Land & synir - 01.10.1996, Síða 5

Land & synir - 01.10.1996, Síða 5
fólki, gera það geðveikt og afbrotasjúkt. Þetta hefur verið lífseig grundvallarskoðun margra íslendinga á tuttugustu öld og átt sér öfluga málsvara t stjórnmálaflokkum. Magnús Ás- geirsson skáld og ljóðaþýðandi vildi um 1950 láta koma upp kvikmyndahúsum í öll- um sveitum til að svala þrá íbúanna eftir bíó- myndum, sem þeir gátu annars ekki séð nema koma til bæjanna. Ein forsenda Magn- úsar var sú að með góðu úrvali bíómynda mætti efla menninguna, en aðalröksemdin sú að með þessu móti mætti halda fólkinu kyrru í sveitunum. Stundum tekst einföldum verkum að krist- alla meginþætti betur en löngum og viða- miklum. í brokkgengri stuttræmu og skóla- verkefni'Ásgríms Sverrissonar frá 1994, Ferðin að miðju jarðar (Journey to the Centre of the Earth) var háðslega og í ýkju- stfl vakin athygli á þeirri togstreitu þéttbýlis og dreifbýlis sem speglar viðhorf djúpt í ís- lensku þjóðarsálinni. í Silfurtúnglinu, Atómstöðinni og Veggfóðri höfðu ungar músíkalskar stúlkur farið til borgarinnar og kynnst Sódómu og Gómorru og í stuttræmu Ásgríms er miðjupersónan líka ung kona. Hún er að vísu ekki úr sveit heldur sjávar- þorpi, og ætlar ekki að mennta sig í tónlist heldur slá í gegn í leiklist í borginni, og hef- ur þegar fengið hlutverk í þjóðrembulegri auglýsingu. í Reykjavík grúfa ský hættunnar yfir stúlkunni eins og öðrum. Hún hefur ver- ið þar of lengi, sýnir vafasama takta og minnisleysi, sambandið við bernskuslóðirnar hefur trosnað uggvænlega. Heima í dreifbýl- inu er allt hins vegar einlægt, hrekklaust og fagurt. Alþjóðlegt einkenni Straumar og neistaflug milli dreifbýlis og þéttbýhs eru ekkert íslenskt sérkenni. Þetta er alþjóðlegt fyrirbæri og hefðbundið yrkis- efni hstamanna hjá þjóðum í örri byggðaþró- un. í þróunarríkjum og með nýfrjálsum þjóðum, þar sem þéttbýlismyndun hefur ver- ið hröð eins og hérlendis á tuttugustu öld, hafa komið fram mörg verk sem sækja þrótt sinn í þau átök. Sumt það eftirminnilegasta í 20. aldar bíó- myndum eru raunar lýsingar á andstæðum sem skapast þegar fólkið fer að flykkjast úr dreifbýlinu í borgirnar með aukinni iðnvæð- ingu og þrengingum í gömlu byggðunum. Bandarískar bíómyndir sem sýna ítalska, írska, japanska og spænskumælandi innfly'tj- endur eru hluti þessa geira. Oft er þar vísað til gamla landsins, fjallað um hefðir, sam- heldni og stolt sem reynt er að halda í heiðri innan menningar- eða málsamfélagsins. Eitt af stærstu götunum í íslenskri kvikmynda- sögu er skorturinn á umfjöllun um Vestur-ís- iendinga, en um 20% þjóðarinnar fluttu úr landi á 19. öldinni, hafa haldið við tungu og siðum í nokkrum mæli og sækja hingað t fjölmennum pílagrímsferðum ár hvert og halda árlegan „íslendingadag" vestra.1 2 3 1 Ryð var gerl eftir leikriti Ólafs Hauks Sím- onarsonar, Bílaverkstœði Badda, sem Þjóðleik- húsið hafði sýnt. 2 Ræman var lokaverkefni Ásgríms frá National Film and Televisíon School í Lundúnum 1994, handrit rituðu John Milarky og Ásgrímur Sverrisson og var hún sýnd í Hdskólabíói um skeið ásamt myndinni Nifl (Opacity) eftir Þór ElísPálsson. 3 Um 14.000 íslendingar eru taldir hafa flutt tilAmeríku á árunum frá 1855 ogfram yfir 1900. Vestur-íslenski leikstjórinn Guy Maddin hefur fjallað um minningar sínar um þetta fólk á sérstœðan hátt í myndinni Tales from tlie Gimli Hospital. STEINGERVINGAR?: „Eitt skýrasta og al- varlegasta sérhenni islenskra bíó- mynda er að þter fjalla oftast um steingervinga, - persónur sem lítið eða ekkert breytast í endilangri rœmunni. Þetta er öfugt við helsta metnaðarmál kvikmyndaleikstjóra sem starfa í anda veslræns leikhúss og hafa að keppi- kefli að sýna okkurpersónur lenda í aðstœðum sem breyta þeim, eða verða að minnsta kosti til þess að þœrgera sér beturgrein fyrír lífi sínu og um- hverfi en áður. Viðfangsefni sltkra kvikmyndahöfunda er að leiöa okkur fyrir sjónir áhrifavaldana, kryfja að- stœðurnar og persónumar“, segír ÓlafurH. Torfason m.a. ígrein sinni. KIUKKUGANGUR AÐ OFAN: Ingaló, Á hjara veraldar, Óðal feðranna, í skugga Ijrafnsins, Ryð, Börn náttúrunnar.

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.