Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.2004, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.2004, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 2004 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Mars Tíðarfar var fremur hlýtt og vætusamt stóran hluta mánaðarins, en því olli sterk hæð yfir Skandinavíu sem stýrði lægðunum á milli íslands og Grænlands. Sólskin var aðeins undir meðallagi, en hiti 3.5 til 5 gráðum yfír meðallagi, hæst á Norðurlandi, en þar var úrkoma helmingur þess sem búast má við á móti tvöfaldri úrkomu víða sunnan- og vestantil. Fyrstu fjóra dagana voru suðlægar áttir og vætusamt sunnan- og vestantil á landinu. Þessu olli lægð suðvestur undan sem fór siðan norður á milli íslands og Grænlands. Fremur hlýtt og þuiTt var á Norðaustur- og Austurlandi. Þ.5. snerist til tímabundinnar norðvestanáttar þar sem lægðin var þá norðaustur af landinu og fjarlægðist. É1 voru norðantil, en víða bjart syðra. Hæðarhryggur var yfír landinu þ.6. með blíðskaparveðri víðast hvar, en um kvöldið nálgaðist á ný, lægð úr suðvestri. Fram til þ.l 1. var suðaustanátt með vætu sunnan- og vestantil mjög áberandi, en þurrt og gott veður varlengst af norðaustan- og austanlands. Þ.l 1.-13. varnærri kyrrstæð lægð skammt suðvestur af Reykjanesi, sem olli því að vindáttin var austlægari en dagana á undan og var úrkoman einkum bundin við sunnanvert landið. Þ. 14.-15. fór lægðin að mjaka sé til austurs fyrir sunnan landog var þá hæglætisveður á landinu, ef undan er skilin rigningin við austurströndina. Síðdegis þ. 16. var komin ný lægð austur af landinu og gekk þá i norðanátt með slydduéljum og kólnandi veðri, en víða var léttskýjað syðra. Að kvöldi þ. 17. lægði, en um nóttina nálgaðist lægð úr suðri með hvassri austanátt. Þ.18. var dálítil væta syðra, en snjókoma samfara skilunum, er þau fóru yfír norðanvert landið. Svipað veður var þ. 19., en él nyrðra og skúrir sunnantil. Þ.20. fór lægðin síðan til austurs fyrir sunnan land og snerist til norðaustanáttar með sjókomu fyrir norðan, en létti til um landið sunnanvert. Þetta veður hélst næstu tvo daga, en þó lægði og stytti upp norðvestantil þ.22. Þ.23. varhæð yfirlandinu með blíðskaparveðri, enlægð varkomin inná Grænlandssund og gætti áhrifa hennar síðdegis, er fór að rigna úr suðvestanátt. Þessi lægð fór allhratt til norðausturs og varð vindáttin vestlægari með skúrurn eftirþví sem á daginn leið. Að kvöldi þ.24. kom ný lægð inná sundið og aftur fór að rigna vestantil, en þurrt og bjart var áfram á austurhelmingi landsins. Þó rigndi dálítið á Norðurlandi um nóttina, er lægðin fór með skilin yfír landið. Næstu tvo daga var stíf vestanátt og slydduél, einkum vestantil, en að kvöldi þ.26. var éljagangurinn einkum bundinn við norðausturhomið. Síðdegis þ.27. var enn ein lægðin á Grænlandssundi og fóru skil hennar yfir aðfaranótt þ.28. og við tók ákveðin suðvestanátt með slydduéljum vestantil, en létti til eystra. Um kvöldið og nóttina lægði og stytti upp að mestu. Þ.29. fór lægðin að síga til suðausturs í átt að Reykjanesi og sendi ný skil yfír landið þ.30. Talsverð snjókoma fylgdi austanáttinni á undan hitaskilunum, en hægari sunnanátt með rigningu kom i kjölfarið. Kuldaskilin lögðust yfír vestanvert landið og lágu þar þ.31. Þetta varð til þess að sunnanáttin og hlýindin lágu austan skilana, en á meðan var slydda og mun svalara veður vestan þeirra. Loftvægi var 0.9 hPa ofan meðallags, frá 3.6 hPa undir i Bol, að 2,7 hPa yfír á Anes. Hæst stóð loftvog á Ak þ.23. kl.09, 1036.4 hPa, en lægst á Kvk þ.2. kl.21, 973.4 hPa. (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.