Landshagir - 01.11.1997, Side 5
Formáli
Landshagir 1997 er ellefta y firlitsrit Hagstofunnar frá upphafi
með hagtölum fyrir hin ýmsu svið þjóðlífsins og sjöunda
ársritið sem hún gefur út undir þessu heiti.
Landshögum er ætlað að vera uppsláttarrit á sviði
hagskýrslna og gefa á samandregnu formi yfirlit yfir tölulegar
upplýsingar um flestaþætti efnahags- og félagsmála áíslandi.
Bókin á einnig að vera til leiðbeiningar og upplýsingar um
innlendar hagskýrslur með tilvísunum til heimilda, bæði
stofnana og skýrslna, sem efnið er sótt til.
Með Landshögum 1991 var útgáfa þessi endurskipulögð
með hliðsjón af hagskýrsluárbókum nágrannaþjóðanna og
hefur bókin komið út árlega síðan. Með hverri nýrri útgáfu
hefur verið leitast við að auka og endurbæta bókina til þess
að hún gæfi sem best yfírlit um þá efnisflokka sem hún
spannar. I þessu riti hefur nokkrum nýjum töflum verið aukið
við, aðrar felldar niður og ýmsar endurbætur gerðar, bæði
hvað snertir efni og framsetningu. Af nýju efni og endurbættu
má nefna töflur um tekjur og tekjudreifingu, um afla á
fjarlægum miðum, friðlýst svæði og um laxveiðar. Hins
vegar hefur tafla um hvalveiðar og hvalafurðir verið felld
niður þar sem engar hvalveiðar hafa verið stundaðar hér við
land frá því á árinu 1989, og töflur um sjúkrastofnanir og
sjúkrarúm vegna breytinga á skýrslugerð sem ekki er lokið.
fslensk hagskýrslugerð er eðli málsins samkvæmt háð
takmörkunum vegna smæðar þjóðfélagsins og stofnana þess.
Bókin ber þess merki; efnisflokkar eru misjafnlega ítarlegir
og endurspeglar það aðallega misgóða stöðu skýrslugerðar-
innar á hverju sviði.
Við efnisöflun í Landshagi 1997 hefur Hagstofan sem fyrr
notið liðsinnis margra stofnana og starfmanna þeirra, eins og
glöggt kemur fram í heimildartilvísunum. Jafnframt hafa
margir innanhússmenn lagt til efni í þeim málaflokkum sem
þeir fara með. Hagstofan kann öllum þessum aðilum bestu
þakkir fyrir aðstoð þeirra og samvinnu.
Á Hagstofunni hefur Helga Einarsdóttir haft umsjón með
þessari útgáfu, en Sigurborg Steingrímsdóttir annast umbrot
bókarinnar.
Hagstofu Islands í október 1997
Hallgrímur Snorrason
Preface
The Statistical Yearbook of Iceland 1997 is theeleventh such
publication from the beginning and the seventh since the
Yearbook was reorganized in 1991. The present issue con-
tains a few new tables, such as on income and income
distribution, fish catch in distant waters, protected areas and
on salmon fishing. On the other hand, a few tables have been
deleted, among them one on whaling and whale products as
no whaling by Icelanders has taken place since 1989, and two
on hospitals owing to disruptions in the time series. Several
tables have also been changed, both in substance and pres-
entation.
The Statistical Yearbook is intended to serve as a statisti-
cal reference work in a number of economic and social fields.
The publication is also intended as a guide to other statistical
sources through detailed reference to sources, both the
relevant institutions and publications.
In preparing this publication, Statistics Iceland has en-
listed the help of many institutions and individuals as well as
drawing extensively on the resources of its own staff. For all
the assistance and work provided I would like to express my
appreciation.
For Statistics Iceland, Helga Einarsdóttir has served as
editor of the Yearbook, while the lay-out has been in the
hands of Sigurborg Steingrimsdóttir.
Statistics Iceland in October 1997
Hallgrímur Snorrason