Ljósið - 01.07.1923, Qupperneq 3

Ljósið - 01.07.1923, Qupperneq 3
L J O S I Ð 3 Orkt til ritstjóra Morgunblaðsins. Dragðu Þorsteinn drauga burt úr Drottins landi, siðar heiminn sannleiks andi, svíkur gamall, heiðinn fjandi. Asnakjálka engan áttu, ekki er það lærðum skaði, fátæka þjóð lifa láttu, lengi á stóru Morgunblaði. Skírður Þorsteinn skrattann kæfðu, skammaðu þjóf í Morgunblaði. Manna dygðir aldar æfðu, enginn verður að því skaði. Þorsteinn kæri þú átt Ljósið, það vill reka drauga úr landi, fræðaranum fræga hrósið, freistarinn er lýginn fjandi. Sannleikur er sagna bestur, samt hér lýgur vígður prestur, margan skilning mætan brestur, Mörður því er allra verstur. Syndina menn saltað hafa, saltið dofnar prestum hjá, þeir sig bundu á kreddu klafa, klafann taka af þeim má. Tíl launuðu skáldanna. Skáldin hafa launuð logið, lýgin villir kong og klerk, merg og blóð úr mönnum sogið, morðingi er lýgin sterk, Lærðir vilja á lýgi græða, lýgur nafni Hjörleifsson, á draugasögum fólk er fræða, á föður stríddi Afsalon. Einar Kvaran yrkir sögur, öld dáist að gáfum hans, mér ei þykir fræði fögur, hann fetar spor í lygarans.

x

Ljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.