Morgunblaðið - 26.10.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 26.10.2017, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2017VIÐTAL Helstu uppbyggingarsvæðin á höfuðborgar- svæðinu eru Glaðheimar í Kópavogi, Helgafell í Mosfellsbæ og Urriðakot í Garðabæ. „Við erum að byggja eitthvað af íbúðum en vildum gera miklu meira af því – sérstaklega minni íbúðir fyrir ungt fjölskyldufólk. Þar er gat á mark- aðnum,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það séu hlutfallslega fáir erlendir starfsmenn sem starfi fyrir JÁ- VERK. „Það helgast af því að lögheimili fyr- irtækisins er á Suðurlandi og þaðan er stór hluti af okkar starfsmönnum. Á Selfossi er öflugt samfélag iðnaðarmanna og starfsmannavelta er mjög lítil í fyrirtækinu. En við höfum tekið inn erlenda hópa í afmörkuð verkefni til að aðstoða okkur. Aðgangur að erlendum starfskröfum veitir sveigjanleika í rekstri. Ef ekki væri fyrir frjálsa för launafólks á EES-svæðinu hefði hag- vöxturinn undanfarin ár ekki verið jafn kraft- mikill og raun ber vitni. Erlent vinnuafl hefur getað gengið í þau störf sem varð að sinna.“ Fjárfestar eru ekki til langframa Landslagið í byggingariðnaði hefur meðal annars breyst að því leyti að fjárfestar eru orðn- ir áberandi í fasteignaþróun og byggingu íbúð- arhúsnæðis. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Þeir eru ekki langtímafjárfestar á þessum markaði og nálgast því málin með öðrum hætti. Fjárfestarnir verða snöggir af markaðnum þeg- ar á móti blæs og munu leita á önnur mið. Hús- næðiskaupendur eiga að geti leitað til seljand- ans ef þörf krefur,“ segir Gylfi. Að hans sögn nær framleiðslukostnaður fast- eignar á byggingarstað ekki helmingi af end- anlegu söluverði hennar. „Hinn helmingurinn samanstendur af lóðaverði, opinberum gjöldum, fjármagnskostnaði, hönnun, sölukostnaði, stjórnun og kostnaði sem hlýst af því að eiga í miklum samskiptum við byggingaryfirvöld,“ segir hann og bætir við að í upphafi þurfi að kaupa lóð á eðlilegu verði. „Með eðlilegu verði á ég við að sveitarfélögin noti ekki lóðaverð til þess að fjármagna aðra þætti í sinni uppbygg- ingu heldur sé þar einvörðungu að finna svoköll- uð gatnagerðargjöld, sem fjármagna gatnagerð, lagnir og slíkar nauðsynjar.“ Gylfi reiknar með því að fjármagnskostnaður sé um 8-12% af sölu- verði íbúðar. Innviðagjald er kynslóðaskattur Spurður hvort sveitarfélög hafi gengið of langt í skattlagningu segir hann, að Reykjavík- urborg hafi lagt á svokallað innviðagjald við þéttingu byggðar. „Ég kalla það kynslóðaskatt. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð var ekki búið að skattleggja byggingu hennar með þeim hætti að hún ætti að standa undir fjármögnun á leik- skóla og grunnskóla í nágrenninu. En nú á að leggja slíkan kostnað á íbúðaverð. Þegar ég var ungur maður var uppbygging skóla fjármögnuð með almenna skattkerfinu – sem er mun sann- gjarnara.“ Gylfi segir að það sé erfitt að alhæfa hve mikið innviðagjald hækki endursöluverð hverjar íbúð- ar vegna þess að hvert dæmi sé einstakt, til að mynda hafi þétting byggðar áhrif á verðið og lóðum á nýjum byggingarsvæðum lítið verið út- hlutað. „Gatnagerðargjöldin voru um 10 til 20 þúsund krónur á fermetra. Nú er verið að horfa til þess að álögur borgarinnar séu 40-50 þúsund krónur á sölufermetrann.“ Stytta þarf hönnunar- og skipulagsferlið „Af þeim útgjöldum þarf svo að bera fjár- magnskostnað í að minnsta kosti tvö ár. Ef verk- takinn skipuleggur reitinn sjálfur í samstarfi við sveitarfélagið bætist við ferlið deiliskipulag sem „Það er ekki þensla í byggingar- og mann- virkjagerð. Umsvifin eru eins og ætti að vera í meðalári að teknu tilliti til uppbyggingar innviða og íbúða. Gögn um virðisaukaskylda veltu í bygg- ingastarfsemi og mannvirkjagerð gefa það að minnsta kosti til kynna. Umsvifin í ár verða 40% minni en árið 2007 ef að líkum lætur,“ segir Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS. „Rétt er þó að hafa í huga að árunum fyrir hrun var ráðist í byggingu Kárahnjúka, stærstu framkvæmd Ís- landssögunnar. Í gögnunum nú eru samt talsvert stórar orkutengdar framkvæmdir eins og fram- kvæmdir við Bakka, Þeistareyki og Búrfell. Þessar tölur sýna okkur að nú er lag hjá ríki og sveitarfélögum að undirbúa framkvæmdir í upp- byggingu innviða og koma svo með þær inn á markaðinn núna þegar fer að hægja á ferðaþjón- ustutengdri uppbyggingu. Það væri ábyrg hag- stjórn.“ Gylfi keypti ásamt samstarfsmönnum JÁ- VERK árið 2004. Hann sat í stjórn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins í tvö ár en gaf ekki kost á sér til endurkjörs í fyrra. Í kjölfar- ið settist hann í stól formanns stjórnar lífeyris- sjóðsins Gildis. „Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð er umsvifamikill atvinnuvegur sem veltir um 280 milljörðum króna á meðal ári og skapar drjúgan hluta af hagvexti hvers árs. Umsvifin eru mun meiri en margir halda,“ segir hann. Skortur á íbúðum er flöskuháls Hann segir að því hafi verið fleygt fram að verktakar hafi ekki tök á að ráðast í frekari fram- kvæmdir vegna manneklu að undanförnu og því hafi til að mynda bygging atvinnuhúsnæðis og íbúða setið á hakanum á sama tíma og mikill upp- gangur var í uppbyggingu á ferðaþjónustu. „Ég tel að það sé röng ályktun. Vandinn liggur ekki í því að erfitt sé að fá fólk til starfa. Það er ríflegt framboð af góðu og hæfileikaríku starfsfólki er- lendis frá. Hér er hins vegar skortur á íbúðar- húsnæði og líka fyrir tímabundið starfsfólk. Það er aðalflöskuhálsinn í afkastagetu atvinnu- greinarinnar. Það er lítið sem ekkert framboð af lóðum á höf- uðborgarsvæðinu sem markaðurinn kallar á að verði nýttar til að byggja íbúðarhúsnæði. Það er liðin tíð að sveitarfélög úthluti lóðum til bygging- arverktaka sem hyggjast byggja íbúðir. Þær fáu lóðir sem er úthlutað eru ýmist seldar á upp- boðum eða í fegurðarsamkeppnum. Á undan- förnum árum hefur verið mikið um þéttingu byggðar en í fæstum tilfellum hafa sveitarfélögin átt þær lóðir. Í þeim tilvikum hafa fjárfestar og í einhverjum tilvikum verktakar yfirleitt keypt svæðin og endurskipulagt í samstarfi við viðkom- andi sveitarfélag,“ segir Gylfi. Það spili nokkrir samverkandi þættir inn í að íbúðaverð hafi farið hækkandi að sögn hans sögn: Í fyrsta lagi hækkandi lóðaverð sem skýrist ann- ars vegar af of litlu framboði og hinsvegar af vax- andi skattlagningu sveitarfélaga, mismikilli þó milli sveitarfélaga. Í öðru lagi er allmikill fjöldi íbúða kominn í ferðaþjónustu til dæmis í AirBnB- íbúðum sem standi þá landsmönnum ekki til boða og eykur eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. „Þá benti Seðlabankinn á það í Fjármálastöðugleika sem kom út á dögunum að félög í leigustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu hefðu greitt að jafnaði 25 þúsund krónum hærra verð á fermetrann en ein- staklingar og fjölskyldur. Leigusalar hafa því átt sinn þátt í að ýta upp húsnæðisverðinu, einkum í póstnúmerum 101, 105 og 107,“ segir Gylfi. Í þriðja lagi að lóðaskortur takmarki byggingu nýrra íbúða og því geti framboðið ekki mætt eft- irspurninni sem leiði óhjákvæmilega til verð- hækkana. getur tekið frá sex mánuðum en tólf mánuðir er algengt í þeim efnum. Það þarf að stytta þetta tímabil enda eru vextir háir á Íslandi og fjár- magnskostnaðurinn leiðir til hærra íbúðaverðs. Það mun spara mikla fjármuni neytendum til góða ef það tekst að stytta hönnunar- og skipu- lagsferlið. Það á að verja fjármunum í neytendavernd enda er fólk að leggja aleiguna í fasteignina. En að sama skapi á ekki að eyða fjármunum í að rétta hinu opinbera pappíra sí og æ sem hafa ekkert gildi fyrir endanlegan kaupanda.“ Byggingarvísitala ekki fangað launaskrið Talið berst að vísitölu byggingarkostnaðar í samhengi við íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi segir að á undanförnum þremur árum hafi borgað sig að byggja, að því gefnu að eignin selj- ist hratt og lóðin hafi verið keypt á ásættanlegu verði. „Hins vegar hefur byggingarvísitalan ekki Ekki þensla í byggingar- Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Umsvifin í byggingar- og mannvirkjagerð eru eins og ætti að vera í meðalári að teknu tilliti til uppbyggingar innviða og íbúða, að sögn Gylfa Gíslasonar, framkvæmdastjóra JÁVERKS. Hann segir að spara megi háar fjárhæðir ef það tekst að stytta hönnunar- og skipulagsferlið og kallar innviðagjald Reykjavíkur kynslóðaskatt sem yngra fólk þarf að bera. 2007: 462 milljarðar 1998: 186 milljarðar 2017: 277 milljarðar Velta í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 500 400 300 200 100 0 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 Milljarðar króna. Verðlagið er leiðrétt með byggingarvísitölu Heimild: Jáverk, Hagstofan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.