Smárit Hvítabandsins - 01.01.1903, Page 4

Smárit Hvítabandsins - 01.01.1903, Page 4
4 skeinmta sér á föstudaginn langa, ineðan fólkið væri að „flækjasti kirkju* og allir væru með svo miklum helgidagasvip; og kom þeim ioks saman um að þeir skyldu fara inn í eina leyniknæpuna og spila þar um peninga og fá sér um leið „ærlega hress- ingu.* Peir spiluðu og drukku, blótuðu og töluðu gáleysislega, engiim þeirra virtist hugsa um að það var föstudagurinn langi. Einum þeirra varð litið á stundaklukkuna and- spænis á þilinu, rétt um ieið og hann bar vínglas- ið að vörum sér, hún var 3. „En hvað okkur liður nú vel,“ sagði hann háðslega, .„við setjum hér saman og drekkum eins og okkur lystir til, en hann á krosstré þyrsti.* Siðan teygaði hann úr glasinu með mestu á- nægju. ,En' hann á krosstré þyrstir" — endur- tóku nokkrir af félögunurn og ráku upp skellihiátur. En þessi orð nistu hjarta eins þeirra sem sverðs- egg. Ógurlegur ótti og skelflng gagntók hann, hvernig sem hann reyndi til að hrinda þeim hugs- unum frá sér og liafa vald yfir tilfinninguin sínum. ,En hanu á krosstré þyrsti!“ orðin hijómuðu i sifeilu fyiir eyruin hans. Hann þolir ekki við iengur, hann hlýtur að fara leiðar sinnar. Hann kemur hoira til sín, feilur á kné og andvarpar: ,Drottinn Jesús, þú hékst á krossinum og þoldir þorsta og píslir, þú baðst fyrir þeim, er líflétu þig: Faðir, fyrirgef þeim." Þú miskunnaðir jafnvel ræningjan- um. Ó, líknaðu mér einnig; vertu mér syndugum líknstmur!“

x

Smárit Hvítabandsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Smárit Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/1284

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.