Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.2006, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.2006, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 2006 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Mars Mánuðurinn var mjög skiptur hvað tíðarfar varðar. Fyrstu dagarnir voru fremur kaldir, en síðan kom hlýindakafli sem náði hámarki dagana 15. til 20. Köld norðanátt var ríkjandi síðustu 10 daga mánaðarins og var vindur allhvass lengst af. Mjög þurrt var þá um Iandið sunnanvert, en norðanlands og austan snjóaði talsvert. í Bolungarvík snjóaði 10 cm háar páskaliljur í kaf. Mikill sinubruni hófst á Mýrum síðasta dag mánaðarins. Fyrstu fimnt daga mánaðarins var hæðarsvæði yfir Grænlandi og hafinu norður- og vestur af íslandi. Hér á landi var fremur róleg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en lengst af él norðaustan- og norðanlands. Kalt var á landinu og lægsti hiti mánaðarins mældist þ. 5. á veðurstöð á Brúarjökli, -24,6 stig og -24,4 stig í Möðrudal. Þ. 6. kom lægð inn á sunnanvert Grænlandshaf og skil frá henni upp að suðurströndinni. Það hlýnaði og hvessti með suðaustanátt og fór að snjóa á Suðausturlandi. Seinni part dags rigndi sunnan- og vestanlands og vindhraði á Stórhöfða fór í 28,8 m/s, en það var mesti vindhraði þar þennan mánuðinn. Um kvöldið og nóttina fóru skilin norður fyrir land með snjókomu og slyddu, en á eftir þeim var hægari suðaustanátt og skúrir. Þ. 7. fór sama lægð norður Grænlandssund. Sunnan- og vestanlands var suðaustanátt og rigning, en annars staðar dálítil snjókoma. Vindur snerist í suðvestan kalda með skúrurn vestantil uni kvöldið og austanlands létti til. Þ. 8. voru smálægðir við landið, vindur hægur og lítilsháttar væta, fyrst vestan- og síðar austantil. Þ. 9. var austlæg átt á landinu, dálítil él norðvestanlands og með norðurströndinni, en strekkingsvindur allra syðst og skúrir um kvöldið. Annars var úrkomulaust. Þ. 10. voru tvær lægðir suður og suðvestur af landinu. Við suðurströndina var allhvasst en annars víðast gola. Undir kvöld var snjókoma eða slydda með ströndinni sunnantil, en rigning eða slydda um nóttina um mestallt land. Þ. 11. og 12. voru lægðir skanimt suður og suðvestur af landinu og vindur var yfirleitt suðaustanstæður. Allhvasst, rigning og slydda með köflum, en þurrt að mestu á Vestfjörðum. Þ. 13. dýpkaði lægð suðaustur af landinu. Um norðanvert landið fór að snjóa með norðan golu, en sunnan- og vestantil var bjart veður. Þ. 14. var hæð yfir Austurlandi, en hæg suðlæg átt vestanlands og dálítil súld af og til með vestur- og suðurströndinni. Þ. 15. og 16. var suðaustan og sunnan kaldi eða stinningskaldi með hlýju veðri og rigningu eða súld, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Þ. 17. var hæð yfir Færeyjum og vindur hérlendis hægur af suðvestri og vestri. Um vestanvert landið var þoka eða súld, en austantil var þurrt og léttskýjað. Þ. 18. var hæðin fyrir sunnan Island og vindur hægur og breytilegur. Súld, rigning og þoka var norðan- og vestanlands, en léttskýjað á Suðausturlandi. Voru dagamir 16. og 17. hlýjustu dagar mánaðarins að tiltölu, en hæstur varð hitinn á sjálfvirku stöðinni á Fagurhólsmýri 16,6 stig þ. 18. Aðfaranótt þ. 19. komu kuldaskil með snjókomu inn á landið úr norðaustri. Um sunnanvert landið var rigning og súld fram eftir degi, en annars staðar snjókoma eða él og um kvöldið var komið frost um allt land, nema á suðvesturhominu. Þ. 20. og 21. var norðaustan- og norðan kaldi eða stinningskaldi á landinu með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið á Vesturlandi og einnig á Suðausturlandi. Sá 21. var kaldasti dagur mánaðarins á landinu í heild. Þ. 22. til og með 26. voru átfam norðlægar áttir ríkjandi, frá golu upp í stinningskalda. Éljagangur eða snjókoma um norðanvert landið, en skýjað með köflum sunnantil og af og til skafrenningur. Þ. 27. til 29. var áfram norðlæg átt og snjókoma, él og skafrenningur, en minnst ofankoma á Suðausturlandi. Víða var allhvasst eða hvassviðri, en mesti vindhraði mánaðarins mældist á Bláfeldi þ. 28. 29,3 m/s. Þ. 30. dró verulega úr veðurhæð og ofankomu. Síðustu tvo daga mánaðarins var norðaustlæg átt með stöku éljum norðan- og austanlands, en léttskýjuðu veðri sunnan- og vestanlands. Loftvægi var 12,2 hPa yfir meðallagi áranna 1971-2000, frá 10,6 hPa yfir á Kbkl, að 14,1 hPa yfir í Bol. Hæst stóð loftvog í Vrn þ. 17. kl. 9 og í Bol þ. 20. kl. 24, 1038,1 hPa, og lægst var hún í Sth þ. 7. kl. 18, 978,7 hPa. Vindáttir: Norðan- og norðaustanátt var umtalsvert tíöari en í meðallagi áranna 1971-1980 og sunnanátt nokkuð fátíðari. Aðrar áttir voru nærri meðallagi. (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.