Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.2004, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.2004, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 2004 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Desember Tíðarf'ar i desember var mjög umhleypingasamt. Nokkuð snarpan byl gerði um norðan- og austanvert landið á aðfangadag og jóladag. Spilltist þá færð umtalsvert um mest allt land. Talsvert var um að glitský sæust á lofti í mánuðinum og sáust þau um allt land, að undarskildum Vesttjörðum. Svellalög voru þó nokkur vestantil á landinu. Fyrsta dag mánaðarins var lægð á Græniandshafi og komu skil frá henni inn á Suðvesturland imdir kvöld. Vindur var suðlægur og það snjóaði og rigndi vestanlands þegar leið á daginn, en austanlands kom slydda undir kvöld. Um nóttina og daginn eftir var stíf suðvestanátt með élj um, en hægari vindur og þurrt aó mestu austanlands. Þ.3. var minnkandi vestlæg átt og stöku él norðan- og vestantil á landinu, en um kvöldið var komin vaxandi austanátt suðvestantil og slydda. Þ.4. gengu skil norður yfir landið með slyddu og snjókomu. Vindur var austanstæður á undan skilunum, en suðvestlægur með skúrum á eftir þeim. Þ.5. kom lægð inn á Grænlandshaf og fór hún norðausturyfír íslandnæstu tvo daga. Fyrst var hvöss suðaustanátt og rigning, það hlýnað talsvert og urðu 5. og 6. tveir af fjórum hlýjustu dögum mánaðarins. Þ.6. snerist vindur í hvassa norðanátt með snjókomu og síðar éljum, fyrst norðvestanlands og undir kvöld var komin norðanátt um allt land og það kólnaði um tíma. Þ.7. kom ný lægð inn á Grænlandshaf og hitaskil frá henni komu inn á Suðvesturland um morguninn með hvassri austanátt og rigningu, en slyddu norðanlands seinni partimi. Aðfaranótt þ.8. fóru kuldaskil norðaustur af landinu, en lægðardrag varð eftir á Grænlandshafi. Því var hér hvöss suðlæg átt þ.8. með hagléljum, þrumum og eldingum, en þurrt norðaustanlands og varð dagurinn einn af fjórum hlýjustu dögum mánaðarins. Næstu þijá daga var lægðardrag á Grænlandshafí sem þokaðist norðaustur. Hér á landi var þá suðvestanátt og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt og léttskýjað á Austurlandi. Þ. 12. kom lægð úr suðvestri með hvassri austanátt og slyddu í fyrstu en síðar rigningu og fóru bæði hitaskil og kuldaskil yfir landið fyrir miðnætti. Varð dagurinn einn af fjórum hlýjustu dögum mánaðarins. Þ.13. fór lægðin norður yfir Vestfirði. Þá var hvöss suðlæg átt um mest allt land með skúrum eða slydduéljum, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Um kvöldið kom lægð upp að Suðausturlandi. Vindur snerist hratt til norðanáttar með éljum og það kólnaði umtalsvert. Þ.14. var frost um allt land ogbjartviðri á Suðurlandi, en annars éljaveður sem dró úr þegar leið á daginn. Þ. 15. kom viðáttumikil lægð inn á Grænlandshaf og var hægt vaxandi austanátt á landinu þann dag og þykknaði upp. Undir kvöld var austan fárviðri með snjókoniu á Stórhöfða og Suðausturlandi, en annars mun hægari vindur og stöku él. Aðfaranótt þ. 16. fór lægðin á milli íslands ogFæreyja. Þ.16. varhvöss norðlæg átt með éljum eða snjókomu á norðanverðu á landinu, en yfírleitt þurrt sunnanlands. Um nóttina lægði. Dagana 17.-19. voru nokkrar smálægðir í nánd við landið, vindur breytilegur og stöku él við ströndina, einkum þó vestan- og norðantil. Þ.20. var lægð fyrir norðan land og víðáttumikil hæð langt suður í hafi. Þá var vindur vestlægur og stöku él um vestanvert landið, en þurrt fyrir austan. Daginn eftir kom lægð upp að vesturströnd landsins. Þá var vindur suðlægur með snjókomu og síðar rigningu. en um köldið snerist vindur i hvassa vestan- og norðvestanátt með snjókomu og éljum, mest norðanlands. Þ.22. var talsverð snjókoma og hvasst um norðanvert landið, en hægari vindur og stöku él sunnantil. Þ.23 dró úr ofankomunni, það kólnaði mikið og varð það kaldasti dagur mánaðarins. Þ.24. og 25. var áfram norðlæg átt og rok eða ofsaveður á mörgum stöðum. Snjókoma og skafrenningur var um allt norðanvert landið, en yfírleitt léttskýjað syðra. Þegar leið á jóladag fór að lægja. Þ.26. kom lægð inn á Gænlandssund og vindur snerist í suðaustlæga átt. Það hlýnaði með slyddu og rigningu vestanlands, en snjókomu og slyddu austanlands. Síðdegis var komin suðvestanátt með skúrum og siðar éljum og stytti fýrir austan. Þ.27. og 28. var stífvestanátt og él, en bjartviðri á Austurlandi. Þ.29. gengu skil hratt norðuryfir landið, með hvassri suðaustanátt og snjókomu, en i kjölfar skilanna voru suðvestan- og vestan hvassviðri og skúrir, en létti til um austanvert landið. Þ.30. var úrsynningur og él á Vesturlandi, en á gamlársdagsmorgun kom tægð upp að Suðvesturlandi á leið norður. Þá hvessti fyrst af austri með rigningu og slyddu, en um kvöldið snerist vindur hratt í hvassa vestanátt með snjókomu og síðar éljum. Loftvægi var 9,3 hPa undir meðallagi áranna 1971-2000, frá 7,4 hPa undir i Vm, aö 11,1 hPa undir í Bol. Hæst stóð lofri'og í 1018,1 hPa í Sth þ.25. kl. 15 og lægst var loftvog i Bol þ.29. kl.09, 951,4 hPa. (89)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.