Morgunblaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.2017, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2017 7SJÁVARÚTVEGUR Arion eignastýring býður fjölbreytt úrval sjóða fyrir ólík fjárfestingarmarkmið. Við mætum þínum þörfummeð traustri ráðgjöf og djúpri þekkingu á möguleikum markaðarins. Saman stefnum við að árangri Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf umað ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð umað kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Veldu samferðamann með úthald og reynslu myndu fyrirtækin í greininni þá greiða hlutfallslegt gjald eftir því hvort reksturinn gengur betur eða verr. „Núverandi veiðileyfagjald er gallaður skattur á marga vegu, og þá sérstaklega vegna þess að gjaldið byggist á útreikningum um hugsan- lega arðsemi veiðanna og notar sem forsendur veiðarnar fyrir tveimur ár- um síðan. Er útkoman gjald sem get- ur komið verr niður á smærri útgerð- um, og leggst af miklum þunga á greinina þau ár sem harðnar á daln- um.“ Auk þess að leggja til hærri gjöld fyrir að nýta auðlindir hafsins þá vilja sumir flokkarnir binda kvóta við ákveðin landsvæði eða þorp eða haga úthlutun kvóta með það fyrir augum að efla atvinnustarfsemi í byggðalög- unum. Birgir er ekki hrifinn af til- lögum af þessum toga, og óttast að þær geti unnið gegn hagræðingu í greininni, og því markmiði að gera fiskveiðarnar arðbærar. „Við getum gert okkur í hugarlund hvernig ástand sjávarútvegsins væri ef engin samþjöppun og tilfærsla á kvóta hefði orðið frá 1984 og fiskurinn væri áfram veiddur með sama hætti. Það var ekki mikil arðsemi í greininni þá og marg- ar bæjarútgerðir sem reknar voru með tapi.“ Birgir minnir á að lögin tryggi sveitarfélögum forkaupsrétt á kvóta sem til stendur að selja í burtu. Það virðist þó ekki hafa dugað til að leysa þann vanda sem getur hlotist af því þegar kvóti flyst á milli staða. „Sum sveitarfélög hafa nýtt sér forkaups- réttinn en síðan yfirleitt flýtt sér að koma sér út úr þeim viðskiptum aftur. Bæði getur verið óskynsamlegt fjár- hagslega fyrir þau að ráðast í kaupin, en svo vakna líka deilur innan sveitar- félagsins um hvernig á að ráðstafa kvótanum og alls kyns vandamál skapast. Kannski hefði verið skyn- samlegt að fara þá leið strax í upphafi að binda kvóta við ákveðna lands- hluta, en það er næsta víst að greinin hefði fundið leiðir til að fara í kringum slíkar reglur til að reyna að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.“ Fyrirtækin sköpuðu verðmætin En hvað með að innkalla kvótann og selja á uppboði, líkt og Píratar, Við- reisn og Björt framtíð leggja til? „Að mínu mati er enginn tilgangur með því að ráðast í þannig breytingar í dag, og myndi skaða greinina að fara að krukka verulega í núverandi kerfi. Þau fyrirtæki sem starfa í sjávar- útvegi hafa hagað rekstri sínum út frá þeirri forsendu að þau myndu starfa við ákveðnar reglur sem ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á,“ segir Birgir. „En þá er líka spurning ef þessi leið yrði farin í sjávarútvegi hvað væri því til fyrirstöðu að gera það sama í öðrum atvinnugreinum sem nýta auðlindir landsins með ein- um eða öðrum hætti, allt frá ræktar- landi yfir í fallvötnin.“ Loks leggur Birgir á það áherslu að hugmyndir um að auka tekjur ríkis- sjóðs af sjávarútvegi, með einum eða öðrum hætti, virðist líta fram hjá því að sú verðmætasköpun sem orðið hef- ur í greininni er fyrst og fremst fyrir- tækjunum sjálfum að þakka. „Sjávar- útvegurinn hefur ekki fengið nein verðmæti gefins. Fiskurinn er ekki svo verðmætur í sjálfu sér, og eru það fyrirtækin í greininni sem tókst að búa til fleiri krónur úr fiskinum und- anfarna þrjá áratugi.“ Fiskeldi Veiðigjöld Fiskveiðistjórnun almennt Náttúran á alltaf að njóta vafans. Tryggja þarf að ýtrustu krafna sé gætt og fiskeldi þróað í sátt við náttúru og menn. Vel útfært uppboðskerfi með aflaheim- ilidir sem tekur tillit til útgerðarforma, byggða og tryggir aðgang nýrra aðlia. Kerfið á að stuðla að hámarks arðsemi af greininni fyrir þjóðarbúið í heild og réttlátri skiptingu arðs. Styðjum skynsamlega uppbyggingu fisk- eldis. Það verður ætíð að grundvallast á bestu fáanlegu tækni og öryggi. Ekki má þrengja svo að sjávarútvegi að hann geti ekki fjárfest, og þar með glata fótfestu á alþjóðlegummarkaði. Aflamarkskerfi í fiskveiðum hefur reynst lykilatriði til að gera veiðar Íslendinga sjálf- bærar á undanförnum árum. Fiskeldi er ótvítrætt framtíðaratvinnu- grein sem þarf að byggja upp á forsendum sjálfbærni og skv. vísindalegri ráðgjöf. Uppboð aflaheimilda og langtímasamn- ingar tryggja í senn sanngjarnt gjald og fyrirsjáanlegt starfsumhverfi fyrir greinina. Kvótakerfið stuðlar að sjálfbærni og hag- kvæmni. Tímabundin úthlutun aflaheimilda tryggir þjóðareign í framkvæmd. Stærsta sóknarfæri margra byggða sem við verðum að nýta neð ábyrgum hætti á grundvelli sjálfbærni. Þurfa að vera sanngjörn en ekki ófhófleg og verða að endurspegla afkomu fyrir- tækjanna betur en þau gera í dag. Sjávarútvegurinn þarf stöðugleika svo hann geti áfram staðið að nýsköpun og vöruþróun og lagt drjúgan og sanngjarnan skerf af mörkum. Fiskeldi sem byggist á nútíma tækni og þekkingu á mikla framtíð fyrir sér á þeim svæðum sem skilgreind hafa verið sem eldissvæði við strendur Íslands. Gjaldið taki fyrst og fremst mið af afkomu veiðanna og af því að greinin geti skilað bæði þjóðinni og rekstraraðilum ásættanlegum hagnaði. Fiskveiðistjórnunarkerfið er ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk. Við eigum að hafa kjark til að skoða það með gagnrýn- um hætti á hverjum tíma. Miðflokkurinn er fylgjandi uppbyggingu á fiskeldi á þegar skilgreindum svæðum, með eðlilegummótvægisaðgerðum. Veiðigjöld eru of há, sérstaklega fyrir skuldsettar útgerðir, þau þarf að endurskoða og taka meira mið af afkomu greinarinnar á hverjum tíma. Íslenskur sjávarútvegur er í fararbroddi á heimsvísu. Í meginatriðum á að not- ast við núverandi kerfi. Fiskeldi gæti orðið vaxtarsproti fram- tíðar. Samhliða uppbyggingu þarf að fjármagna virkt eftirlit Hafrannsókna- stofnunar. Píratar vilja fella á brott veiðigjöld og taka upp þess í stað virkan uppboðs- markað á veiðiheimildum. Píratar vilja fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggist á jafnræði, samfélagslegum þáttum og réttlátri dreifingu auðs. Hlynnt, þar sem ekki hljótast umhverfis- spjöll af. Hlynnt drjúgum veiðigjöldum fyrir stór- útgerð en gjaldfrjálsum smábátaveiðum. Hlynnt aðgangsstjórnun á stórútgerð en frelsi fyrir smábáta. Erum líka hlynnt því að félagslegur rekstur stórútgerðar verði fýsilegur valkostur. Fiskeldi getur glætt byggðir landsins lífi og þróun þess verður að vera í sátt við umhverfið og lúta ströngum reglum. Þjóðin á rétt stærri hlut af þeim auð sem sjávarútvegurinn býr til. Veiðigjöld eiga að hækka. Kerfið er margan hátt gott en brýnustu úrbæturnar felast í að tryggja þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Leyfa að ströngum skilyrðum uppfylltum. Allan ferskfisk á markað, veiðgjöld reiknuð út frá því verði. Endurskoða þarf fisveiðistjórnun frá grunni með hagkvæmni þjóðarbúsins að leiðarljósi. Í fiskeldi eru miklir vaxtarmöguleikar. Það sé byggt upp með ýtrustu varúð og líffræðilegri fjölbreytni sé ekki ógnað. Styðja við þróunarstarf og rannsóknir og skapa stranga lagaumgjörð og reglur fyrir greinina. Innheimta á gjald fyrir nýtingu auðlinda sem tryggir þjóðinni sanngjarnan hluta af þeim arði sem verður af nýtingu sam- eiginlegra auðlinda hennar. Lykilatriði er að auðlindagjöld séu afkomutengt og taki þannig tillit til afkomu greinarinnar í heild og einstakra fyrirtækja. Meginmarkmiðið er sjálfbær nýting, samhengi í byggðaþróun og að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Fylgja þarf ráðgjöf vísindamanna og leggja áherslu á aðgerðir gegn súrnun sjávar. Vinna að öflugri nýsköpun og styrkingu menntunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.