Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.2002, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.2002, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 2002 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Febrúar Tíðarfarið í mánuðinum var fremur skakviðrasamt og kalt. Engu að síður hélst færð allgóð lengst af og þótti mánuðurinn nokkuð snjóléttur annars staðar en á Norðurlandi. Fyrsta dag mánaðarins var mjög djúp og víðáttumikil lægð suður af landinu og víða stormur af austri eða norðaustri. Nokkuð rigndi suðaustan- og austanlands, en á Vestíjörðum og vestantil á Norðurlandi var ofanhríð. Aðfaranótt þ.2. var lægðin um 930 mb djúp suður af Honiafirði og allan þann daginn var norðaustan stormur á landinu og sums staðar ofsaveður með rigningu og slyddu norðaustan- og austanlands, en snjókomu norðvestantil á landinu. Mikill hitamunur var á landinu, talsvert frost á Vestfjörðum, en hiti allt að 6 stigum yfír meðaltali suðaustanlands. Þ.3. var lægðin enn skammt austur af landinu, og var þá farin að grynnast mikið. Enn var norðaustanátt með éljagangi norðantil og víða slydda eða rigning sunnan- og suðaustanlands. Aðafaranótt þ.4. frysti um land allt með hægum norðanvindi og smáéljum norðanlands og á Vestijörðum og allra syðst snjóaði um tíma. Siðdegis þ.5. barst siðan smálægð inn yfír suðvestanvert landið, og snjóaði þar um tíma. Aðgerðarlítið veður með norðlægri vindátt var síðan fram á þ.7., en þann dag og þann næsta voru lægðir á leið til austurs fyrir sunnan land með ákveðinni austan- og norðaustanátt með éljagangi norðantil, en syðra var yfirleitt léttskýjað. Að kvöldi þ.8 og þ. 9. snerist vindur til norðanáttar, víða hvessti, en dró heldur úr vindi næsta dag. Éljagangur eða snjókoma var þessa daga um landið norðan- og austanvert fram á þ.ll. en bjartviðri syðra. Þ.12. var hæðarhryggur yfir landinu og létti þá til um nánast allt land. Dagana 3. - 12. var samfellt frost um land allt og hitinn 1 til 5 stigum undir meðallagi árstímans, einna kaldast þ.7. Aðfaranótt þ. 13. nálguðust hitaskil landið frá djúpri lægð á Grænlandshafi. Um landið suðvestanvert hvessti af suðaustri, með siyddu og rigningu. Um morguninn snerist vindur til sunnanáttar og hlánaði þá um land allt. Víða var stormur á undan kuldaskilum sem fóru austuryfir landið um kvöldið með rigningu um land alit. Þ. 14. var lægðin kontin norður fyrir land og útsynningur rikjandi með snörpum éljum vestantil á landinu, en eystra létti til. Víða var stormur um landið norðanvert. Ný lægð var í uppsiglingu á Grænlandshafi þ. 15. Hitaskil fóru yfír landið um morgunin með slyddu og rigningu um mikinn hluta landsins um leið og það hlýnaði. Dagamir 13. og 15. voruhlýjustudagarmánaðarins aðtiltöluog varhitinn um 5 stigum ofan meðallags. Að kvöldi þ. 15 kólnaði samfara þvi að kuldaskil fóru hratt vestur yfir landið og í kjölfar þeirra snerist vindur til suðvestanáttar með éljum suðvestan- og vestanlands, en norðaustantil létti til. Að kvöldi þ. 16. nálgaðist lægð úr suðvestri og snjóaði nokkuð um tíma vestanlands. Þ. 17. var lægðin yfir Norðurlandi og snerist vindur til norðurs og um leið kólnaði um land allt. Um landið norðanvert gekk á með éljum þ. 18. en sunnan- og suðvestanlands létti til. Vaxandi lægð fór til austurs skammt fyrir sunnan land þ. 19. Hvessti þá af austri með suðurströndinni og þar snjóaði um tíma. 1 kjölfar lægðarinnar myndaðist smálægð fyrir vestan land þ.20. og snjóaði nokkuð víða um land á leið hennar austur yfir landið. Að kvöldi þ.20 var vaxandi lægð á Grænlandshafi. Hitaskil hennar komu úr suðri og snjóaði nokkuð víða um land um leið og lægðin barst til austurs yfir landið. I kjölfar hennar hvessti þ.21. af norðaustri á Vestfjörðum og siðar Norðurlandi með ofankomu og skafrenningi og daginn eftir var norðan og norðaustanátt um land allt, víða stormur, hríðar\'eður norðan- og austanlands, en dimmur skafrenningur syðra. Þ. 22. dró mikið úr veðurhæðinni og létti þá til sunnan- og vestantil á Iandinu um leið og það herti á frostinu. A tímabilinu 16. - 22. var hitistigið 1 til 6 stigum undir meðallagi árstímans, einna kaldast þ. 19 og þ.22. Dagana 23. - 27. var hæð yfir Grænlandi og lægðir fóru til austurs fyrir sunnan landið. Norðan og norðaustanáttir voru ríkjandi með éljum, einkum við norðausturströndina, en bjartviðri víðast annars staðar. 25. og 26. hvessti af austri með suðurstöndinni. Nokkurt frost var þessa daga um land allt. Kaldast var 23. og 24., en þá var hitinn um 10 stigum undir meðaltali mánaðarins. Voru það jafhffamt köldustu dagar mánaðarins. Síðasta dag mánaðarins þ.28. var hæðarhryggur yfir landinu, léttskýjað og áfram talsvert frost um land allt. Loftvægi var 11,0 hPa undir meðallagi áranna 1931-1960 ffá 12,9 hPa á Kbkl að 8,0 í Bol. Hæst stóð loftvog á Hvrv þ. 28. kl. 24, 1021,7 hPa, en lægst 942,4 hPa á Anes þ.2. kl. 06. Vindáttir: Norðlægar vindáttir voru tíðastar í mánuðinum og var norðaustanáttin tíðust, en suðaustan- og sunnanáttir voru fátíðari en í meðaláiri miðað við 1971-1980. Veðurhæð náði 12 vindstigum þ.l á Blfl (35 m/s) og í Vm (33 m/s), þ.2 á Hlh, þ. 14 á Snd, í Vm þ. 19 (39 m/s), í Æðey (34 m/s) og á Sdnv (33 m/s) þ. 22. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.