Skátablaðið Faxi - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Skátablaðið Faxi - 01.12.1994, Blaðsíða 6
6 SKÁTABLAÐIÐ Lýðveldismót 22.-26. júní ‘94 Miðvikudaginn 22 júni héldu nokkrir galvaskir skátar á lýðveldismót skáta á Úlfljótsvatni. A leiðinni til Úlfljótsvatns var staldrað við í K.A. á Selfossi þar sem allir birgðu sig upp af mat og öðrum nauðsynjum. Síðan héldum við sem leið lá til Úlfljótsvatns þar sem mætti okkur mikið heljarmenni Sigurður að nafni. Um kvöldið eftir að við höfum komið okkur fyrir og tjaldað var mótið sett og kom þá sjálfur Gunnar Eyjólfsson ríðandi á mótsstað. Eftir setninguna fórum við í kynningarleik og þar áttu allir að finna ættina sina enn þær voru margar á mótinu og voru kenndar við landnámsmenn til forna. A mótinu fórum við meðal annars í hæk sem var mjög lélegt og höfðu nokkrir úr hópnum farið í það áður. A mótinu kynntumst við fólki frá Bandarikjunum og reyndi það að kenna okkur rugby með mjög misjöfnum árangri. Einnig reyndu sumir við hafnabolta og gekk það svona upp og ofan Svo héldum við í þrauta og metaland og slógum þar met sem við erum mjög stolt af en það voru “stigvélakast” og “troða húfu á staur” meðal keppnisgreina, og erum við sérlega stolt af stígvélakastinu. Gleðileg Jól cg farsælt komandi ár

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.