Land & synir - 01.10.1996, Síða 4
Á100 ára afmœli almennra
kvikmyndasýninganna 1995
höfðu íslendingar framleitt um
50 leiknar bíómyndir sem
sýndar voru opinberlega í
kvikmyndahúsum. Það er
nœgilegur fjöldi til þess að
greina megi inntak og form í
dálitlu heildaryfirliti og reyna
að komast að niðurstöðum um
helstu einkenni.
Frelsið, frelsishugtakið og sjálfstæð-
isbarátta einstaklingsins voru ai-
gengasta viðfangsefnið í íslenskum
bíómyndum 1977—'95. Rúmlega 60%
íslenskra mynda sem frumsýndar voru
á þessum tíma snerust í grundvallarat-
riðum um frelsishugtakið og sjálf-
stæðisbaráttu einstaklingsins. Þetta
einkenni, ásamt þeim þáttum sem lúta
að móður- og systratengslum (í 13
myndum), eru einnig sterkustu, ein-
stöku liðirnir í hinum bíómyndunum
sem framleiddar voru á tímabilinu.
Tryggð íslenskra kvikmyndaleikstjóra
við frelsishugtakið er verulega á skjön
við efnivið flestra eriendra kollega
þeirra á sama tíma.
Freistandi er að leita skýringarinn-
ar í því að sjálfstæðisbarátta þjóðar-
innar og lýðveldisstofnun hafa verið
miðlæg viðmiðun í skólakerfi og þöl-
miðlum á þroskaárum leikstjóranna.
Einnig má nefna að hefðbundin ís-
landssaga byrjar á frelsisferð nor-
rænna manna til landsins og að bar-
áttan við náttúruöflin hefur alið af sér
hetjudýrkun sem lofsyngur þann sem
brýst úr viðjum og nær árangri, eða kemst
einfaldlega yfir jökulfljót. Gísli Súrsson,
Grettir og Fjalla-Eyvindur eru frelsistákn,
sakamenn sem þjóðin hefur samúð með.
Með orðunum „frelsishugtakið'1 og „sjálf-
stæðisbarátta einstaklingsins", eins og þau
birtast í söguþræði bíómynda, er hér átt við
tilfinningu aðalpersónunnar eða aðalpersón-
anna fyrir sjálfum sér og leit þeirra að Iausn
undan aðstæðum eða úr umhverfi sínu. í
fæstum myndanna virðast leikstjórarnir samt
hafa áhuga á að fjalla um persónulegan
þroskaferil eða gera grein fyrir breyttum
skilningi aðalpersónanna á frelsi sínu og
sjálfstæði.
Einkenni íslenskra bíómynda
Um hvað fjalla íslensku bíómyndirnar?
Borið saman við framleiðslu Evrópu- og
Bandaríkjamanna hafa fslendingar gert hlut-
fallslega mikið af dramatískum myndum, en
minna af spennu- og gamanmyndum. Fróð-
legt er að skoða hvernig íslenskar bíómyndir
líta út í samanburði við þroskaðar og fjöl-
breyttar hefðir í efni og efnistökum erlendis.
1) Fyrsta áberandi atriðið er hve ís-
lensku leikstjórarnir eru sjálfstæðir og vinna
oft að eigin hugverkum. Frumsamin handrit
lágu að baki 44 íslenskum myndum sem
frumsýndar voru á árunum 1977—’95 en að-
eins tíu myndir áttu rætur í bókum eða lpik-
verkum sem áður höfðu komið fram eða
aðrir samið.
Fáir erlendir leikstjórar stjórna eftir eigin
handritum og algengt er að myndirnar séu
gerðar eftir skáldverkum. Handritagerð er
einn viðkvæmasti og mikilvægasti ferillinn í
kvikmyndagerð („films are made on
paper“).
2) í öðru lagi er það einkennandi fyrir
íslenskar bíómyndir að þar er lítið unnið
með hugtök og sjaldan hægt að sjá að þau
búi yfirleitt skýrt að baki. íslensku höfund-
arnir láta hina ytri skel, atburði og lausleg
tengsl, mynda uppistöðu verkanna og reyna
ekki meira en að segja einfaldar sögur.
Þótt því sé oft haidið fram að evrópskir
kvikmyndahöfundar vinni eftir skýrari hug-
myndafræði en bandarískir er það villandi
mat. Auðvelt er að greina glögg hugtök og
hefðir að baki flestum bandarískum bíó-
myndum.
3) fslenskir leikstjórar hegða sér iðu-
lega eins og dómsdagur sé í nánd og nauð-
synlegt að ljúka uppgjöri strax. Af þeim sök-
um líkjast myndir þeirra oft einföldum
uppskriftamyndum og upptuggu-þema-mynd-
um. Slíkar myndir fjalla um einföld atriði í
einföldum búningi, ást, svik, hefnd, réttlæti.
Þótt oft sé reynt í grófum dráttum að
skipta bíómyndum annars vegar í bandaríska
einfeldni, þar sem sjálfsagðir hlutir eru
margtuggnir og samt reynt að troða þeim
ofan í kok neytenda, og hins vegar í evrópska
dýpt, þar sem ýjað er að og gefið í skyn, þá
má auðveldlega benda á eitt heildareinkenni
vestrænna kvikmynda: Þær reyna ekki að
spanna veraldarsöguna eða örlög mannsins
með táknrænum dæmum í einni mynd, held-
ur láta sér nægja sneið af veruleikanum.
4) íslenskar bíómyndir er oft fjarlægar
íslensku samtímaþjóðfélagi, þær snerta ekki
mjög það sem landsmenn þekkja eða eru að
tala um enda hafa þær yfirleitt ekki skipt
nokkru máii tii eða frá, óhkt því sem tíðkast
um erlendar myndir sem ná máli og marka
spor í samfélaginu.
Undantekningar frá þessu eru helst þrjár
ádeiluniyndir. í fyrsta lagi Óðal feðranna
(1980) eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem bæði
tókst að skerpa persónumyndina af ungum
manni í erfiðum nútímaaðstæðum og klípa
duglega í kaupfélagapólitíkina. Af öðrum
slíkum samfélagstengdum gagnrýnimyndum
má nefna Gullsand eftir Ágúst Guðmundsson
frá 1984, sem er táknræn ádeilumynd um
græðgi íslendinga og bandaríska varnarhðið,
og Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen frá 1992
um sjómenn og verbúðarfóik, slæman að-
búnað, dáðleysi verkalýðshreyfingar og sak-
næmt athæfi útgerðarmanns.
5) Eitt skýrasta og alvarlegasta sérkenni
íslenskra bíómynda er að þær fjaila oftast um
steingervinga, — persónur sem lítið eða
ekkert breytast í endilangri ræmunni. Þetta
er öfugt við helsta metnaðarmál kvikmynda-
leikstjóra sem starfa í anda vestræns leikhúss
og hafa að keppikefli að sýna okkur persón-
ur lenda í aðstæðum sem breyta þeim, eða
verða að minnsta kosti til þess að þær gera
sér betur grein fyrir hfl sínu og umhverfi en
áður. Viðfangsefni shkra kvikmyndahöfunda
er að leiða okkur fýrir sjónir áhrifavaldana,
kryfja aðstæðurnar og persónurnar.
Steingervingarnir
Síðasti liðurinn í upptalningunni að fram-
an er Akkillesarhæll íslenskrar kvikmyr ia-
gerðar. Það er eitt helsta einkenni kvikmynd-
arinnar sem hstforms, að hún snýst oftast um
eina aðalpersónu, sjaldnar tvær og sárasjald-
an um fleiri. Að þessu leyti eru ísienskar
ræmur ekki sérstæðar eða afbrigðilegar.
Vegna takmarkanna formsins geta bíóhöf-
undar yfirleitt líka aðeins sýnt fáar hliðar
sjálfsins og mikiu færri en rithöfundar. Að
þessu ieyti eru íslenskar bíómyndir venjuleg-
ar, sem kalla má. Þær eru flestar í aivanaleg-
asta farvegi hinnar beinu nálgunar, hráar og
einfaldar. í þeim eru persónurnar oftast full-
skapaðar í byrjun og aðeins fylgst með afdrif-
um þeirra við óhkar aðstæður.
Nokkrar myndir úr íslenskum samtíma-
veruleika snúast þó um einstaklinga sem
lenda í og reyna að ráða fram úr viðkvæmum
vanda. Þar má nefna Óðal feðranna (1980)
og Okkar á milli (1982) eftir Hrafn Gunn-
laugsson, Magmís eftir Þráin Bertelsson
(1989), Xyð'eílit Lárus Ými Óskarsson
(1990), Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór
Friðriksson (1991), Inguló eftir Ásdísi
Thoroddsen (1992) og Eina stóra fjöl-
skyldu eftir Jóhann Sigmarsson (1995). Af
þessum sjö ræmum er það aðeins í Magnusi
sem sýnd er breyting á persónunni og hún
rökstudd.
Sérstaða íslenskra kvikmyndaleikstjóra
felst hins vegar almennt í því, að áhugasvið
og viðleitni aðalpersónanna snýst ekki um
lauslegar breytingar eða endurbætur á nú-
verandi umhverfi eða aðstæðum, heldur
mjög róttækar breytingar sem oft eiga færa
þeim nýjan heim. Þær eru að rífa sig lausar,
en stundum reyndar án greinanlegs mark-
miðs. ísiensku höfundarnir leggja ekki mikla
áherslu á að kafa í persónurnar, heldur
reyna að sýna þær sem staka og öfiuga leik-
menn á sviðinu, lausa úr tengslum. Sumir
mundu kalla þetta skuggamyndir, (sílhúett-
ur), pappalígúrur, standmyndir.
Þessir steingervingar eru óhkir hefðum í
vestrænum bíómyndum á síðari hiuta tuttug-
ustu aidar. Frumstæðar manngerðir eins og
íslenska bíómyndin kappkostar að lýsa hafa
löngu verið afgreiddar í skáldsögum, ljóðum,
leikritum og bíómyndum annarra vestur-
landa. Að þessu ieyti eru margar íslenskar
kvikmyndir enn að dangla utan í leikskóla-
stigs-útgáfu af hefð gríska leikhússins, eins
og sú hefð hefur verið ræktuð á leiksviði
fram til þessa dags. íslenska persónan verður
að vísu stundum fyrir mikilli reynslu en á-
horfandinn þarf sjálfur að geta sér til um á-
hrif hennar.
Dreifbýlið
Sveitin og þorpin í íslensku myndunum
eru annað hvort draumkennd paradís eða
staður furðufyrirbæra. Hvort sem
heldur er þá býr dreifbýlið yfir dulúð
og kynngtoafti sem gerir það spenn-
andi, góða tilvísun, skýran vettvang
andstæðunnar við borgarlífið. í ís-
lenskum bíómyndum er oft skeiðað
milli þessara tveggja heima með
frelsishugtakið í kollinum.
fslenskir kvikmyndahöfundar hafa
sýnt andstæður þéttbýhs og dreifbýlis
með tvennum hætti. Annars vegar
með ákveðinni virðingu, eftirsjá og
söknuði eftir rómantískustu þáttun-
um í veröld dreifbýhsins, en hins veg-
ar með ögn hrokafuilri og niðurlægj-
andi meðferð á fólkinu þar og hfern-
isháttum þess.
Þær íslensku bíómyndir þar sem
samfélagsbreytingin og sindrið af
henni hafa borið hvað sterkastan
keim af vináttu og velviljaðri eftirsjá
eru t.d. Land og synir, Böm náttiír-
unnar, Bíódagar, Punktur-punkt-
ur-komma-strik, Hin helgu vé og
Skýjahöllin.
Hinar myndirnar, sem birta góð-
látlegt grín um dreifbýlisfólk eða
gera það ógnvænlegt fýrir heimsku
eða illsku sakir, eru t.d. Gullsand-
ur, Stella í orlofl, Kristnihald undir
Jökli, Foxtrot, Skammdegi, Ryð og Ingaló.
Fagrar og vandaðar en að mörgu leyti
flóknar og torræðar bíómyndir Kristínar Jó-
hannesdóttur, Á hjara veraldar og Svo á
jörðu sem á himni hafa sérstöðu í þessum
efnum. í hinni síðarnefndu er náttúran fyrst
og fremst táknræn umgjörð um skapferli og
örlög.
íslensku leikstjórarnir láta sér að jafnaði
nægja að glápa á fyrirbærið (póla dreifbýlis
og þéttbýhs), nota það aðeins sem sakleysis-
legt baktjald. Þeir virðast ekki hafa áhuga á
því að gefa spennunni neina sérstaka merk-
ingu eða skýringu og óljóst hvort þeir hafa
yhrleitt skoðun á málefninu.
Paradís er í sveitinni
Sakleysi sveitanna andstætt göllum þétt-
býlis hafði verið vinsælt andstæðuspil í ís-
lenskum bókmenntum framan af öldinni.
Leikskáldin sniðgengu þetta verkefni að
mestu en íslensku kvikmyndaleikstjórarnir
hófu það ærlega til vegs á ný frá og með ár-
inu 1979, eða strax og „íslenska kvikmynda-
vorið“ hófst. Þeir virðast ekki hafa tahð rit-
höfundana ljúka þessu verkefni og sýna sveit-
ina iðulega í myndum sínum, flóttatilraunir
frelsisunnenda úr henni eða rómantíska
sóknina í hana aftur. Ýjað er að því í shkum
verkum að saklausar persónur úr hinum göf-
ugu byggðum hafi yfirgefið þær til þess eins
að spillast eða verða leiðar í sálarhtlu og yfir-
borðskenndu spilhngardíki þéttbýhsins.
Sveitalífið er hið náttúrlega og eðlilega
umhverfi mannsins sem varðveitir og elur af
sér heilbrigðar sálir í hraustum líkömum.
Bæir og borgir með iðnaði og þjónustu spilla
EFTIR OLAF H. TORFASON
Aðalviðfangsefni íslensku bíómyndanna hafa veriðfrelsið,
- frelsisþráin ogfrelsisbaráttan
4 LatM&synir-