Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.2004, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.11.2004, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 2004 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Nóvember Nóvember var nokkuð umhleypingasamur. Oft voru tið skipti á veðri á milli daga og eins frá morgni til kvöids og hitasveiflur voru miklar. Hiti var yfir meðallagi, þrátt fyrir að mikið kuldakast hafi gert dagana 15. til 20. Frost í Reykjavík fór í 15,1 stig aðfaranótt 19. og er það lægsti hiti í Reykjavík í nóvember frá 1893, en þá mældist frostið 17,4 stig. Einnig mældist 19°C frost sömu nótt á Hjarðarlandi og í Stafholtsey og hefur aldrei áður mælst svo mikið frost þar í nóvember. Gosmökkur frá eldgosi í Grímsvötnum sást frá Mýri í Bárðardal þ.2. og ffá Akumesi, Kirkjubæjarklaustri og Snæbýli, en síðast sást til hans 22. nóvember. Gosaska féll víða á Norðausturlandi þ.3. og 4., en einnig á Fagurhólsmýri. Þ. 20. var fólki með öndunarfæraörðugleika ráðlagt að halda sig innadyra vegna loftmengunar í Reyjavík en þetta var í íyrsta sinn sem tilkynning þess efhis var send út frá Umhverfis- og heiibrigðisstofu Reykjavíkur. Fyrstu tvo daga mánaðarins var viðáttumikil lægð austur af Hvarfi og þokaðist hún norðaustur. Hitaskil frá henni fóru norðuryfir landið 5'rripart dags þ.l., en kuldaskil komu upp að vesturströndinni um kvöldið. Rigning og vindur uxu eftir þvi sem leið á daginn. Um kvöldið hófst gos í Grímsvötnum. Þ. 2. var fremur róleg suðlæg átt og úrkomulítið þegar leið á morguninn, en vindur varð austlægari með vaxandi rigningu síðdegis. Daginn eftir fór lægð norðaustur yftr land með rigningu, vindur snerist fyrst í stífa suðvestanátt, en um nóttina var komin allhvöss norðlæg átt, fyrst um vestanvert landið. Það kólnaði og snjóaði norðvestanlands, en létti til á Suðurlandi. Þ. 4. gekk norðanáttin niður og úrkomulítið var á landinu. Þ. 5. var hæðarhryggur yftr Austurlandi í fyrstu, en inn á Grænlandshaf kom vaxandi lægð. Skil frá henni nálguðust suðurströndina með austan stormi og rigningu og um kvöldið gengu skilin norður af landinu og það hlýnaði skarpt. Þ. 6. var lægðin á Grænlandssundi en samskil frá heimi fóru yfir land með suðlægri átt og vætu og var þetta hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Þ. 7. var hæðarhryggur yfir landinu og víða súld eða þoka. Daginn eftir kom ný lægð úr suðvesturátt, vindur óx af suðaustri með súld eða rigningu og um nóttina fór iægðin norðaustur yfir Suðausturland. Þá hvessti mjög af norðvestri um sunnan- og austanvert landið, það kólnaði og snjóaði á Norðurlandi. Þ. 9. var minnkandi norðanátt og slydduél á Austurlandi, en um kvöldið kom ný lægð inn á Grænlandshaf. Urn nóttina var hvöss suðlæg átt um allt land þegar skil gengu yfir landið. Þ. 10. og 11. var suðvestan- og vestanátt á landinu og skúrir, enkólnaðiog víða varðéljagangurogþrumurþegarleið áþ.l 1. Þ. 12. varvestlæg átt og léttskýjað á Austurlandi. Þ. 13. fór lægð norðaustur Grænlandssundið, tnndur varð suðlægur og rigning vestanlands um hádegi, en síðdegis var komin þar allhvöss suðvestanátt með skúrum. Á Austurlandi var vindur hægari og úrkomulitið. Þ.14. var áffam vestlægátt, víða hvassviðri oghaglél eða þrumur, en mn kvöldið og nóttina varð vindur norðlægari. Þ.15. gekk norðanáttin niður, en þ. 16. kom ný lægð úr suðvestri með vaxandi austanátt og snjókomu. Lægðin fór svo í austurátt með suðurströndinni aðfaranótt þ. 17. Þá varð allhvöss norðaustanátt með ofankomu og skafrenningi um allt land. Þ.17. voru él norðan- og austanlands, það létti til sunnanlands og kólnaði um leið og dró úr norðanáttinni. Þ. 18. og 19. var hæðarsvæði yfir landinu, stöku él við ströndina norðantil, en annars yfirleitt léttskýjað og voru þetta tveir köldustu sólarhringar mánaðarins að tiltölu, sérstaklega þó suðvestanlands. Næstu tvo daga dró hægt úr frosthörkum. Áfram var hæð yfir norðanverðu landinu en syðst á landinu var hvöss, en úrkomulítil austlæg átt, stöku él á Austfjörðum, en annars víða hægviðri og bjaitt'iðri. Að kvöldi þ. 22. komu skil upp að suðurströndinni, með vaxandi austanátt, hlýnandi veðri og slyddu en síðar rigningu. Þ. 23. var austanátt og rigning um allt land, en þ.24. var vindur norðaustanstæður og úrkomulitið á Norður- og Norðvesturlandi. Þ. 25. og 26. var lægð skammt suðvestur af Reykjanesi og víða vætusamt, nema norðvestanlands. Þ. 27. var hæðarhryggur yfir landinu, en um kvöldið kom lægð inn á Grænlandssund. Þá óx vindur af suðri með rigningu vestanlands og daginn eftir var hvassviðri og rigning um nær allt land. Siðdegis fóru skil ausmr yfir landið og þeim fýlgdi suðvestanátt með skúralofti. Þ. 29. var breytileg átt og víða skúrir eða él, en síðasta dag mánaðarins kólnaði með norðanstæðum vindi og éljum, en léttskýjað var sunnanlands. Loftvægi var 5.6 hPa vfir meðallagi áranna 1971-2000, ffá 4,5 hPa vfir í Bol, að 6,6 hPa yfir í Anes. Hæst stóð loftvog í 1033,6 hPa í Kvk þ. 18. kl.21 og í Sth þ.18.0 kl.24. Lægst var lofri'og á Skjl þ. 3. kl. 18, 980,3 hPa. Vindáttir: Norðanátt var umtalsvert fátíðari en að meðallagi áranna 1971-1980 og norðaustanátt talsvert fátíðari. Vestanátt var ívið tíðari en meðaltalið, en aðrar vindáttir voru nálægt meðallagi. Vindhraði náði 12 vindstigum þ. 14. í Bol (32.9 m/s) og þ.23. í Vm (34 m/s). (81)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.