Dagsbrún - 01.02.1896, Qupperneq 2
—18— .
20 feta hár steingrunnur. Hjá borginni var pyramidi úr steini 100
feta þykkur og 200 feta. Mr. Nálægt dagleið frá rústum þessum
kom hann að annari horg eða borgarrústum, því að alt var í eyði,
og voru veggii’ hennar enn þá hærri. Sagði hann að borgir þessar
liefðu áður heitið Larissa og Mespila. Þetta voru rústirnar af höfuð-
borgum Assyra hinna fornu, og voru tvö hundruð ár liðin frá því að
þær höfðu eyddar verið, en á þessurn 200 árum liöfðu meun svo ger-
samlega gleymt þessum fornu ríkjum, að nöfn borganna voru jafn-
vel fallin úr minni manna.
Svo liðu enn hundrað ár, þar til Alexander mildi var þar á ferð-
inni með Grikki að leggja undir sig Persaveldi. Fluttust þeir ofan
Euphratsiijót á léttbygðum skipum, en til þess að komast áfram,
urðu þeir oft að brjóta rammgjörva stíílugarða úr grjóti, er hlaðnir
liöfðu verið í fljótið til þess, að veita því upp á láglendið til frjóvg-
unai', og voru þeir þá að brjóta og eyða hinum síðustu leifum af
menningu þjóða þeirra hinna fornu, er bygt höfðu dal þennan. Síð-
an hafa meira en 20 aldir liðið og rústirnar voru gleymdar orðnar.
Nöfn þjóðanna þessara gömlu þektust varia. Eitt herhlaupið eftir
annað lagði í eyði þennan fagra og frjósama dal, einhverja hina
blómlegustu sveit á jörðu, land það er vér lú höfum elstar sögur og
elstar venjur frá í öllum heimi. Borgirnar voru rifnar niður og
múrsteinar úr höllum gömlu konunganna fluttir á úlföldum til að
hyggja aðrar borgir, — hreysi í stað halla.
Loks fóru Englendingar að gefa rústum þessum gaum. Það
var fyrst 1820, að enskur maður, Rich að nafni, er var þar eystra,
heyrði, að fundist hefðu myndir af mönnum og dýrum í einum þess-
um haug. Hann fór að reyna að ná í þetta, en gekk það illa og
fékk lítið, en þó nóg til þess, að það vakti eftirtekt manna, og var
gripum þeim safnað í bretska gripasafnið í Lundúnum. En þetta
var nóg til þess, að vekja eftirtekt manna.
Botta kom næstur. Var hann franskur konsúll í Mossul 1842.
Tólc hann þegar að byrja á grefti í haugum tveim hjá Mossul, er
Koyunjilc nefnast, og er það borgin er Xenophon nefndí Mespila.
Gekk honum illa framanaf, en loks komu verkamenn hans á vegg
einn mikinn; lét hann grafa með honum og lireinsa og sá þá, að
hann var kominn í höll eina tnikla. Voru veggirnir alsettir rúna-
letri hátt og iágt. Var þetta ein af höllum Assyriukonunga hinna
fornu. En þá kunni cnginn að lesa rúnir þessar.:— Næstur honum
kom Layard og svo liver af öðrum. Brátt fóru þeir að finna líkn-
eskjur af fornum konungum, risavaxnar eins og væru þær af tröllum
og er eigi ólíklegt að líkneskjur þessar hafi verið hin fyrsta orsök til