar fást eins eða þriggja daga dagspassar á BSÍ hjá Upplýsingamiðstöð Iceland Travel Ass- istance. Þetta er ætl- að útlendingum. Þeir geta reyndar líka borgað hverja ferð með peningum. Hvers vegna er ekki hægt að kaupa strætómiða á BSÍ? Það eru bið- stöðvar rétt hjá. Hvað með flug- stöðina á Reykjavíkurflugvelli? Þangað gengur einn strætisvagn, nr. 15, sem stoppar reyndar að- eins frá byggingunni. Í Flugstöð innanlandsflugs er enga strætó- miða að fá né heldur dagspassa. Reyndar er ekki góður kostur fyrir venjulegt fólk að kaupa dagspassa sem kostar 1.560 krón- ur. Það er einfaldlega of dýrt miðað við fólk sem fer tvær ferðir á dag. Þeir sem eru með snjallsíma geta keypt strætóferð í gegnum strætóappið, en það kostar reynd- ar ansi mikið, eða 440 krónur fyr- ir 18-69 ára og 210 fyrir eldri borgara. Þetta er sama verð og ef borgað er með peningum. Segja má að sæmilegt sé að nálgast miða á höfuðborgarsvæð- inu ef maður bara veit hvar. Það nota ekki allir borgarar tölvu eða internet. Enn betra væri ef settir yrðu upp sjálfsalar í miðbæ Reykjavíkur og ýmsum öðrum stöðum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu þar sem kaupa mætti strætó- miða svipað og tíðkast í sambandi við lestarferðir t.d. í Danmörku. Flugstöðin og BSÍ ættu að hafa tengingu við Strætisvagnakerfið á höfuðborgarsvæðinu og selja strætómiða. Miklu fleiri færu með strætó ef fyrirtækið auglýsti betur hvar er hægt að nálgast miða. Strætó vill gjarnan að fyrirtæki kaupi sam- göngukort fyrir sitt starfsfólk. Það kostar heilmikið, eða krónur 61 þúsund á ári. Þetta eru heil- miklir peningar því margir sem nota strætó nota líka reiðhjól og bíl endrum og eins, þannig að notkunin þyrfti að vera nær dag- leg til að þetta borgaði sig fyrir neytandann. Best væri ef Strætó væri ókeypis eins og á Akureyri. Eftir Unni Skúladóttur »Eldra fólk sést varla lengur í Strætó. Finnst miðakaup of flókin. Strætómiðar fást ekki í miðstöð innan- landsflugs í Reykjavík né heldur á BSÍ. Unnur Skúladóttir Höfundur er fiskifræðingur. Strætó og við Brýna nauðsyn ber til þess að Alþingi stofni þegar í stað embætti umboðsmanns eldri borgara. Til þess liggja margar ástæður. Í fyrsta lagi er aðbúnaði og umönnun aldraðra í mörgu ábótavant hér á landi, enda þótt víða sé vel unnið og af fag- mennsku. Í öðru lagi segir umönnun aldraðra mikið um menningarástand þjóðar á sama hátt og umönnun barna. Í þriðja lagi hafa þeir sem nú eru aldraðir skapað vel- ferðarríkið Ísland, sem er meðal fremstu velferðarríkja heims, en fyrir 200 árum var Ísland eitt fátækasta land í Evrópu. Í fjórða lagi þarf með þessu að skapa virðingu fyrir eldra fólki, virðingu sem byggð er á skiln- ingi, en víða skortir mjög þennan skilning. Samtök eldri borgara í Danmörku, Ældre Sagen, hefur gert kröfu um að stofnað verði embætti umboðsmanns eldri borgara og bent á umboðsmann barna þar í landi. Svipað er uppi á teningnum hjá norsku samtökum eldri borgara, Seniorsaken, sem stofnuð voru með það að markmiði að vinna gegn mismunun og fordómum sem eldri borgarar verða fyrir þar í landi, eldrediskriminering, og neikvæðri afstöðu til elda fólks. Auk þess leggja samtökin mikla áherslu á að tryggja góða heilsuþjónustu fyrir eldri borgara, þar sem borin er tilhlýðileg virðing fyrir gömlu fólki, en á það skorti víða í Noregi. Enn fremur leggja sam- tökin áherslu á að reist- ar verði hentugar íbúðir fyrir aldr- aða, en 60% aldraðra í Noregi vilja búa í íbúðasamstæðum fyrir aldrað fólk með svipuðu sniði og Grund er að reisa í Mörkinni við Suðurlandsbraut í Reykjavík með þarfir aldraðra að leiðarljósi. Eftir Tryggva Gíslason » Brýna nauðsyn ber til þess að stofna embætti umboðsmanns eldri borgara strax og skapa virðingu fyrir eldra fólki sem byggð er á skilningi. Tryggvi Gíslason Höfundur er fyrrverandi skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri. Umboðsmaður eldri borgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.