Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.10.2017, Blaðsíða 34
LESBÓK Leiksýningin Þú kemst þinn veg er sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyriá morgun, sunnudag, kl. 20. Þar er sögð saga Garðars Sölva Helga-
sonar sem glímir við geðklofa með sérstöku umbunarkerfi.
Þú kemst þinn veg hjá LA
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.10. 2017
Slitförin heitir ljóðabók eftir Fríðu Ísbergsem Partus gefur út. Þetta er fyrsta bókFríðu, en hún átti ljóð í Ég er ekki að
rétta upp hönd, ljóðasafni Svikaskáldanna,
sem hún tilheyrir, og hefur birt ljóð í Tímariti
máls og menningar.
Fríða lauk grunnprófi í heimspeki og meist-
araprófi í ritlist frá Háskóla Íslands, var einn
af ritstjórum Meðgöngumála, smásagnaseríu
Partusar, og hefur skrifað bókagagnrýni fyrir
Times Literary Supplement. Hún hlaut ný-
ræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta
í vor og þriðju verðlaun í Ljóðstaf Jóns úr
Vör.
Leit unglingsins
Slitförin eiga rætur í ritlistarnámi Fríðu og á
vefsetri Skemmunnar má lesa eftirfarandi lýs-
ingu á verkinu: „Slitförin er ljóðverk sem
fjallar um leit unglingsins að eigin sjálfi í
blússandi einstaklingshyggju samtímans,
sjálfsmeðvitund, örvæntingu, mótþróa, sorg
og sátt.“ Fríða skellir upp úr þegar ég ber
þessa flúruðu lýsingu undir hana en segist síð-
an vissulega hafa verið að pæla í sjálfs-
skilgreiningarþörf unglingsins og þá sér-
staklega frá sinni kynslóð.
„Ég er alin upp í velmegun og einstaklings-
hyggju þar sem allir möguleikar eru opnir og
við eigum öll að verða eitthvað. Við eigum öll
að fylgja draumum okkar og eigum alla mögu-
leika opna, en þaðan sprettur kvíðinn. Það er
viss örvænting í því að finna ekki eigið sjálf;
við eigum öll einhvern veginn að finna okkur.
Það er gífurleg áhersla lögð á að
lifa vel, frekar en að lifa af.“
Skurður, Slitförin
og Saumar
Bókin skiptist í þrjá hluta,
Skurð, Slitförin og Sauma, og
Fríða segir að hlutarnir
spanni þrjú tímabil: „Í mið-
kaflanum, Slitförunum, sem
er stærsti hluti verksins, er
ljóðmælandinn á unglings-
árum og að reyna að ákveða
hvað er uppáhalds kaffihúsið og hvað er uppá-
halds hitt og þetta, að reyna að falla inn í
hjörðina og skera sig líka úr henni.
Síðan fattaði ég í miðju ferli að ég gæti ekki
endilega verið að tala mikið um unglinginn og
hvað hann væri að velja án þess að tala um for-
eldrana líka, því mótþróaskeiðið er svo mikil-
vægur þáttur í því að verða einstaklingur, að
sarga naflastrenginn í sundur sjálfur. Þær pæl-
ingar, í bland við persónulegri mið, fóru í Skurð.“
– Á persónulegri mið, segir þú, og Skurður
virkar einmitt sem mjög persónuleg ljóð.
„Öll ljóðin í bókinni eru persónuleg ljóð en
ekki sendilega sjálfsævisöguleg. Ég er að
glíma við mínar tilfinningar en tek söguna að-
eins frá sjálfri mér til að fá frelsi til að skrifa
mig frá tilfinningum – þetta er persónuleg en
skálduð ljóðsaga.
Það er uppgjör í Saumum, síðasta kaflanum.
Þegar maður er að gera eitthvað upp þá nær
unglingurinn að setja sig í spor móðurinnar og
reynir að gera sér grein fyrir því hvað
var að gerast. Það er kannski líka ákveð-
in uppgötvun að það er ekki alltaf hægt að ætla
að hreinsa sárið aftur og aftur, stundum er
sárið komið svo langt inn í fortíðina að maður
verður bara að halda áfram og lifa með því,
hætta að reyna að pikka í það.“
Lokaverkefni í ritlist
– Í áðurnefndri skráningu í Skemmunni segir
að leiðbeinandi sé Sigurður Pálsson. Byrjaðir
þú á bókinni í tímum hjá honum?
„Já, hann Sigurður var leiðbeinandinn
minn og vann handritið með mér í heilt ár, en
Slitförin voru lokaverkefni mitt í ritlist.
Hann fær sérstakar þakkir í lokin og hann
hafði gríðarleg áhrif á okkur öll í ritlistar-
náminu. Þessi bók væri ekki sú sama ef hann
hefði ekki komið að henni. Hann var nátt-
úrlega búinn að pæla mikið í unglingnum
sjálfur út frá minningabókum sínum og skildi
nákvæmlega hvað ég var að gera, það var
auðvelt fyrir okkur að halda áfram þaðan.“
Móðir mín og faðir minn
– Eitt ljóð sem situr í mér er L’Absinthe
sem þú nefnir eftir málverki eftir Edgar Deg-
as, en eftirminnilegt úr því málverki er meðal
annars svipurinn á ungu konunni sem þar situr
og horfir tómlega fram fyrir sig í uppgjöf eða
örvæntingu …
„… eða einmanaleika. Þar er líka móðirin
sem kemst aldrei undan áliti fólks í kringum
sig, það er alltaf verið að dæma hana. Þá verð-
ur maður að því sem fólk dæmir mann; því sem
haldið er til streitu, og þannig missir maður
trúna á sjálfan sig“
– Ýmislegt hnýtir bókina saman, þar á með-
al þrjú ljóð þar sem myndlíkingar foreldra
koma við sögu – Í Á ystu nöf: faðir þinn fálki /
móðirin rjúpa, í Melrökkum: móðir þín mórauð
/ faðir þinn hvíthvítur og í Selir eða sjómenn:
móðir þín á landi / faðir þinn á sjó.
„Í fyrsta ljóðinu er það pabbinn sem fer frá
mömmunni, í öðru ljóðinu skiptast þau á að
fara hvort frá öðru og í því þriðja fer mamman
frá pabbanum. Ég er skilnaðarbarn og maður
fær alltaf að heyra ásakanir fljúga fram og til
baka og veit aldrei hvað er hvað. Maður er allt-
af að reyna að skilja og skilja og skilja, en það
er oft svo mikill skotgrafahernaður hjá for-
eldrunum, þau fljúga bara hvort yfir annað.
Maður er alltaf að ásaka foreldra sína þegar
maður er unglingur, kenna einhverjum um, en
það er svolítið eins og að vera að gera upp eitt-
hvað sem maður getur eiginlega ekki gert upp,
þetta er bara þeirra.“
Fríða Ísberg ljóðskáld
og ritlistarmeistari.
Morgunblaðið/Hanna
Persónuleg en skálduð ljóðsaga
Í ljóðabókinni, Slitförunum, yrkir Fríða Ísberg um það að vera unglingur í leit að skilgreiningu og tilgangi með
reynslu sinnar kynslóðar í huga sem hafi alist upp við að gífurleg áhersla væri lögð á að lifa vel, frekar en að lifa af.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
’Öll ljóðin í bókinni erupersónuleg ljóð en ekkiendilega sjálfsævisöguleg.Ég er að glíma við mínar
tilfinningar en tek söguna
aðeins frá sjálfri mér til að
fá frelsi til að skrifa mig frá
tilfinningum – þetta er per-
sónuleg en skálduð ljóðsaga.