Póstblaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 1

Póstblaðið - 01.05.1911, Blaðsíða 1
PÓSTBLAÐIÐ íír. 2 Maí — ágúst. 1911 1. Á skrá yfir blöð og tímarit, sem flutt eru samkvæmt n. gr. f. í póstlögun- um, skal bæta þessum blöðum: Ríki. Ábyrgðarmaður Sigurður Lýðsson. Viðtökustaður Reykjavík Fósturjörðin. — S. B. Jónsson. —»— —»— Birkibeinar. — Bjarni JónssonfráVogi. —»— —»— Herópið. — N. Edelbo. —»— —»— Ungi hermaðurinn. — — —■»— —»— 2. Með blaði þessu fylgir reglugjörð um viðauka við breyting á reglugjörð 21. tnaí 1908 um meðferð á póstsendingum til eða frá stjórnarvöldum og sveitarstjórnum eða bæjarstjórnum, dags. 20. júní þ. á. Ennfremur fylgir með blaðinu reglugjörð um breyting á reglugjörð 7. marz 1908 um notkun pósta, dags. 5. júlí þ. á. Samkvæmt henni skal strika út orðið: »áleiðis til stjórnarráðsins« í 12. gr. i leiðarvisi fyrir póstsfgreiðslumenn og 9. gr. í leiðarvísi fyrir bréfhirðingamenn. 3. Þótt póstböggli frá útlöndum sé eigi veitt móttaka eða eigi greidd póstkrafa, sem á honum kann að hvila, skal eigi strax senda böggulinn aftur, heldur skal spyrjast fyrir um það hjá sendanda, svo fljótt sem hægt er, hvað hann vilji láta gjöra við bögg- elinn, eins og segir í reglugjörð við bögglapóstsamninginn, sem gjörður var í Róm 1906, XV. gr. Eyðublað nr. 76 skal nota til þeirrar fyrirspurnar. Sum pósthús hafa að undanförnu strax sent póstböggla, sem eigi hafa komist til skila, til Reykjavikur, en þar sem sendendur venjulega svara annaðhvort því, að við- takanda skuli aftur boðinn böggullinn, eða, að hann skuli afhentur öðrum manni þar á staðnum, verða bögglarnir að sendast aftur frá Reykjavík. Á slikum hrakningum hafa bögglar oft skemst og hlutaðeigendur eða landssjóður orðið að borga skaðann. Bögglarnir verða þvi að bíða á ákvörðunarstaðnum unz svar sendanda er komið eða að liðinn sé sá tími, frá þvi að fyrirspurnin var send, sem ákveðinn er í nefndri XV. gr., 3. fið, 2, 3 eða 6 mánuðir, eftir þvi hvaðan böggullinn er. 4. Hin gömlu póstlög, sem fyrir löngu eru gengin úr gildi, skulu póstaf- greiðslumenn endursenda til póststofunnar í Reykjavík fyrir áramót, hafi þeir eigi þegar gjört það. 5. Milli íslands og Rússlands má senda böggla með áhvilandi póstkröfum eftir likum reglum og milli íslands og annara utanrikislanda. Upphæð hverrar póstkröfu má ^era 720 kr. héðan, en 400 rúblur frá Rússlandi. Þessi póstkröfubögglaviðskifti ná ekki úl Finnlands. Póstmeistarinn í Reykjavík. Sigurður Briem. ísafoldarprentsmiðja

x

Póstblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstblaðið
https://timarit.is/publication/1288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.