Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Það er mjög hressandi að geta komist nær hugarheimi leikmanna og þjálfara með því að heyra og sjá þá ráða sínum ráð- um í leikhléum í beinni sjón- varpsútsendingu. Auðvitað er mismunandi hvernig þjálfarar nýta leikhléin sín en þessar örfáu mínútur, oft á ögurstundu leikja, búa til ákveðna mynd af þeim. Stundum er sú mynd þó örugg- lega ekki alveg rétt eða sann- gjörn. Þrátt fyrir að hafa séð ansi marga leiki í gegnum tíðina þá man ég ekki eftir að hafa séð „jarðarfararstemningu“ á borð við þá sem var í leikhléunum hjá Skallagrími í undanúrslitum Maltbikarsins í körfubolta í vik- unni. Spænski þjálfarinn Ricardo González hafði engan áhuga á að leiðbeina leikmönnum sínum um framhald leiksins heldur mætti þeim með þvílíkan fýlusvip í and- litinu og gerði fátt annað en að kvarta og kveina yfir því sem á undan var gengið. González tók einn leikmanna sinna sérstaklega fyrir í einu leikhléinu, í 3. leikhluta, og hreinlega „grillaði“ viðkomandi. „Við erum að tapa þessum leik, nei, ÞÚ ert að tapa þessum leik með þinni spilamennsku,“ sagði González meðal annars. Þetta virtist mjög ófagmannlegt. Ég gat ekki betur séð en að hann beindi orðum sínum til Jóhönnu Bjarkar Sveinsdóttur sem kannski skiljanlega var sem ger- sneydd sjálfstrausti eftir þetta. Alla vega var alveg ljóst út frá þessum leik að lítil gleði og hamingja er í herbúðum Skalla- grímsliðins, og gengi liðsins í vetur illa höndlað. Carmen Ty- son-Thomas, sem virðist reyndar ekki mesti liðsmaður sem um getur, mun hafa bent á González eftir leik og sagt þjálfarann hafa tapað þessum leik. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is BIKAR KVENNA Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég held að ævintýri Njarðvíkur- liðsins haldi áfram og að liðið vinni Keflavík í úrslitaleiknum. Kannski er það óskhyggja en ég tel þó að það sé raunhæft. Njarð- vík hefur þegar unnið þrjú úrvalsdeildarlið á leið sinni í úr- slitin,“ sagði Berglind Gunn- arsdóttir, fyrirliði Snæfells, eftir nokkurt hik, þegar hún var spurð út í úrslitaleik Keflavíkur og Njarðvíkur í Maltbikar kvenna, bikarkeppni KKÍ, sem fram fer í Laugardalshöllinni í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.30. „Líkurnar eru vissulega með Keflavíkurliðinu sem er afar vel skipað og hefur auk þess úr breiðari leikmannahópi að ráða. Svo er bandaríski leikmaður liðs- ins mjög góður. Hefðin er einnig fyrir hendi hjá Keflavík sem lengi hefur átt eitt besta körfu- knattleikslið landsins. Öll teikn er uppi um að Keflavíkurliðið vinni leikinn,“ sagði Berglind sem hafði ekki jafnað sig eftir tap á fimmtudagskvöldið í fram- lengdum leik í undanúrslitum fyrir Keflavík í gærmorgun þegar Morgunblaðið náði af henni tali. Ekkert vanmat Berglind sagði hinsvegar að ljóst væri að þrátt fyrir að Njarðvík hefði ekki unnið leik í deildinni til þessa þá væri mikið spunnið í liðið. Það væri alls eng- in tilviljun að það væri komið í úrslitaleik bikarkeppninnar. Á leið sinni í úrslitin hefði Njarðvík unnið Stjörnuna, Breiðablik og síðast Skallagrím í undan- úrslitum. „Andstæðingar Njarð- víkur hafa kannski vanmetið liðið einu sinni en ekki þrisvar, það er alveg ljóst. Það er engin tilviljun að Njarðvík er komið í úrslitin. Liðið er betra en úrslitin í deild- inni segja til um auk þess sem Njarðvík hefur innan sinna raða hörkugóðan íþróttamann, Sha- londa Winton,“ sagði Berglind sem reiknar með hörkuskemmti- legum úrslitaleik Suðurnesjalið- anna tveggja. Reynslan er fyrir hendi Berglind óttast ekki að Njarðvíkurliðið sé orðið mett nú þegar það er komið í úrslitaleik- inn. Þegar á hólminn sé komið vilji allir leggja sig fram og fá góðan leik. Njarðvík vann Skalla- grím, 78:75, í undanúrslitum. „Keflavíkurliðið er sannarlega öflugt og ríkjandi Íslandsmeist- ari. Innan þess er allt fyrir hendi til þess að vinna úrslitaleikinn. Reynslan er svo sannarlega fyrir hendi en á móti kemur að Njarð- víkurliðið er komið það langt að það vill örugglega fara alla leið. Gamla klisjan um að bik- arkeppnin sé önnur keppni en deildin hefur svo sannarlega sannast í bikarkeppninni þetta árið. Ég reikna fastlega með að Öskubuskuævintýrið haldi áfram í úrslitaleiknum í dag,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, fyrirliði körfuknattleiksliðs Snæfells. Ævintýrið heldur áfram  Líkurnar eru taldar með Íslandsmeisturum Keflavíkur  Njarðvík hefur ekki unnið leik í deildinni en skellt þremur úrvalsdeildarliðum á leið sinni í úrslit Morgunblaðið/Hari Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir í naumum sigri gegn Snæfelli. Morgunblaðið/Hari Njarðvík Hrund Skúladóttir og samherjar skelltu Skallagrími.  Keflavík hefur unnið bikarinn oftast allra í kvennaflokki, 14 sinnum, og oftast leikið til úr- slita, 22 sinnum.  Keflavík er bikarmeistari en liðið vann Skallagrím, 65:62, í úrslitaleiknum í fyrra.  Njarðvík hefur einu sinni unn- ið bikarinn, lagði Snæfell í úr- slitaleik 2012, en hefur tapað þremur úrslitaleikjum.  Keflavík og Njarðvík mættust í úrslitaleik sem háður var í Garði árið 1996. Keflavík vann leikinn 69:40.  Í vetur vann Keflavík fyrst Grindavík 96:43, þá KR 99:79 og Snæfell 83:81 í undan- úrslitum.  Njarðvík vann Stjörnuna 87:84, Breiðablik 77:74 og Skallagrím 78:75 í undan- úrslitum. Bikarúrslitin BIKAR KARLA Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Tindastólsmenn verða að hitta á mjög góðan leik til þess að vinna bikarinn. Þeir náðu slíkum leik gegn okkur þar sem skothittni leikmanna Tindastóls var mjög góð og var lykill. Eitthvað svipað þarf að vera upp á teningnum gegn KR í úrslitaleiknum,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka og fyrrverandi liðsmaður KR, spurður um úrslitaleik KR og Tindastóls í Maltbikar karla, bik- arkeppni KKÍ, sem fram fer í Laugardalshöllinni í dag. „Tindastólsliðið þarf einnig að stjórna hraða leiksins til þess að eiga einhverja möguleika á sigri. Og það getur verið hægara sagt en gert gegn KR sem hefur mann eins og Pavel Ermolinskij innan sinna vébanda. Hann er mikill leiðtogi á vellinum og stýrir leikn- um mjög vel,“ sagði Finnur Atli. KR-ingar leika til úrslita í bik- arnum fjórða árið í röð. Þeir hafa unnið bikarinn tvo undanfarin en fyrir þremur árum töpuðu KR- ingar í hörkuleik fyrir Stjörnunni með tveggja stiga mun, 85:83. Finnur Atli var leikmaður KR á þeim tíma. „Það er erfitt að veðja á móti KR-ingum þar sem þeir hafa verið bestir í körfunni undanfarin ár. Liðið er afar vel mannað eins og menn þekkja, með valinn mann í hverju rúmi auk þess sem Jón Arnór Stefánsson er komast á skrið aftur. Hann átti vafalaust sinn besta leik á leiktíðinni í und- anúrslitum gegn Breiðabliki. Þótt hann sé ekki nema á hálfri ferð þá dugar það til þess að hann er óvið- ráðanlegur,“ sagði Finnur Atli sem bíður einnig spenntur eftir baráttu Kristófers Acox og Anton- io Hester, liðsmanns Tindastóls. Finnur Atli segir að viðureign KR og Tindastóls sé að mörgu leyti draumaúrslitaleikur. Þar séu á ferðinni tvö afar sterk lið og á góðum degi þá eigi Tindastóll raunhæfa möguleika á sigri. „Ég reikna með að stemningin verði góð í kringum Tindastólsliðið. Það fái hressilegan stuðning og geti þar af leiðandi fengið byr í seglin. Leikurinn er uppskrift að hörku úrslitaleik þar sem ekkert verður gefið eftir. Það er hinsvegar erfitt að veðja á móti ríkjandi bikar- og Íslandsmeisturum í leik sem þess- um. Þeir eru alltaf líklegri en and- stæðingurinn, hver sem hann er hverju sinni,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður körfuknatt- leiksliðs Hauka. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 13.30. Sigurmundur Már Her- bertsson og Leifur Garðarsson dæma. Erfitt að veðja gegn KR  Finnur Atli segir að viðureign KR og Tindastóls sé uppskrift að ekta úrslitaleik  Þurfa að stjórna hraðanum og hitta vel sem er hægara sagt en gert gegn meisturunum Morgunblaðið/Hari Tindastóll Sigtryggur Arnar Björnsson – frábær gegn Haukum. Morgunblaðið/Hari KR Pavel Ermolinskij og félagar sigruðu Breiðablik í undanúrslitum.  KR hefur unnið bikarinn oft- ast allra í karlaflokki, 12 sinn- um, og hefur leikið oftast allra til úrslita, 20 sinnum.  KR er bikarmeistari tveggja síðustu ára, vann Þór Þ. í úr- slitaleik í bæði skiptin, og leikur til úrslita fjórða árið í röð.  Tindastóll hefur aldrei orðið bikarmeistari og einu sinni leik- ið til úrslita. Það var árið 2012 þegar liðið tapaði fyrir Keflavík, 97:95.  Í vetur vann KR fyrst Kormák 135:34, þá Vestra 115:78, Njarð- vík 87:68 og Breiðablik í undan- úrslitum, 90:71.  Tindastóll vann Þór Þ. 84:76, Val 104:70, ÍR 78:74 og Hauka 85:75 í undanúrslitum. Bikarúrslitin Guðmundur Steinn Haf- steinsson, sem var fyrirliði og markahæsti leik- maður Víkings í Ólafsvík á síðasta tímabili, er geng- inn til liðs við Stjörnuna og hef- ur samið við Garðabæjar- félagið til tveggja ára. Steinn er 28 ára gamall framherji sem hefur leikið með Val, HK, Fram, norska liðinu Notodden og ÍBV, ásamt því að spila með Ólafs- víkingum 2011-2013 og aftur 2017. Hann skoraði 8 mörk í 18 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í fyrra og hefur alls gert 21 mark í 93 leikjum í efstu deild. Hafsteinn aftur í HK Hafsteinn Briem, sem hefur leikið með ÍBV undanfarin þrjú ár, samdi í gær við HK til tveggja ára og spilar með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili. Hafsteinn er 26 ára mið- vörður eða miðjumaður sem ólst upp hjá HK og lék með liðinu til tvítugs en eftir það með Val, Haukum og Fram áður en hann fór til Eyja í árs- byrjun 2015. Hann hefur leikið 81 leik í efstu deild og skorað 10 mörk. vs@mbl.is Guðmundur Steinn í Stjörnuna Guðmundur Steinn Hafsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.