Feykir


Feykir - 29.06.2016, Blaðsíða 6

Feykir - 29.06.2016, Blaðsíða 6
6 25/2016 staðar á landamærunum og börðumst,“ segir hann og hlær. Gunnar Bragi fór fyrst í framboð fyrir Framsókn í bæjar- stjórnarkosningum Sauðárkróks 1990, 22 ára gamall. Þá starfaði hann m.a. í félagsmálanefnd og segir það hafa verið lærdóms- ríkan tíma fyrir ungan mann. Hann fór til Reykjavíkur til að stunda nám í atvinnulífs- félagsfræði við Háskóla Íslands árið 1995. Árið 2000 gafst tækifæri til þess að flytja aftur á heimaslóðirnar og árið 2002 bauð hann sig fram á nýjan leik og var þá kjörinn í bæjarstjórn. „Ég ætlaði mér alltaf að vera a.m.k. tólf ár í sveitarstjórnar- málunum en svo æxlast hlutirnir þannig að Magnús Stefánsson þingmaður hættir í pólitík. Þá ákvað Guðmundur Steingríms- son að bjóða sig fram. Við vorum nokkrir sem gátum ekki hugsað okkur að láta hann um þetta allt saman þannig að úrræðið var að ég byði mig fram. Það gekk ljómandi vel. Síðan í kosning- unum 2013 leiði ég framboðs- listann í kjördæminu á ný með frábæru fólki og við uppskerum fjögur sæti á þingi.“ „Ég segi gjarnan að ég hafi verið viðloðandi pólitík síðan ég var sex eða sjö ára. Það var alltaf mikið rætt um stjórnmál á heimilinu og í stórfjölskyldunni var blanda af Sjálfstæðisfólki, Alþýðuflokksfólki og Fram- sóknarmönnum. Pabbi var alltaf að aðstoða Stefán Guðmundsson þingmann í kosningum. Ég man fyrst eftir mér sex eða sjö ára, hlaupandi með nafnalista yfir þá sem kusu, úr Safnahúsinu yfir í gamla Iðnaðarmannahúsið við hliðina á Framsóknarhúsinu. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Síðan þá held ég að það hafi ekki verið kosningar sem ég hef ekki tekið þátt í,“ rifjar Gunnar Bragi upp. Gunnar Bragi er Skagfirð- ingur í húð og hár, fæddur 9. júní 1968. Foreldrar hans eru Sveinn Margeir Friðvinsson frá Sauðárkróki og Ingibjörg Gunn- hildur Jósafatsdóttir frá Gröf á Höfðaströnd. Hann minnist uppeldisáranna á Króknum með hlýju og segir frá ævintýra- leikjum í Sauðárgilinu og við Áshildarholtsvatnið. „Ég átti stóran og góðan vinahóp. Hverf- in tókust á þegar maður var unglingur, við mættust einhvers- Síðustu ár hafa verið umhleypingasöm í stjórnmálasögu Íslands og óhætt að segja að pólitíska landslagið sé gjörólíkt því sem áður var. Gunnar Bragi Sveinsson hefur verið í þungamiðju þessara breytinga frá því hann settist á þing fyrir Norðvesturkjördæmi árið 2009 og hefur síðan þá gegnt tveimur ráðherraembættum. Gunnar Bragi settist niður með blaðamanni Feykis á fallegum laugardegi á Króknum og sagði frá því hvernig neistinn fyrir pólitíkinni kviknaði snemma á lífsleiðinni og þeim stóru verkefnum sem hann hefur haft með höndum í sínu starfi sem þingmaður og ráðherra. loknum þingkosningum árið 2013 lögðu Framsóknarmenn áherslu á að leiða verkefni sem snúa að sjávarútvegi og land- búnaði, auk þeirra sem snúa að Evrópusambandinu. „Við sótt- um mjög fast að hafa þau embætti sem snúa að hvoru tveggja og settumst síðan yfir hvernig við gætum skipt þessu. Niðurstaðan varð sú að ég fór í Utanríkisráðuneytið og Sig- urður Ingi Jóhannsson í Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið. Ég er mjög glaður með að mér skildi treyst fyrir þessu stóra verkefni, að fara í Utanríkisráðuneytið, en á sama tíma verð ég að viðurkenna að ég sá svo sem eftir því að geta ekki farið strax í sjávarútveginn og landbúnaðinn, sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þegar ég lít til baka þá sé ég ekki eftir tímanum í Utanríkisráðu- neytinu, eina eftirsjáin er að það er svo erfitt að vera í tengslum við fólkið og kjördæmið þegar þú ert í því embætti en ég veit að almennt sýnir fólk því skilning.“ Spurning um prinsipp Gunnar Bragi segir ótal heim- sóknir og alþjóðasamninga standa uppúr starfi hans í Utanríkisráðuneytinu og að óskaplega mikill tími hafi farið í ferðalög. „Það sem stendur uppúr er að hafa klárað þetta Evrópusambandsmál. Það var umdeilt og erfitt en með því að fylgja því fast eftir þá gerðum við það. Það verður örugglega alltaf umdeilt en það er bara hluti af þessu, það þýðir ekkert að vera í pólitík ef þú ætlar ekki að vera pínulítið umdeildur.“ Þegar hann er spurður nánar út í þá ákvörðun segir Gunnar Bragi að það hafi alveg verið ljóst að það væri stefna stjórnarflokkanna að ganga ekki í Evrópusambandið og að þingið réði ekki við að taka þessa ákvörðun. Því var ákveðið að fara þessa leið. „Í framhaldinu höfum við átt í mjög góðu samstarfi við Evrópusambandið, ef eitthvað er hafa þau vaxið og batnað. Það var fullur skilningur á þessari stöðu þeim megin.“ Í framhaldinu spyr blaða- maður hvernig ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusamband- ið horfi við honum. Hann segir að Evrópusambandið verði að horfa í eigin barm til þess að koma í veg fyrir þessa þróun. „Bretland hefur verið 43 ár í Evrópusambandinu. Því fylgja ýmsar skuldbindingar sem hafa alltaf verið að aukast, ákvarðanir eru fremur teknar miðlægt á meginlandi Evrópu en í þjóð- Þingmaðurinn og ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson í Feykisviðtali „Fjarlægðin við fólkið og kjördæmið reyndist erfið“ Gunnar Bragi Sveinsson með Krókinn í baksýn. MYND: BÞ Þegar Gunnar Bragi er spurður hvort hann hafi ekki þótt ungur þegar hann byrjaði í pólitík svarar hann að það komi enginn fullskapaður inn í stjórnmálin. „Það geta allir farið í pólitík ef þeir hafa eitthvað til þess að berjast fyrir en svo er þetta þroskaferli. Mér finnst ég enn vera að þroskast í ákveðna átt í pólitíkinni, bæði hvað mig sjálfan varðar og að læra inn á hvernig aðrir eru að vinna eða hugsa. Ég held að þetta sé eitt- hvað sem þú útskrifast aldrei úr. Þetta er óskaplega skemmtilegt og gefandi, þó þetta sé stundum skelfilega erfitt. Það er ekkert eins slæmt í pólitíkinni og þegar maður skilur ekkert eftir sig,“ segir hann af sannfæringu. Þingmannahópurinn samstilltur Gunnar Bragi segir að það hafi verið sérstakt að setjast á þing á þessu tímabili, skömmu eftir hrunið. „Ég hafði aðeins fengið smjörþefinn í kringum Stefán Guðmundsson, Magnús Stefáns- son og ekki síst sem aðstoðar- maður Páls Péturssonar, en árið 2009 var andrúmsloftið allt öðruvísi. Það var allt þyngra og erfiðara og vantraustið mikið. Því miður hefur okkur ekki lánast nógu vel að byggja það upp aftur en þetta er allt á réttri leið,“ bætir hann við. Gunnar Bragi segir þing- mannahópinn fyrir Norðvestur- kjördæmi samstilltan. Þau hafi lagt áherslu á að ýta áfram verk- efnum sem tengjast kjördæm- inu í byggða-, samgöngu- og raforkumálum. „Í tillögum okkar Framsóknarmanna var jöfnun raforkuverðs og -flutn- ings en mesta vinnan hefur farið í að reyna verja fjármuni sem að voru í kjördæminu, því það þurfti að fara í mikinn niður- skurð og sparnað, en engu að síður hefur tekist sæmilega til. Við lögðum af stað með ákveðnar hugmyndir sem náðu fram að ganga á endanum. Eitt verkefni sem við lögðum mikla áherslu á, og tengist öllu landinu, var svokallað ljósleiðaraverkefni – að tengja sveitina og tengja byggðirnar.“ Við stjórnarmyndun að

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.