Morgunblaðið - 26.10.2017, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.10.2017, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2017 13SJÓNARHÓLL Skiptirofi fyrir rafstöðvar. Sjálfræsibúnaður í skáp gangsetur rafstöðina sjálfkrafa við rof veitu. Rofarnir eru frá 40A til 2000A Ekki bíða eftir næsta óveðri - hringdu núna. Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík C44 D5 / 35 kW C90 D5 / 72 kW Vélasalan býður upp á mikið úrval af rafstöðvum frá Cummins. Rafstöðvarnar eru fáanlegar frá 17 kW til 440 kW 50-60Hz, opnar eða í hljóðeinangruðu húsi með innbyggðan olíutank. GTEC BÓKIN Þegar litið er yfir tónlistarsöguna virðist eins og stjörnuljómi frægasta tónlistarfólksins hafi skinið skærast á seinni helmingi síðustu aldar. Hver kemst jú í dag með tærnar þar sem Bowie eða Lennon höfðu hælana? Hvers vegna virðast menn eins og Mick Jagger, Axl Rose, Freddie Mercury og Jimi Hendrix bera höfuð og herðar yfir þær konur og karla sem tróna í efstu sætum vinsældalistanna í dag? Beyoncé er ágæt en hún er engin Madonna. Breski tónlistarblaðamaðurinn David Hepworth telur að tími ódauðlegu rokkstjörnunnar sé að líða undir lok og hefur skrifað um það bók: Uncommon People: The Rise and Fall of Rock Stars. Hepworth telur rokkstjörnutíma- bilið hafa varað í um 40 ár, og byrjar frásögn sína á Little Richard en end- ar með dauða Kurt Cobain, sem kann vel að hafa verið síðasta „alvöru“ rokkstjarnan. Hann gengur svo langt að segja að rokkstjörnur skipi í dag svipaðan sess og kúrek- arnir: þeir eru ekki lengur lifandi en lifa áfram í minningunni. Kannski var það breytingum á tónlist- arbransanum að kenna að rokkstjörn- urnar hurfu smám saman af sjónarsvið- inu. Markaðsöflin á bak við rokkið og poppið hafa breyst, og aldrei verið auðveld- ara fyrir tónlist- armenn að fá sínar fimmtán mínútur af frægð, en að sama skapi aldrei verið erf- iðara að slá almennilega í gegn og verða súperstjarna. Það er ekki endilega svo snúið að ná til milljón manns á YouTube með sniðugri ábreiðu en að fylla heilan leikvang er allt annars konar afrek, og kannski eitthvað sem ekki er gerlegt núna þegar stóru útgáfufyrirtækin eru ekki lengur nema svipur hjá sjón, og flestar plötubúðir löngu hættar rekstri. ai@mbl.is Hvers vegna eru rokkgoðin að hverfa? Líklega eru flugvélar eitt allra dýrasta lausafé semfyrirfinnst en listaverð nýrrar Airbus A320 er um10 milljarðar króna. Það er því mikilvægt að slík fjárfesting liggi ekki óhreyfð heldur skili eiganda sínum stöðugum tekjum. Stjórnendur þýska flugfélagsins Air Berlin hafa því líklega vaknað upp við vondan draum í síðustu viku þegar Isavia kyrrsetti Airbus A320 flugvél í eigu Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna vangreiddra notendagjalda. Var þetta í annað skipti sem Isavia nýtir heimild sína samkvæmt lögum um loftferðir til þess að aftra för loft- fars vegna vangreiddra gjalda. Kyrrsetning er ein af þremur bráðabirgðagerðum samkvæmt íslenskum rétti ásamt lögbanni og löggeymslu. Kyrrsetningu verður beitt þegar aðili, sem á lögvarða kröfu um greiðslu peninga, getur sýnt fram á að hagsmunum hans sé stefnt í raunverulega hættu á meðan hann krefst heimildar til aðfarar fyrir dómstóli en slíkur málarekstur getur tekið nokkurn tíma. Kyrrsetn- ing á þar með að koma í veg fyrir að skuldari skjóti und- an eignum sínum og rýri þannig hagsmuni kröfuhafa sinna. Kröfuhafi verður svo að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan við viku frá því að kyrrsetning- argerð lýkur enda er einungis um bráðabirgðagerð að ræða. Að öðrum kosti fellur kyrrsetning niður. Almennt hefur kyrrsetning hlutar þau áhrif að eig- anda þess er óheimilt að ráðstafa honum með samningi í andstöðu við rétt kröfuhafa. Aukinheldur er óheimilt að fara með kyrrsetta eign á nokkurn annan hátt sem farið gæti í bága við rétt kröfuhafa. Gagnstætt því sem margir halda er almenna reglan hins vegar sú að kyrrsetning kemur ekki í veg fyrir að kyrrsett eign verði færð úr stað. Þannig má skuldari almennt halda áfram að nýta sér kyrrsetta eign til að afla tekna í starfsemi sinni svo lengi sem notkunin skerðir ekki rétt kröfuhafa. Lög um loftferðir ganga hins vegar lengra að þessu leyti þar sem rekstraraðila flugvallar er veitt heimild til þess að aftra för loftfars af flugvelli uns gjöld eru greidd eða trygging sett fyrir greiðslu þeirra, sbr. 1. mgr. 136. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir. Það er á grundvelli þessarar lagaheimildar sem Isavia hefur „fryst“ flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli þar til hin vangreiddu gjöld koma til greiðslu eða trygging verður sett fyrir greiðslunni. Líkt og áður greinir er um mjög íþyngjandi úrræði að ræða þar sem sú gríðarmikla fjárfesting sem fest hefur verið í loftfarinu liggur niðri um sinn. Verður því að telja líklegt að kröfuhafar Air Berlin taki sig sam- an og greiði skuld félagsins ef þeir telja einhverja von um að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Það úrræði sem Isavia hefur samkvæmt lögum um loftferðir er mikilvægt þvingunarúrræði til að tryggja greiðslu flugvallargjalda. Sam- bærilegar heimildir er að finna í landsrétti erlendra ríkja og þrátt fyrir að með slíkum ákvæðum sé erlendum loftförum meinuð för utan heimaríkis síns þá hafa þau verið talin standast alþjóðlegar skuldbindingar á sviði flugréttar. Ef um væri að ræða íslenskt flug- félag í fjárhagsvandræðum hefði Isavia ekki sömu nauðsyn af því að tryggja hagsmuni sína með þessum hætti enda njóta opinber gjöld af loftförum, sem skrásett eru hér á landi, forgangsréttar gagnvart öðrum kröfuhöfum, sbr. 4. gr. laga nr. 21/1966 um skrásetningu réttinda í loftförum. Fréttir af fjárhagsvandræðum flugfélaga setja erlend flugvallaryfirvöld því ávallt í viðbragðsstöðu en áður höfðu borist fréttir frá Genfarflugvelli um að Air Berlin yrði krafið um fyrirframgreiðslu á flugvallargjöldum. Sé heimild þessari beitt án þess að skilyrði til þess séu upp- fyllt kann skaðabótaábyrgð flugvallaryfirvalda þó að verða mikil, t.d. ef þau eru bundin af ákvæðum laga sem takmarka heimildir til aðgerða gagnvart skuldara í greiðslustöðvun eða ef ekki liggur fyrir gild krafa. Vegna þeirra íþyngjandi úrræða sem flugvallaryfir- völd hafa til þess að aftra för loftfars frá flugvelli þeirra ætti það að vera forgangsatriði hjá flugfélögum í greiðsluvandræðum að tryggja greiðslu flugvallargjalda. Verði loftför slíkra flugfélaga tekin úr umferð eitt af öðru er auðséð að keðjuverkun mun fara af stað með til- heyrandi tekjumissi og skaðabótakröfum farþega. Það er þó að mörgu að huga í þessum efnum enda hafa leigu- salar og veðhafar loftfara yfirleitt heimild til að taka yfir viðkomandi loftfar þegar vanefndir eiga sér stað. Þegar valið stendur á milli steins og sleggju er líklega engin ákvörðun rétt. Jarðbundnar flugvélar LÖGFRÆÐI Ari Guðjónsson hdl. og yfirlögfræðingur Icelandair Group ” Sé heimild þessari beitt án þess að skil- yrði til þess séu upp- fyllt kann skaðabóta- ábyrgð flugvallaryfir- valda að verða mikil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.