Morgunblaðið - 06.01.2018, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2018
Smáauglýsingar
Bækur
Bókaútsala
Mikið magn bóka
á 500 kr. stk.
Aðrar bækur með
25% afslætti
Hjá Þorvaldi
í Kolaportinu
Hornstrandabækurnar
Allar 5 í pakka 7500
Hornstrandir og Hornstrendingar.
Ekkert annað á dagskrá í þessum
bókum. Frítt með póstinum. Enginn
aukakostnaður.
Vestfirska forlagið
jons@snerpa.is
4456 8181.
Húsnæði íboði
Spánn La Marina Costa Blanca
Ertu að leita að húsi á Spáni?
Mikið af flottum eignum til sölu/leigu
Endilega hafið samband
Jóhanna sími +34-675-100-266
Mail: johannasoffia77@gmail.com
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Sumarbústaðalóðir
til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir
með aðgangi að heitu og köldu
vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í
landi Vaðness í Grímsnes- og
Grafningshreppi.
Vaxtalaus lán í allt að eitt ár.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón
í síma 896-1864 og á facebook
síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu.
Til sölu
Askalind 4, Kóp.
Sími 564 1864
www.vetrarsol.is
1100 W rafmagnsmótor
Dreing 1 – 4 metrar
31cm vinnslubreidd
Léur og meðfærilegur
Góður við þröngar aðstæður
1131 E snjóblásari
Fyrirtæki
Bókhaldsþjónusta til sölu
Vilt þú bæta við þig verkefnum eða
hefur þú áhuga á að fara út í slíka
þjónustu?
Til sölu er bókhaldsþjónusta sem
hefur verið starfandi í rúm 30 ár og
þjónustar bæði einstaklinga og
lögaðila.
Áhugasamir sendi inn hugmyndir
sínar og framtíðarsýn á box@mbl.is
merkt: „B - 1818“.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund sunnudag kl. 14.
Upplýsingar vegna
tilnefningar og kosningar
vígslubiskups í Skálholti
Samkvæmt starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, nr. 333/2017 mun fara fram forval
(tilnefning) áður en kosning vígslubiskups fer fram.
Rétt til tilnefningar hafa eingöngu þeir vígðu menn sem kosningarréttar njóta, skv. 4. gr., sbr. 3. gr. fyrrnefndra
starfsreglna. Heimilt er að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla kjörgengisskilyrði skv. 1. gr. starfsreglnanna.
Tilnefningin mun verða rafræn og standa frá kl. 12:00 2. febrúar 2018 og ljúka kl. 12:00 7. febrúar 2018.
Í 1. mgr. 13. gr. starfsreglna nr. 333/2017 segir:
Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar fá, að teknu tilliti til 3. mgr., eru í kjöri til biskups Íslands eða
vígslubiskups. Ef tveir eða fleiri fá sama fjölda tilnefninga skulu þeir báðir eða allir vera í kjöri. Séu tilnefndir færri
einstaklingar en þrír eru þeir allir í kjöri að teknu tilliti til 3. mgr.
Ákveðið hefur verið að kosning til vígslubiskups í Skálholti fari fram dagana 9. mars til og með 21. mars
2018, en um er að ræða póstkosningu.
Um kosningarrétt við kjör vígslubiskups er fjallað í 4., sbr. 3. gr. starfsreglna nr. 333/2017 og eru ákvæðin
svohljóðandi:
3. gr.
Kosningarréttur við kjör biskups Íslands.
A. Kosningarréttur vígðra:
Biskup Íslands og vígslubiskupar eiga kosningarrétt við biskupskjör. Auk þeirra á kosningarrétt hver sá sem vígslu
hefur hlotið og er:
a) þjónandi prestur eða djákni íslensku þjóðkirkjunnar eða hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis og er í föstu
og launuðu starfi sem slíkur, eða
b) þjónandi prestur eða djákni sem lýtur tilsjón biskups Íslands og er í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/
eða félagasamtaka hér á landi.
Prestur eða djákni í tímabundnu leyfi, allt að tveimur árum, nýtur kosningarréttar.
Prestur sem settur er til þjónustu tímabundið nýtur ekki kosningarréttar nema í þeim tilfellum þar sem ekki er skipaður
prestur fyrir.
Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, nýtur ekki kosningarréttar fyrir það embætti sem hann sinnir aukaþjónustu í.
Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs eða ótímabundið til að njóta kosningarréttar.
Prestur eða djákni sem látið hefur af þjónustu nýtur ekki kosningarréttar.
Kosningarrétt eiga vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og vígðir
starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi.
B. Kosningarréttur leikmanna:
a) kjörmenn prestakalla, sbr. 7. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari
breytingum,
b) þeir leikmenn sem sæti eiga í kirkjuráði og á kirkjuþingi.
4. gr.
Kosningarréttur við kjör vígslubiskupa.
Kosningarrétt við vígslubiskupskjör eiga þeir sömu og réttinn eiga skv. 3. gr. og tilheyra prófastsdæmi sem er í því
umdæmi vígslubiskups sem kosið er í.
Þjónandi prestur eða djákni hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis, sbr. a) lið 1. mgr. 3. gr., nýtur
kosningarréttar í umdæmi vígslubiskups í Skálholti.
Þjónandi prestur eða djákni, sbr. b) lið 1. mgr. 3. gr., nýtur kosningarréttar í því umdæmi vígslubiskups sem
viðkomandi starfar.
Kosningarrétt eiga kirkjuþingsmenn, kirkjuráðsmenn, vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og
trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi.
Kjörskrá vegna kosningar vígslubiskups í Skálholti verður lögð fram 19. janúar 2018, kl. 12:00 og skulu
skilyrði kosningarréttar þá hafa verið uppfyllt frá 12. janúar 2018.
Almennar upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd tilnefninga og kosninga er í starfsreglum nr. 333/2017, sem
unnt er að nálgast á eftirfarandi vefslóð:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=a8b0f2cd-30d4-489c-acf2-2888200169d8
Reykjavík, 5. janúar 2018
f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar
Hjördís Stefánsdóttir, formaður
- með morgunkaffinu
Við gætum
verið með næsta
starfsmann
mánaðarins á skrá
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.