Skátablaðið Faxi - 01.12.1994, Síða 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.1994, Síða 4
4 SKÁTABLAÐIÐ Skátastykkið í Ofanleitislandi.. Markmiö skátahreyfingarinnar er aö þroska börn og ungt fólk til aö vera sjálfstæöir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þessum markmiðum hyggst skátahreyfingin m.a. ná meö: I. Útilífi til aó efla líkamsþrek og vekja áhuga á náttúrunni og löngun til aö vernda hana II. Viöfangsefni af ýmsu tagi til aö kenna skátunum ýmis nytsöm störf. sjálfum þeim og öörum til heilla Til þess aö geta haldið úti öflugu útivistar- og þjálfunarstarfi þurfa skátar aö hafa aögang aö landi og skálurm þar sem þeir geta veriö óáreittir viö störf sín. Flest öll skátafélög landsins eiga slíka aöstööu og sum þeirra mjög myndarlega aöstööu. Fyrir gos haföi Skátafélagið eigiö svæöi vestur í hrauni til umráöa, þar sem útivistarstarf félagsins fór fram. Svæöi þetta var kaffært í vikri og síðar voru byggö hús á svæðinu, án þess aö skátar hafi fengið nokkrar bætur fyrir. Á 50 ára afmæli Skátafélagsins Faxa lofaöi Bæjarstjórn Vcstmannaeyja félaginu aö hún myndi útvega félaginu svæöi í stað Skátastykkisins. Fyrir stuttu samþykkti Bæjarstjórn Vestmannaeyja aö Skátafélagið Faxi fengi sitt cigiö ''Skátastykki’', sem er u.þ.b. 4 ha land suöur á Eyju, til útivistar. Þar mun sumar- og útivistarstarf félagsins fara fram á næstu árurn. Svæöi þetta cr staðsett í landi Ofanleitis, austur af Eystra- Þor- laugargerði, í krikanum suðvestur af krossi flugvallarins. Á svæöinu hafa margir Vestmanna- evingar haft garðlönd. þar sem þeir hafa ræktað kartöflur. rófur og annað græn- meti. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur lofað að gera þeim. sem enn hafa garöa á þessu svæði. viðvart um framkvæmda- áforrn Skátafélagsins og hjálpa þ\ í meö aö útvega sambærilega aöstööu fyrir utan Skátastykkiö. Þaö er von félagsins aö þessi röskun valdi fólki ckki óþægindum. Þegar hefur verið geró tillaga aö skipulagi svæðisins en þar á í fram- tíðinni að vera tjaldsvæöi. æfmgarsvæði. leiksvæöi, gróöursetningasvæöi, varö- eldalautir og svæöi fyrir skálabyggingar. Svæöiö er ákjósanlegt íyrir þcssa starf- semi og binda skáta í Vestmannaeyjum miklar vonir viö þaö og áforma aö heija framk\'æmdir á því sem allra fyrst. Á svæðinu verður hægt aö hafa allt útivistarstarf félagsins og þar verður hægt aö halda meðalstór skátamót. þar sem skátar ofan af landi og erlendis frá geta heimsót skáta í Eyjum á alll aö 300 manna skátamót. miðað viö 1. áfanga og stækkanlegt upp í 400-500 þcgar svæöiö veröur fullbyggt.. I fyrsta áfanga er áformaö aö byggja um 60 m: útileguskála og um .30 m: áhalda- og verkstæöishús. Hús þessi eru timburhús á einni hæð. meö s\'efnlofti yfir hluta af úli- leguskálanum. Samk\ æmt upplýsingum frá öðrum skátafélögum. hafa sveitarsjóðir tekiö myndarlcga þátt í framkvæmdakostnaöi slíkra mannvirkja. Þá er ennfremur fordæmi fyrir þ\í hér í Vestmannaeyjum, aö Bæjarsjóóur taki þátt í slíkum framk\æmdum mcð framlagi sem nemur allt allt aö 80 % af framkvæmdakostnaði. Vest- mannaeyjabær hefur þegar veriö sent erindi unr styrk og þaö er von okkar aö vcl \ eröi tekiö í þessar hugmyndir og Skátafélagið fái slvrk til framk\æmdanna. Þá er það mikilvægt aö eldri skátar og foreldrar aöstoöi félagiö til þess aö hrinda þessu mikla áhugamáli í framk\'æmd og rekstur. Páll Zóphóníasson félagsforingi Ágúst Bjarnason formaóur undirbúningsnefndar

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.