Dagsbrún - 01.02.1896, Side 3

Dagsbrún - 01.02.1896, Side 3
— 19 hugmyndar þeirrar hjá Gyðingum, að risar (synir Anaks) liaii bygt jörðina áður fyrri. Ilöfuðið af einni líkneskjunni er Layard fann, var nálægt 6 fet á hæð'og urðu Arabar lafhræddir er þeir sáu það og sögðu að jparna væri Nimrod sjálfur, og fiúðu surnir þeirra burtu. Þá fundu þeir og dýramyndir miklar af vængjuðum nautum með mannshöfði, vængjuðum ijónum með mannshöfði og voru þau vanalega við dyrnar á konungahöllunum (Cherubim) varðenglar hallanna. Þetta voru myndir af hinum helgu nautum og helgu ijónum Maganna. Þá vildi svo vel til einu sinni, er menn Layards voru að grafa, að þeir fundu eitt bókasáfnið þeirra Assyríukonung- anna. Yoru það töflur úr leir, bakaðar og alþaktar myndum og letri beggja vegna. Þetta var bókhlaða Assturbanipals, er lifði um 650 fyrir Krist. Þess skal nú minnast, að þá voru menn ekki farnir að rita með stafrofi þvf, er kent er við Kómverja og fyrst var farið að rita með um og eftir 600, og yfir höfuð kefir þá tæplega nokkurt rit verið til í heimi ritað með venjulegum stöfum. Þá voru Gyðingar ekki farn- ir að rita neinar bækur af biblíu sinni. Það var fyrst um 600 fyrir Krist, að Hilkia prestur fann lögmálsbókina, og Max Muller, sem betur en nokkur maður fyr og síðar, ber skynbragð á slíkt, segir, að það hafi fyrst verið eftir 600, sem biblíur þjóðanna haíi verið ritað- ar upp á vanalegu máli, þó að sögurnar sjálfar eða brot af þeim séu eldri. Þá ritaði Confueius sögu Kínverja. Brahamar skrásettu þá hinar æfagömlu Vedabækur, eins og þær nú koma fyrir, Gyðingar fói’u þá rita bækur ritningarinnar. Þá rituðu Zóróastersmenn upp Zend Avesta, en Grikkir kvæði Ilómers. Letur það, sem stóð á spjöldum þessum, er fundust í bóklilöðu Asshurbanipals, var ólíkt öllu letri, sem vér þekkjum; heflr það verið kallað fleygletur, eða fleygrúnir, því stafirnir eru gerðir af eintómum fleygmynduðum þríhyrningum. Spjöldin sjálf voru gerð af efni því (leir), er hvorki getur eyðilagst í eldi eða vatni og geta menn því sagt, að engin þjóð hafl látið eftir sig jafnóforgengileg minningarrit, sem þessi. Þarna gátu leirtöflurnar legið óskemdar í þúsundir ára. Þetta var líka heilmikið bókasafn. Töflurnar úr - Ninivehbókasafninu eru 10,000 að tölu, og seinna hafa fundist önn- ur söfn, enn þá eldri en þetta. Aðalefnið, sem skráð var á bækur þessar, var trúarsiðir og trúmál önnur, goðafræði, sköpunarsaga o. s. frv., reikningslist og stjörnufræði, landafræði, upptalning á höfum, vötnum, fjöllum, fljótum, þjóðum og borgum. Þar voru og kaflar úr sögum konunganna. En þó að undarlegt þyki, þá fundu menn þar og málfræðisbækur, orðabækur, lestrarbækur fyrir skóla o. fl.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.