Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.12.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.12.2017, Blaðsíða 45
10.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 háskólanum sem ég ætlaði mér að nýta til þess að borga skólagjöldin. Nokkru síðar bað viðkomandi aðili mig um að senda sér sýnishorn af því sem ég væri að gera og ég sendi þeim einhver handrit sem ég hafði skrifað. Þau vildu endilega fá myndefni líka og ég sendi þeim ákveðið stutt- myndaverkefni sem ég hafði skotið inni á almenningssalerni í New York. Sem eftir á að hyggja var kannski ekki það sniðugasta til að senda við- kvæmu auðvaldi. Þeim var svo mis- boðið að þau tóku styrkinn til baka – sem þýddi í rauninni að ég hefði þurft að hætta í skólanum vegna fjár- magnsleysis. Ég þurfti að fara á fullt af fundum með skólastjórnendum, allt þar til að listadeildin ákvað að það væri fáránlegt að ætla að ritskoða nemendur. Þannig að deildin tjáði mér að ef þessi ofurviðkvæmi pen- ingakarl ætlaði að taka styrkinn til baka þá myndu þau styrkja mig um sömu fjárhæð – enda fíluðu þau myndina. Og það varð raunin. Þannig ég stend í ákveðinni þakkarskuld við nokkra einstaklinga þar. Leiðin hefur bara legið upp á við eftir það. Ætli það megi ekki segja að fall sé far- arheill. En ég er auðvitað langt frá því að sigra heiminn. Bara svo því sé til haga haldið!“ Þess má þó geta að Davíð Már er kominn á þann stað að hann hefur verið hvattur til að koma sér upp um- boðsmanni og stendur sú leit nú yfir. Saknar New York Þegar samningurinn rennur út um áramótin snýr Davíð Már aftur til New York til að ljúka náminu en hann er á þriðja og síðasta ári. „Það má vel vera að þetta verkefni hérna í Los Angeles vindi eitthvað upp á sig; mér skilst að það sé ekki óalgengt. En fyrst verð ég að klára skólann.“ Leiðbeinandi hans við Columbia er nafni hans, David Klass, marg- reyndur handritshöfundur sem skrif- að hefur fyrir marga málsmetandi leikstjóra. Sannarlega betri en eng- inn. Davíð Már segir stórborgirnar tvær gjörólíkar. „Ég viðurkenni að ég sakna New York pínulítið. Hún er með stærra hjarta, auk þess sem vegalengdir milli staða eru ekki eins rosalega miklar og hérna. Ég er ekki orðinn LA-maður ennþá en kannski kemur það með tímanum. Borgin á örugglega eftir að venjast betur.“ Um daginn þurfti Davíð Már að skreppa til New York á nokkra fundi og varð í þeirri reisu fyrir því óláni að farangri hans var stolið, þar á meðal tölvunni hans og vegabréfi. Það eina sem þjófurinn skildi eftir voru óhrein nærföt af herbergisfélaga Davíðs Más. Hvers vegna þau voru með í för fylgir ekki sögunni. „Þetta var mikið vesen enda þurfti ég að mæta í vinn- una í LA daginn eftir. Eftir að hafa gefið lögreglunni í New York skýrslu komst ég loksins í flugið og það gekk vel enda þótt ég væri án vegabréfs.“ Mikil eftirsjá er að vonum í tölv- unni enda mikið efni þar að finna, meðal annars uppkast að handriti sem unnið var úr 700 blaðsíðna skáld- sögu fyrir Josephson Entertainment. Ólíklegt er að það skili sér. Margt af handritaskrifum Dav- íðs Más að und- anförnu er hins vegar vistað annars staðar. Það getur borgað sig að senda efni milli manna. Davíð Már hyggst ekki láta þetta ólán slá sig út af laginu. „Það þýðir ekkert að svekkja sig á þessu, heldur bíta bara á jaxlinn. Það er þegar svona hlutir eiga sér stað að í ljós kemur hvort maður er gerður úr smjöri eða grjóti!“ Davíð Már var ekki fyrr kominn heim að skólafélagar hans í New York tilkynntu honum að þau hefðu slegið saman í nýja tölvu handa hon- um og er hann kominn með hana núna. „Þann hlýhug fæ ég seint full- þakkað,“ segir hann. „Hægt er að tala um karma í lífinu en ég veit ekki hvort ég átti þetta skilið.“ Önnum kafinn Samhliða skrifunum í Hollywood vinnur Davíð Már að fjöl- mörgum öðrum verk- efnum. Hann er búinn að skrifa ann- að handrit fyrir Patrick Clement en stuttmynd sem hann skrifaði fyrir bandaríska leikstjórann, Rabbits, hefur ratað inn á ýmsar kvik- myndahátíðir, í Bandaríkjunum og víðar, og var valin besta myndin á Asheville-kvikmyndahátíðinni, auk þess að hljóta verðlaun á hátíðunum í New Hampshire og Tallgrass. Mynd- in var sýnd á RIFF í haust. Davíð Már vonast til að tökur á nýju mynd- inni hefjist í New York í mars á næsta ári. Talandi um vegtyllur þá komst handrit eftir Davíð Má nýlega í úrslit á kvikmyndahátíðinni í Austin en hreppti ekki hnossið. Hann er einnig að vinna að hand- ritum fyrir leikstjóra og framleið- endur frá Bandaríkjunum, Kína, Ír- landi og Tyrklandi. Tvær af þeim stuttmyndum verða teknar upp í As- íu, Hong Kong og Tókíó, og vonast Davíð Már til þess að geta „troðið sér“ inn á „settið“ þar. En alla jafna hefur hann takmarkað yndi af því að vera á setti, eins og það er kallað. Skrif Davíðs Más teygja líka anga sína hingað upp á Klakann en hann vinnur nú að stuttmyndahandriti með Haraldi Ara Stefánssyni leikara og Jörundi Ragnarssyni, leikara og leik- stjóra. Vonir standa til þess að sú mynd verði „skotin“ hér heima næsta sumar. Þess má geta að Jörundur stundaði einnig nám í Columbia- háskólanum. Davíð Már er einnig að skrifa hand- rit að sjónvarpsþætti sem gerist bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum sem hann segir að gæti orðið einhvers konar menningarlega brú. „Þau hjá Leifi Eiríkssyni eru alla vega mjög spennt fyrir því verkefni,“ segir hann. „Síðan kom Erlingur Jack Guð- mundsson framleiðandi að máli við mig fyrir skemmstu varðandi kvik- mynd í fullri lengd. Vonandi ganga þau áform eftir. Það yrði gaman að koma heim og taka þátt í slíku verk- efni,“ segir Davíð Már. Annars horfir hann meira til sjón- varps en kvikmynda um þessar mundir, uppgangurinn þar hafi verið mikill á umliðnum árum og margt áhugavert á seyði. „Ég er að taka blandaða gráðu í kvikmynda- og sjón- varpsþáttahandritsgerð en langar að einbeita mér meira að sjónvarpi og koma efni fyrir þann miðil á framfæri. Færa má fyrir því rök að meira sé um gæðaefni í sjónvarpi en kvikmyndum um þessar mundir og sú þróun er af- ar áhugaverð.“ Má ekki vera vanþakklátur Það getur verið snúið að vera með marga bolta á lofti í einu og Davíð Már dæsir þegar það ber á góma. „Svo sannarlega. Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskap- arbrot, þegar ég hoppa úr einu verk- efni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna. Á móti kemur að maður má ekki vera vanþakklátur fyrir að hafa nóg að gera. Sagt er að til sé tvenns- konar „busy“, gott og slæmt. Hjá mér er þetta klárlega gott „busy“. Svo er heldur ekki leiðinlegt þegar maður sér afraksturinn. Þetta er skemmti- legur leikur!“ Spurður um framtíðina svarar Davíð Már: „Það yrði algjör draumur að vera með annan fótinn hérna í Bandaríkjunum og hinn heima á Ís- landi. Ætli sá þriðji yrði þá ekki í miðju Atlantshafinu?“ Hann hlær. Að öllu gríni slepptu kveðst hann hafa mikla ástríðu fyrir íslenskri sjónvarpsgerð, fagi sem vaxi stöðugt fiskur um hrygg, auk þess sem hann langar að láta á það reyna að koma sér áfram í Bandaríkjunum. „Ég hef metnað til að skrifa fyrir íslenskt sjónvarp. Það er svo margt áhugavert í gangi. Neyslumynstrið hefur líka breyst svo mikið með öllum þessum efnisveitum. Línuleg dagskrá er smám saman að hverfa. Þetta þýð- ir að alþjóðlegt sjónvarpsefni er orðið mun aðgengilegra en það var hérna í Bandaríkjunum; fólk er að horfa á alls konar evrópskt efni sem það væri annars ekki að gera. Þar á meðal ís- lenskt efni. Þetta virkar að sjálfsögðu í hina áttina líka. Við lifum á spenn- andi tímum.“ Og sígandi lukka er líklega best. „Maður byrjar ekki með sinn eigin sjónvarpsþátt; ég geri mér engar grillur um það. En gaman yrði að koma inn í einhverja teymisvinnu og fikra sig áfram út frá því.“ Klár í hægri-bakvörðinn Davíð Már hefur fundið fjölina sína í skrifunum og hefur ekki metnað til að koma að öðrum þáttum kvikmynda- gerðarinnar. „Ég veit ekkert um myndavélar og ljós og myndi bara þvælast fyrir. Ég hugsa þetta eins og Grétar Rafn Steinsson. Hefði hann haldið áfram að vera á miðjunni hefði hann mögulega aldrei orðið landsliðs- og atvinnumaður í fótbolta, eins og hann varð eftir að hann færði sig í stöðu hægri-bakvarðar. Þess utan er það svo fallegt við kvikmyndagerðina að hún er hópíþrótt. Hver manneskja hefur sitt hlutverk og enginn gerir neitt upp á sitt einsdæmi. Og koma þarf vel fram við alla. Það nennir eng- inn að vinna með þér ef þú ert algjör fáviti!“ Þannig kallast þau á, Hollywood og Neskaupstaður: Það er bannað að vera fáviti! ’Ég hef metnaðtil að skrifa fyriríslenskt sjónvarp.Það er svo margt áhugavert í gangi. Jólastress 2017 er blanda af jóla- tónleikum og gamanmáli sem fram fer í Tjarnarbíói í dag, laugardag, kl. 17 og 22. Kynnir er Daníel Geir Moritz og meðal þeirra sem fram koma eru Hreimur og Dóri Gylfa. Elmar Gilbertsson tenór syngur einsöng á tónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, kl. 17 báða daga. Stjórnandi er Hörður Ás- kelsson og um orgelleik sér Björn Steinar Sól- bergsson. Náttúrutilbrigði nefnist myndlist- arsýning Eddu Guðmunds- dóttur sem opnuð verður í ART- gallerý GÁTT í dag, laugardag, kl. 15 og stendur til 13. janúar. Um er að ræða 9. einkasýningu Eddu. Myndlistarkonan Jórunn Krist- insdóttir leiðir gesti um sýningu sína Blómalíf í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 15-17. Þar segir hún frá bakgrunni sýning- arinnar, efnistökunum og stílnum. Skáldin Gerður Kristný, Bragi Ólafsson, Halldóra Thoroddsen og Fríða Ísberg leggja leið sína að Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16 og lesa upp úr nýútkomnum hnýsilegum verkum sínum. MÆLT MEÐ Úr stuttmyndinni Rabbits sem Patrick Clement gerði eftir handriti Davíðs Más. Davíð Már bregður á leik fyrir utan höfuðstöðvar Television Academy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.