Feykir


Feykir - 22.10.2015, Síða 11

Feykir - 22.10.2015, Síða 11
40/2015 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti að skella sér heitt og gott freyðibað .... Spakmæli vikunnar Flestir segja að þú verðir að hætta hinu og þessu þegar þú verður gamall. Ég segi að þú verðir gamall vegna þess að þú hættir hinu og þessu. - Theodore F. Green Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Krossgáta „Það er eiginlega bara allt gaman, vera úti og inni.“ Orri Sigurbjörn Þorláksson, Langhúsum Feykir spyr... Hvað er skemmti- legast við sveitina þína? Spurt í Sólgarðaskóla í Fljótum UMSJÓN kristin@feykir.is Aðferð: Mixum þetta vel og bætum síðan þurrefnunum út og mixum aðeins betur. Deiginu hellt í kringlótt 26 sm. sílikon form (Tupperware frá Jobbu í Fagranesi - auðvitað!) og síðast grófsaxa ég eina plötu af 80% suðusúkkulaði, strái yfir deigið og hræri nokkra hringi með gaffli. Bökum svo í 175°C heitum ofni í 30 - 35 mín. KVÖLDVERÐUR Laugardagspítsan okkar 250 g gróft spelt 3 tsk vín steins lyfti duft ½ tsk fínmalað himalaya salt 1 tsk heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum 2 msk ólífu olía 140 ml heitt vatn Ég byrja alltaf á því að raða einu bréfi af beikoni á smjörpappír og baka í ofni á meðan við gerum botninn. Við fletjum deigið eins þunnt út og við getum þangað til botninn nær nokkurn veginn horn í horn á venjulegri ofnplötu. Ég bretti síðan örlítið upp á alla kanta og forbaka botninn í um 5 mínútur. Við notum Hunt´s pizzasósu og Georgs megin er þétt lag af sveppum og síðan stráum við þunnt sneiddu putta-pepperoni og beikoni yfir. Ég klippi hverja beikonsneið niður í 5-6 bita með skærum. Mín megin fer alls konar grænmeti, misjafnt hverju sinni og fer aðallega eftir úrvali ísskápsins og auðvitað beikon. Síðan kemur galdurinn okkar - mér fannst alveg ómögulegt að hafa engan ost á pizzunni en einhver benti okkur á að hræra egg og hella yfir áður en pizzan fer í ofninn. Ég nota yfirleitt 3 egg, hristi vel í sósuhristara og helli yfir alla pizzuna þegar áleggið er komið á, uppbrettu brúnirnar passa að ekkert leki út fyrir og síðan bökum við pizzuna í ofni þangað til botninn er fullbakaður og eggin hafa hlaupið og mynda því gult lag yfir pizzunni, sem minnir talsvert á ost í útliti og heldur álegginu á sínum stað þegar við borðum pizzuna. Nokkrar pítsusneiðar fara svo á lítinn hliðardisk, plast yfir og inn í ísskáp því það besta sem Georg fær í morgunmat er köld pítsa. Það er því hefð hjá okkur að baka pítsu kvöldið fyrir afmælisdaginn hans. Við skorum á Ástrósu Villu vin- konu okkar og Guðna Má að vera næstu matgæðingar. Verði ykkur að góðu! Bananakaka Georgs og Laugardags- pítsan okkar MORGUNVERÐUR Dásamleg morgunverðarkaka 4 dl hafrar 1 tsk vínsteinslyftiduft smá fínmalað himalaya salt kanill eftir smekk (við setjum MIKIÐ) Aðferð: Við mæðginin vorum orðin leið á hafragraut á morgnana svo ég fann uppskrift af ofnbökuð- um hafragraut. Georg er með dæmigerða einhverfu og það hvarflaði ekki að honum að smakka enn einn hafragrautinn en mamm- an breytti bara nafninu aðeins. Þetta setjum við í 26 sm kringlótt sílikon form (Tupperware frá Jobbu í Fagranesi – auðvitað!) og hrærum vel saman með gaffli. Í blandara setjum við svo: 1 egg 1 vel þroskaðan banana 3 dl af mjólk, hvaða mjólk sem er en við notum oftast möndlumjólk 1 tsk Pure Vanilla extract Mixum þetta vel saman og hellum svo yfir formið, hræri nokkra hringi með gaffli. Síðan söxum við 1-2 banana í sneiðar og röðum þétt yfir grautinn. Síðast kanilsykur (við notum sukrin) yfir allar bananasneiðarnar og bökum í 175°C heitum ofni í um hálftíma. Þessi er líka góð köld svo við skerum afganginn í sneiðar og frystum; gott að grípa með í nesti. HRESSING Bananakaka Georgs 1 og ½ dl gróft spelt 1 dl fínt spelt 1 tsk vínsteinslyftiduft ¼ tsk matarsódi ¼ tsk fínmalað himalaya salt 1 tsk kanill (og stundum gott betur) 1 dl púðursykur (við notum sukrin gold) Aðferð: Setjum þurrefnin í skál og hrærum vel saman. Í matvinnsluvél setjum við: 1 kúffullan bolla af soðnu blómkáli 4-5 vel þroskaða banana 2 stór egg ½ dl kókosolíu 1 tsk Pure Vanilla extract MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Við þökkum góðvinum okkar Valdísi og Baldri fyrir áskorunina. Georg er með mjólkuróþol svo uppskriftirnar taka mið af því. Ég er agalegur slumpari og það er því talsverð áskorun að skrifa niður þessar uppskriftir þar sem ég kann þær orðið utan að og nota því nokkurs konar „bakara-auga“ við baksturinn,“ segir Sigurlaug Ingimundardóttir frá Skagaströnd en hún og Georg sonur hennar eru matgæðingar vikunnar. Mæðginin Sigurlaug og Georg eru matgæðingar vikunnar „Hjálpa pabba að smíða. Það fauk þak af fjárhúsunum og við erum búnir að laga það.“ Konráð Jónsson, Þrasastöðum „Mér finnst skemmtilegast að reka rollurnar og hjálpa með þær.“ Mikael Jens Halldórsson, Molastöðum „Maður fær frið, það eru ekki mikil læti.“ Leifur Hlér Jóhannesson, Brúnastöðum Georg og Sigurlaug. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.