Morgunblaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2017 Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Páll Vilhjálmsson bendir á:    Einkalíf Sigmundar Davíðs varpólitískt hitamál, þar sem eig- inkonu hans tæmdist arfur. Einka- líf Bjarna Ben. var gert að stórmáli með fréttum um að faðir hans hafði skrifað undir hjá manni sem sóttist eftir uppreisn æru.    Þegar sá orðvarinýþingmaður Helga Vala Helga- dóttir talar um „jakkið“ á hún við aursletturnar sem hún og samherjar hennar köstuðu að Sigmundi Davíð og Bjarna Ben. Víkur þá sögunni að Rósu B. Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri-grænna. Hún er leiðandi í kröfunni um að Vinstri-grænir starfi með Samfylkingu og notar sömu rök og Helga Vala.    Á vef Alþingis segir að hún sé íhjónabandi með fyrrverandi framkvæmdastjóra Samfylkingar, Kristjáni Guy Burgess. Rósa B. er ekki þýfguð um það hvort sambúð með innvígðum og innmúruðum samfylkingarmanni hafi áhrif á pólitískt mat hennar.    Ekki grennslast fjölmiðlar fyrirum hvort enn sé ráðningar- samband milli Kristjáns og Sam- fylkingar.    Einkalíf Rósu B. er ekki til um-ræðu á samfélagsmiðlum eða í fréttum.    Nærfærnin sem Rósa B. nýtursýnir hve háttvísir fjölmiðlar eru – þegar kemur að öðrum en Sigmundi Davíð og Bjarna Bene- diktssyni.“ Páll Vilhjálmsson Sum tengsl í lagi STAKSTEINAR Rósa B. Brynjólfsdóttir Veður víða um heim 19.11., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri -4 snjókoma Nuuk -7 heiðskírt Þórshöfn 2 léttskýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skúrir Stokkhólmur -2 léttskýjað Helsinki 3 súld Lúxemborg 4 skýjað Brussel 6 rigning Dublin 7 skýjað Glasgow 0 léttskýjað London 6 heiðskírt París 8 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 5 skúrir Vín 4 léttskýjað Moskva 0 þoka Algarve 19 heiðskírt Madríd 14 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -9 skýjað Montreal 0 snjókoma New York 10 skýjað Chicago 0 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:14 16:14 ÍSAFJÖRÐUR 10:41 15:56 SIGLUFJÖRÐUR 10:25 15:38 DJÚPIVOGUR 9:49 15:38 Óhreinsuðu skólpi verður sleppt í sjóinn frá dælustöð Veitna við Faxa- skjól í Reykjavík frá og með deg- inum í dag, 20. nóvember, og fram á næstu helgi. Verið er að endurnýja undirstöðu dælubúnaðar sem í stöðvunum er, en hann var gangsett- ur fyrir aldarfjórðungi. Til að verkið gangi eins hratt fyrir sig og mögu- legt er verður unnið á vöktum allan sólarhringinn að framkvæmdum þessum. Veitur mælast í tilkynningu til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við dælustöðina meðan þetta ástand varir. Skilti verður sett upp við dælustöðina sem varar fólk við því að fara í sjó. Fylgst verður sér- staklega með fjörum í kringum dælustöðina meðan á viðhaldinu stendur og fyrst eftir að því lýkur. Berist rusl í fjörur verða þær hreins- aðar, en brýnt er fyrir almenningi að setja ekki í frárennslið til dæmis eyrnapinna, smokka eða dömubindi, þ.e.a.s. ekkert nema það sem náttúr- an getur brotið niður. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur verið tilkynnt hvað til standi, en starfsfólk vaktar svæðið. Dælustöðvar, sem eru víða við ströndina í Reykjavík, hafa það hlut- verk að skila skólpi í hreinsistöðv- arnar við Ánanaust og Klettagarða sem aftur skila frárennslinu út á Faxaflóa. sbs@mbl.is Óhreinsað skólp í sjó næstu vikuna  Endurbætur í Faxaskjóli  Unnið allan sólarhringinn  Ekki henda smokkum Morgunblaðið/Golli Faxaskjól Stöðin sett í viðgerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.