Feykir


Feykir - 22.10.2015, Blaðsíða 12

Feykir - 22.10.2015, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 40 TBL 22. október 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Frumsýning Kardemommubæjar í Bifröst Sýningar fara vel af stað Það var hátíð í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki sl. laugardag þegar Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi fyrir fullu húsi hið sívinsæla barnaleikrit eftir Thorbjørn Egner, Kardemommubæ. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Eftirvæntingin leyndi sér ekki þegar blaðamaður leit baksviðs skömmu fyrir sýningu, hinn stóri hópur sem kemur að sýningunni var fullur af gleði og taugatitringi í bland. Þegar kom að því að draga frá leiktjöldin small allt eins og í sögu, söngur, dans og gamanleikur skemmtu áhorfendum, stórum og smáum, frá upphafi til enda. Það er svo sannarlega gaman að heimsækja Karde- mommubæ. TEXTI OG MYNDIR: BÞ Styrktar- sjóðsball Húnvetninga Von, Alma Rut og Kristján Gísla skemmta Hið árlega Styrktarsjóðsball Húnvetninga verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 24. október. Hljómsveitin Von ásamt Ölmu Rut og Kristjáni Gísla munu halda uppi stuðinu fram á nótt. Húsið opnar kl. 23:00 en hljómsveitin byrjar að spila á miðnætti. Aldurstakmark er 18 ára. Í tilkynningu um viðburðinn eru íbúar svæð- isins hvattir til að fjölmenna og eiga saman gott kvöld og styrkja gott málefni í leiðinni. Styrktarsjóður Húnvetn- inga var stofnaður þann 16. mars árið 1974 og er markmið sjóðsins að veita héraðsbúum hjálp þegar óvænta erfiðleika ber að höndum. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.