Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 9

Land & synir - 01.08.1998, Blaðsíða 9
SVELLKALDUR BRÚSl: Hann er harður á því að enginn hlusti á gagnrýnendur því allir séu hœltir að lesa hvort eð er. Fulltníi gagnrýnenda telur sig eiga ýmislegt óuþþgert við kauða. Áttunda og nýjasta hefti Projections árbók- arinnar er að állnokkrum hluta helgað kvik- myndagagnrýni og erindi hennar við kvik- myndagerðarmenn og bíóáhorfendur. Ritstjór- ar bókarinnar, John Boorman og Walter Dono- hue, báðu nokkra þekkta gagniýnendur að leggja orð í belg og fiá ekki síst út frá eftir- farandi fullyrðingu Bruce Willis á kvikmynda- hátíðinni í Cannes 1997: “Enginn okkar lœtur sig gagnrýni nokkru varða... hið ritaða mál er á sömu leið og risaeðlumar”. Brtísi varþarna að vísa í viðbrögð gagnrýnenda við mynd hans The Fifth Element, sem fieir margirfundu flest til foráttu. Eittn þeirra sem tóku upp tnerki gagnrýn- enda er bandaríkjamaðurinn Artnond WÍrite sem utn allnokkurt skeið hefur skrifað kvik- myndagagnrýni fyrir vikuBlaðið Neiv York Press. White er mikið niðri fyrir enda mikið í húfi; gagnvirkt fiœði hugmynda og viðhorfa tniUi þeirra setn gera, skrifa um og horfa á kvikmyndir. Hann varar við fieirri þróun sem áberandi er í vestrœnum fjölmiðlaheimi; að gera umfjöllun utn kvikmyndir að léttvœgu skemmtiefni, löðri setnfer inn utn annað og lít um hitt. Orð hans eiga svo sannarlega er- itidi inní íslenskt samhengi. EFTIR ARMOND WHITE Hér er nokkurskonar saga um Bruce Willis. Sem formanni Samtaka kvikmyndagagnrýnenda í New York árið 1994, var mér falið að hafa umsjón með heiðurskvöldverðinum fyrir verðlaunahafa og aðra gesti. Flestir kvikmyndagagnrýnendur eru jafn miklir stjörnuglópar og hinn almenni kvikmyndaáhorfandi, og þessvegna vilja þeir sjá frægðarfólk - en ekki meðlimi samtakanna - sem kynna. Kynningarfulltrúar skaffa bæði beitu og krók (athöfnin fær góða kynningu í fjölmiðlum vegna stjarna sem kíkja í bæinn að kynna nýja framleiðslu) og kynningarfulltrúi frá Miramax var afskaplega hjálpleg, jafnvel aðeins of ágeng fyrir mínar þarfir. Hún stakk upp á Bruce Willis til að tilkynna um besta leikstjórann og besta handritshöfundinn, sem það árið var Quentin Tarantino. Ég hikaði, þar sem Umu Thurman hafði þegar verið boðið og ég taldi hana góðan fulltrúa Pulp Fiction. Fröken Miramax hélt áfram að þrýsta og hafði fengið kollega minn til að bakka sig upp. Eg varð því að setja hnefann í borðið - jafnvel eftir að togstreita okkar hafði orðið tilefni fyrirsagna í slúðurdálkum borgarinnar. Verðlaunaafhendingin gekk að óskum þrátt fyrir þetta. Uma var feiminn en sjarmerandi, Tarantino var skrafhreifur og rausnarlegur - ldnkaði jafnvel kolli til auða stólsins sem ég hafði sett fremst til að tákna fjarveru Jean-Luc Godard, sem hlaut verðlaun fyrir ævistarf sitt. Framleiðandi Pulp Fiction, Lawrence Bender, þakkaði mér eftir á en spurði svo, “afhverju bannaðir þú Bruce að koma í veisluna?”. Það kom á Bender þegar ég svaraði, “vegna þess að hann er dópsali”, svo ég varð að útskýra hina gagnrýnu líkingu mína. “Willis selur mannskemmandi ofteldisvímu til bandarísku þjóðarinnar og vogar sér síðan að dúkka upp á flokksráðstefnu Republíkana til að styðja hægrisinnaða pólitík. Látum hann skemmta sér með GeorgeBush”. Póhtík er aldrei langt undan í huga mínum þegar ég fer í bíó; ég lít á kvikmyndir sem skemmtun með merkingu og skrifa til að skilja hvernig þær virka og hvaða áhrif þær hafa á menningu okkar. Þetta er and- stætt viðhorfum fjölda fólks - og flestra þeirra sem skrifa um kvikmyndir - til listformsins. Á tíunda áratugnum standa flestir áhugamenn um kvikmyndir í þeirri trú að þeir eigi að taka þátt í að kynna iðnaðinn frekar en að reyna að skilja hina fjölbreytilegu tjáningu þeirra sem gera myndirnar. Ékki hjálpar til að fjölmiðlar birta nú vikulega aðsóknartölur og gera þannig almenning að þáttakanda í innviðum þessa iðn- aðar. (Að alast upp sem svartur amerískur kvik- myndaáhugamaður þýðir að maður þróar með sér heilbrigðar og gagnrýnar efasemdir, vegna þess að maður er utan við draumaverksmiðjuna). Til að gera illt vera hefur gagnrýni uppá síðkastið orðið fyrir barðinu á aukningu ólæsis, sem kynt er undir af fátæklega orðaðri og ofureinfaldaðri kynningar-blaðamennsku. Þegar Wilhs gortar síðan yflr því að enginn lesi lengur er hann ekki bara að veitast að áhrifaleysi gagnrýni, heldur einnig að benda á kringumstæður okkar daglega lífs, þar sem h'tt er spáð og spekúlerað eða reynt að nálgast mál með greindarlegum hætti. Ummæli Willis bera vott um valdhroka og gagn- rýnendur sem taka undir línuna frá Hohywood um að kvikmyndir eigi aðeins að skemmta, eru að bregðast skyldum sínum. Umburðarlyndi gagnvart ómerkilegum myndum, með því að kalla þær “sumarmyndir”, vanrækir að taka með í reikninginn að slíkt rusl fáum við í hausinn árið um kring. Það er erfltt verk að fá fólk til að hugsa þegar það er hætt að lesa - það er auðvelt að hafa ofan af fyrir því með sprengingum, elt- ingaleikjum, fyrirsjáanlegum söguþræði og risavöxnum auglýsingaherferðum. Gagnrýnandi hefur góða ástæðu - í rauninni ber honum skylda - til að berjast gegn þessari jtróun. Menningarpólitík er óaðskiljanlegur hluti listsköpunar. Ein mesta ráðgátan af fjölmörgum skandölum á sviði gagnrýni á þessum áratug, er viðurkennlng bandarískra gagnrýnenda á “kjánalegum skemmtimyndum” sem góðum valkosti fyrir áhorfendur. Þannig var hinni kraumandi Pulp Fiction hampað á efri enda þessa fagurfræðilega valdaafsals og Independence Day á hinum neðri. Verst af öllu var svo þegar Mars Attacks! eftir Tim Burton var frumsýnd sex mánuðum eftir ID4. Það vildi svo til að myndin dró dár að vísinda- söguhysteríu ársins og innihélt meðal annars dásamlega brandara um pólitík tíunda áratugarins og fáranleika menningar okkar - en gagnrýnendur tættu hana í sig og töldu misheppnaða skemmtun. Sú krítik var reyndar uppgjöf, hraðsending nútíma kvikmyndamenningar inní myrkur hins grófa fjöldasmekks. Ef hasarmyndirnar lýsa þjóðfélagi þessa áratugar sem sjálfselsku, blóðþyrstu og ofsóknarbrjáluðu, sannar það að við höfum geflð vitund okkar á vald tæknilega fullkominnar afþreyingar, sem ekki inniheldur neinskonar siðferðislega festu. Mig dreymir um að sjá, skilja og skrifa um fleiri góð- ar myndir, Iíkt og þær sem löðuðu mig að þessu hstformi í upphafi. En hin vikulega martröð mín birtist í bréfum sem ég byrjaði að fá eftir að ég hóf að skrifa fyrir útbreitt vikurit í New York, þar sem lesendur - lúnir afturhaldssinnuðu sálufélagar Bruce Wilhs - kvarta undan því að mér líki ekki við neitt. Þeir argast í mér, þrátt fyrir yfirlýsta ánægju núna með myndir eins og The Delta eftir Ira Sachs, Hamsun eftir Jan Troell, The Pillow Book eftir Peter Greenaway, The Lost World eftir Steven Spielberg (bíðum nú við? - ritstj.), Nowhere eftir Gregg Araki og A Moment of Innocence eftir Moshen Makhmalbaf. Ég veit að óánægja þeirra stafar af fordæmingu minni á hinni yfirkynntu Hollywood framleiðslu sem þeir gleyptu við, en ég óttast þær vísbendingar sem sjást víða, að gagnrýni sé orðin svo spillt að hinir fáu lesendur hennar haldi að manni eigi að líka við allt. Að líka og mislíka eru tvær hliðar á sömu iðju. Gagnrýnandi sem tekur sig alvarlega hefur jafn mikinn áhuga á að skrifa um slæma mynd eins og góða vegna þess að báðar varpa þær ljósi á félagslegar kringum- stæður og koma frá ímyndunaraflinu. Þessvegna eru myndir Bruce Willis sérlega vel fallnar til greiningar - hvort sem er fyrir ágæta fagurfræði eða fyrirlitleg viðhorf. En uppstökkir lesendur sem vilja aðeins meðmæli, telja að jákvætt viðhorf til kvikmyndarinnar fehst í samþykki á vinnubrögðum kvikmyndaiðnaðarins. Kjarni vandans sem gagnrýnin ghmir við nú um stundir felst í skorti á köldu mah - það er ómögulegt að segja til um hvorý gagnrýnendum nútímans líki við kvikmyndir yfirleitt. Ábyrgðarlaust og hugsunarlaust hól um allar tegundir mynda gefur til kynna allsherjar slæman smekk og er um leið skotheld sönnun þess að gagn- rýnendur hafa gengið í lið með iðnaðinum sem nokkurskonar kynningarfulltrúar. Undanfarin tuttugu og fimm ár hefúr gagnrýni færst frá því að vera köhun yflr í það að vera verslun. Hún hefur verið gerð að hégóma í sjónvarpsþáttum með galgopalegum krítik-kynnum og hún hefur skroppið saman í dagblöðunum þar sem aðeins virðist vera pláss til að kynna dýra og nýja framleiðslu en ekki listamenn og hugmyndir. Þetta hefur leitt til gengisfeliingar gagnrýnandans - fólk les ekki vegna þess að því líkar ekki hin gagnrýna nálgun. Hreint út sagt þá býst fólk við auglýsingum og það er einnútt það sem margir kollegar mínir skaffa, sérstaklega með því að samþykkja umyrðalaust allt sem lagt er fyrir þá sem meiriháttar pródúkt frá kvikmyndaverunum. Þetta er afskræming á sannri ástríðu eða “cinephilia” - hugtaki sem nýlega varð tilefni hvassra orðaskipta meðal bandarískra gagnrýnenda, sem fannst ómaklega að sér vegið fyrir skort á afstöðu. Þegar Brian De Palma og Quentin Taranhno kvörtuðu sáran yfir skorti á gagnrýnendum með vigt í Projections 5, afhjúpuðu þeir dæmigert hald og traust á meginstraumsfjömiðla sem uppsprettu - raunar loftvog - upplýsinga sinna. í Bandaríkjunum styðja stóru fjölmiðlarnir ekki við bakið á alvarlegri gagnrýni en fóstra yfirborðslegt viðhorf til kvikmynda - slúður um fjármögnun í Hollywood og andstyggilegan áhuga á gróusögum og hástemmdum hugdettum. Sem verkamaður í víngarði hinnar smáu pressu varð ég leiður yfir fáfræði De Palma gagnvart stöðu gagn- rýninnar; hún afhjúpaði hinar kulnuðu glæður hans hvað varðar fagurfræðilega umræðu. (Kannski lesa kvikmyndagerðarmenn aldrei - eða lesa bara um bíó). í stað þess að leita uppi hina sárafáu alvarlegu og einbeittu krítikera, fylgjast þeir aðeins með hinum stóru fjölmiðlum líkt og kvikmyndaframleiðendur sem eitt sinn gengu á mála hjá bönkunum. Hin persónulegu tengsl gagnrýnenda og kvikmynda- gerðarmanna gætu bætt kvikmyndirnar, en núverandi bræðralag hefur lækkað kröfurnar í báðum greinum. Við strjúkum þeim, þeir láta sem við séum ekki til. í stað gefandi skoðanaskipta hafa báðir aðilar gengið í vanheilagt samband, byggt á sölumennsku en ekki hugmyndum. Kvikmyndin og gagnrýnin geta orkað hvetjandi á hvora aðra en báðar þurfa að vera reiðubúnar að læsa saman hornum og takast á. Land&syrar 9

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.