Dagsbrún - 01.02.1896, Page 1

Dagsbrún - 01.02.1896, Page 1
IV. Winnipeg, Man. Nr. 2. Kaldeumenn hinir fornu. rramliald. Land — RtísTm — Letor. Þá er fyrst að geta landsins sjálfs. Kaldea var áður kaliað land það, er seinna var nefnt Mesopotamia; er það grískt orð, og þýðir: landið á millum fljótanna, nefnilega fljótanna Luphrats og Tigris. Það er austur af Gyðingalandi og liggur hin sýrlenzka eyði- mörk á milli. Yfir landi þessu ráða nú Tyrkir. f fornöld voruþau voldug ríki hvort á eftir öðru. Einkum voru það þé Assyriumenn og Babyloníumenn sem mest börðust um völdin. G06 árum fyrir Krist, var ríki Assyra kollvarpað og liöfuðborg þeirra, Ninive, brot- in 0g eyðilögð, höfðu konungar Assyra þá ráðið lögum og lofum í Euphratsdalnum um mörg hundruð ár. Voru Assyrar hermenn miklir og ríki þeirra stórt og öflugt mjög, eitthvert hið mesta í heimi á þeim tímum. Brutu þeir undir sig allar nágrannaþjóðir, réðust meira að segja vestui' að Miðjarðarsjó og stóð ekki við þeim. En þá, 60G, er borg þeirra var unnin af hinum fornu óvinum og þó frændum þeirra, Babylonarmönnum, hurfu þeir úr sögunni og náðu sér aldrei aftur. Borgir þeirra urðu að rústum, að stórum haugum, er menn á fáum hundruðum ára gleymdu livað höfðu heitið og mentun þeirra lá þarna grafln í rústunum. Þegar Xenophón, hinn gríski herforingi og rithöfundur, leiddi hersveit landa sinna heitn aftur úr leiðangrinum móti Artaxerxes II., 200 áium seinna, þá fór hann hjá rústum þessum; stóðu þá veggir þeirra og mældi hann þá, og voru þeir á annari borginni 100 feta liáir, 20 feta þykkir og sjö mílna langir, en undir allri borginni var

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.