Dagsbrún - 01.02.1896, Page 4

Dagsbrún - 01.02.1896, Page 4
— 20 — Letur það, er hinir seinni Assyrar rituðu, líktist því, er nú tíðk- ast á Persalandi, og mál þeirra var náskylt hebresku, og komust menn því upp á að lesa það. En svo var siímt af töflunum skráð á miklu eldra máli, máli hinna fornu íbúa Euphratsdalsins, Shumiro- Accada, cr bygðu dalinn löngu áðar en Babyionar og Assyrar. Það mál skyldi cnginn, og heí'ðu menn því aldiei getað vitað, hvað á þeim töfium stóð, ef að ekki liefði fundist í einu þessu bókasafni, regluleg málfræði, réttritunarreglur og orðabók yfir þetta forna niál og þýðingar á heilum köflum orðréttar. Geta incnn nú orðið lesið letur þetta með viðlíka vissu og vér t. d. lesum bók á ensku máli. Fra Washington. Ræða eftir fiíþenkjarann Samuel P. Putnam. Haldin fj’rir þingnefnd í Wasliington í Marz síðastl.. í málinu um að konia guði og biblíunni inn í stjórnarskrá Bandaríkja. í haust er leið var nefnd manná kosin af kyrkjumönnum í Bandaríkjunum, til að fara á fund þingmanna í Washington og reyna að fá umbót á stjórnarskrá ríkisins. Þessum mönnum hefir þótt hún óguðleg og vildu breyta henni. Breytingin, sem þeir vildu koma inn í stjórnnrskrána, var þessi: “ játandi almáttugan guð sem hið æðsta vald og myndugleika í borg- aralegum málum og drottinn vorn Jesú Krist sem stjórnara þjóðanna og hans opinberaða viija sem æðsta úrskurð í borgaralegum niálum.” Breytingin fór eins og sjá má fram á það, ekki einungis að sefja guð inn í stjórnarskrána, heldur einnig biblíuna; að gera hana í rauninni liina æðstu löggjöf. Þegar mál þetta kom fyrir þingið, var sett nefnd í það, eins og lög gera ráð fyrir, en hún kaliaði fyrir sig nefnd manna þeirra, er voru flytjendur máisins. En þá kom og líka fram önnur nefnd, er send hafði verið af ýmsum flokkum manna, er með engu móti vildu að breyting þessi kæmist á. í nefnd þeirri voru fríþenkjarar, uni- tarar, gyðingar, adventistar o. íl. Báðar nefndirnar voru látnar flytja mál sitt frammi fyrir þingnofndinni, og ræða þessi, er hér fer á eftir, er eftir fríþenkjarann Samuel P. Putuam. Fyrst færir hann til orð þeirra Jeffersons, Madisons og Patriok Ilenry’s, er sýna, að löggjafar þeir er sömdu stjórnarskrá Bandarikj- anna, hafa ætlað henni að ná jafnt yfir alla, trúmenn og trúlausa,

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.