Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 28.05.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 28.05.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Barnablaðið skellti sér í sveitaferð með krökkunum á leikskólanum Hlaðhömrum. Ferðinni var heitið á Hraðastaði í Mosfells- dal þar sem starfræktur er húsdýragarður á sumrin. Systurnar Linda og Sara hafa séð um rekstur húsdýragarðsins síðustu sumur með dyggri aðstoð foreldra sinna. Lagt er upp með heimilislegt andrúmsloft þar sem börnin kynnast dýrunum og því hvernig lífið er á íslenskum bóndabæ. Hraðastaðir eru vinsæll viðkomustaðu leikskólabarna á vorin, en á sumrin er opið fyrir almenning kl. 11-17. Fyrir krakka sem vilja upplifa lífið í sveitinni er boðið upp á námskeiðið Sveitasæla. Um er að ræða vikunámskeið þar sem börnunum er kennt að umgang- ast dýrin og fóðra þau. Farið er á hestbak, í leiki og göngutúra og endað með grill- veislu. Hægt er að finna nánari upplýs- ingar á Facebook-síðu Húsdýragarðsins á Hraðastöðum. Leikskólabörn á Hlaðhömrum í sveitaferð FYLGDUST MEÐ SAUÐBURÐI Á HRAÐASTÖÐUM Burður í beinni. Allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Gaman að fá að halda á kanínunum. Logi og lambið. Viktor Örn í góðum félagsskap. Selma Eiríka prófar traktorinn. Hestarnir á Hraðastöðum taka börnunum fagnandi.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.