Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1999, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.1999, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1999 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Febrúar Tíðarfarið í mánuðinum var umhleypingasamt, sérstaklega síðari hlutann þegar hver lægðin af annarri gekk yfir landið. í byrjun mánaðarins var hlýtt víðast um landið og var sá 1. hlýjasti dagur mánaðarins víða. Mestur hiti mánaðarins 15°C mældist þ. 1. á Sauðanesvita. Dagana 1.- 4. var lágþrýstisvæði norður af landinu og nokkrar smálægðir gengu norðaustur yfir landið. Þ.2 var hvassviðri víða um land og um tíma var aftakaveður á fjallvegum austanlands. Suðlægar áttir voru ríkjandi, gola eða kaldi norðanlands og austan, en hvassara sunnanlands og vestan. Talsverð úrkoma varð víða um land. Háþrýstisvæði færðist yfir landið síðla þ. 4. og gætti áhrifa þess fram til þ. 10., óslitið, nema að smálægð gekk upp að vestanverðu landinu þ. 7. og fylgdi éljaveður suðvestanlands. Dagana 4. - 9. var hiti undir frostmarki um allt land, hægviðri eða norðlægar áttir og stöku él við norðausturströndina en bjart sunnan til. Þ. 10. nálgaðist lágþrýstisvæði landið úr suðvestri. Suðvestanlands snerist vindur til sunnanáttar og fór hiti víðast yfir frostmark. Súld var suðvestanlands en austan- og norðaustanlands var frost og bjartviðri. Hver lægðin af annarri gekk norðaustur yfir landið dagana 11,- 14. Þessa daga voru suðvestlægar áttir ríkandi víðast hvar og hiti var yfir frostmarki. Súld var áfram vestan- og suðvestanlands þ. 11 og skúrir þ. 12. Úrkomusvæði gengu yfir landið snemma þ. 13., en síðar um daginn kólnaði og voru él suðvestanlands en bjart norðaustanlands. Úrkomusvæði færði sig upp að landinu suðvestanverðu snemma þ. 14. og var snjókoma víða um land. f kjölfar þessarra lægða var norðanstrekkingur og skúrir eða él víðast hvar um landið þ. 15. Stutt hlé varð á lægðaganginum þ. 16. Háþrýstisvæði færðist yfir landið og gætti áhrifa þess fram eftir degi þ. 17. Hægviðri og norðlægar áttir voru og hiti undir frostmarki. Dagamir 16,-17. vom köldustu dagar mánaðarins og lægsti hiti mánaðarins -22.8°C mældist í Reykjahlíð þ. 17. Víðáttumikil lægð kom upp að landinu suðvestanverðu þ. 17 og færði úrkomusvæði sig inn á landið þegar leið á daginn og snjókoma varð um allt land síðla dags. Áhrifa þessarar lægðar gætti enn þ. 18 með snjókomu á Norður- og Austurlandi, en slyddu og rigningu á Suðurlandi. í kjölfar lægðarinnar snerist vindur víða um land í norðan- og norðvestan kalda dagana 19,- 21. Þ. 19. var hvasst víða um land, snjókoma norðanlands og austan, en él á stöku stað sunnanlands og vestan. Þ. 22. færðist háþrýstisvæði yfir landið og fylgdi því bjartviðri víðast hvar, hægviðri og breytileg átt um vestanvert landið, en norðan kaldi og stinningskaldi austan og norðaustan til. Djúp lægð kom upp að landinu suðvestanverðu þ. 23. Úrkomusvæði gekk inn á landið, vindur jókst og snerist til austan- og suðaustanáttar, í fyrstu á Suðvesturlandi en um allt landið þegar líða tók á daginn. Hvassviðri var á Vestur- og Suðvesturlandi, en hægara annarsstaðar. Næstu daga gekk lægðarmiðja norðaustur yfir landið, en áhrifa kyrrstæðrar lægðar skammt vestur af iandinu gætti til mánaðarloka. Úkoma var víðast á landinu þ. 24. - 25. og hiti víðast yfir frostmarki. Allhvöss suðvestanátt var sunnan og austantil, en sunnan gola eða kaldi norðan- og vestanlands.Síðla þ. 25 dró úr úrkomu og vindi og voru suðlægar áttir ríkandi. Þ. 26. var hiti undir frostmarki og úrkomulítið víðast. Lægðin gekk svo suður af landinu þ. 27. og snerist vindur í norðan og austan kul víða. Vægt frost var á láglendi. Þ. 28 var éljagangur norðan- og austanlands en annarsstaðar bjartviðri, hæg norðan og norðaustan átt, vægt frost sunnanlands, en hiti yfir frostmarki norðan til á landinu. Loftvægi var 9.1mb undir meðaltalinu 1931-1960 frá 11.4 mb undir því á Rfh í 6.6 mb undir því á Kbkl. Hæst stóð loftvog 1027.6 mb á Bol. þ.6 kl. 21 en lægst 957.4 þ. 26 kl. 9 á Sth. Vindáttir milli suðvesturs og norðurs voru tíðastar, og var norðvestanáttin tíðust. Austlægar áttir voru sjaldgæfari en venja er til, og voru norðaustan- og austanáttir sjaldgæfastar. Veðurhæð náði 12 vindstigum í Mnbk. þ. 19. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.