Land & synir - 01.10.1996, Page 1

Land & synir - 01.10.1996, Page 1
Sjónvarp allra landsmanna, til hamingju með afmælið! Framral fyrir nýrri öld og stórfelldum breytingum hvað varðar tækni og dagskráruppbyggingu, fagnar Ríkisútvarpið-sjónvarp þrjátíu ára afmæli sínu. Um leið og Félag kvikmyndagerðarmanna óskar afmælisbarninu hjartanlega til hamingju með áfangann, elur félagið þá von í brjósti að aðstandendur þess beri gæfu til að svara kalli nýrra tíma og stuðla að öflugu Ríkissjónvarpi sem hefði að helsta markmiði sínu að flytja eigendum sínum kjarnmikla og innihaldsríka íslenska dagskrá. In memoriam HELGI SKÚLASON 1933-1996 Djöflaeyjan á tjaldið l^rvikmynd Friðriks Þórs IvFriðrikssonar, Djöjlaeyjan, eftir skáldsögum Einars Kárasonar um Braggafólkið, verður frumsýnd í þremur kvikmyndahúsum þann 3. október. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og hér gefur að h'ta nokkrar svipmyndir. Nánar verður fjallað um myndina í næsta tölublaði L&S. Umþað leyti sem Land & synir fór íprentun bárustþœr fregnir að einn ástsœlasti leikari þjóðarinnar, Helgi Skúlason, hefði látist, 63 ára að aldri. Félag kvikmyndagerðarmanna vottar minningu þessa heiðursmanns og snjalla leikara virðingu sína og sendir sínar dýpstu samúðarkveðjur til jjölskyldu hans. Land & synir hyggst fjalla nánar umglcesilegan feril Helga Skúlasonar í nœsta tölublaði.

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.