Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
ÍÞRÓTTIR
Handbolti Stefán Arnarson hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari sem þjálfari kvennaliða
og fjórum sinnum bikarmeistari. Karen Knútsdóttir segir hann lesa leikmannahópinn vel. 2-3
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Stjarnan Guðrún Ósk Maríasdóttir
er komin í Garðabæinn frá Fram.
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Ég heyrði fyrst í Stjörnunni nokkr-
um dögum eftir að úrslitakeppninni
lauk. Þá heyrði Basti í mér og lét
mig vita af sínum áhuga og þaðan
fóru málin hægt og rólega að
þróast,“ sagði Guðrún Ósk Marías-
dóttir, landsliðsmarkmaður í hand-
bolta, um aðdraganda félagsskipt-
anna frá Fram til Stjörnunnar en
tilkynnt var um þau í gær.
Guðrún var búin að taka ákvörðun
um að taka sér hlé frá handbolta,
þegar símtalið frá Stjörnunni kom.
„Fyrsta sem ég hugsaði var
hversu slæm tímasetning þetta væri
því ég var búin að ákveða að taka
mér pásu, en svo leyfði ég þessu að-
eins að meltast og talaði við eig-
inmanninn og fjölskylduna og þá
komumst við að þessari niðurstöðu
að taka 1-2 ár í viðbót. Ég var komin
með hugann annað. Ég er búin að
vera í 100% mastersnámi, 100%
vinnu, í handboltanum og svo með
langveikt barn. Það var því ansi mik-
ið álag á síðasta tímabili.“
Sebastian Alexandersson, nýr
þjálfari Stjörnunnar, var á sínum
tíma einn besti markmaður landsins.
Guðrún segir það langþráðan draum
að spila undir stjórn Sebastians.
„Basti var mikið aðdráttarafl fyrir
mig. Ég hef viljað æfa undir hans
stjórn síðan ég var 16-17 ára gömul.
Hann hefur af og til komið og hjálp-
að mér, en það hefur alltaf verið
draumur að vera alfarið undir hans
stjórn. Maður hefur fylgst með
Basta í gegnum árin, hann er mikill
karakter sem hægt er að læra af,“
sagði Guðrún við Morgunblaðið.
Guðrún ætlaði að hætta
Landsliðsmarkvörðurinn fer frá Fram til Stjörnunnar
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Með þessu er ég að færa fer-
ilinn upp á næsta stig,“ sagði örv-
henta stórskyttan úr Fram, Arnar
Birkir Hálfdánsson, í samtali við
Morgunblaðið í gær eftir að til-
kynnt var að hann hefði skrifað
undir tveggja ára samning við
danska úrvalsdeildarliðið Sönder-
jyskE.
Arnar Birkir flytur til Suður-
Jótlands um miðjan júlí og hefur
þá undirbúing með liðinu. „Ég hef
vonast til að geta stigið þetta
skref í nokkur ár þótt ég sé ekki
gamall,“ sagði Arnar Birkir hlæj-
andi og bætti við að hann hefði
verið í sambandi við forráðamenn
SönderjyskE síðan í mars og m.a.
farið og lítið á aðstæður hjá félag-
inu í byrjun apríl.
Líst vel á liðið
„Mér líst bara vel á það sem lið-
ið hefur upp á að bjóða og hlakka
til að takast á við nýja áskorun,“
sagði Arnar Birkir sem hefur leik-
ið afar vel með Fram síðustu tvö
ár og uppskar m.a. sæti í B-
landsliðinu bæði gegn Japan um
síðustu áramót og á fjögurra liða
móti í Hollandi í byrjun apríl.
Arnari Birki er ætlað að koma í
stað Simon Kristiansen sem hefur
ákveðið að leggja skóna á hilluna.
SönderjyskE hafnaði í 11. sæti í
dönsku úrvalsdeildinni í vetur og
verður þar af leiðandi með í slagn-
um í efstu deild á ný á næsta
keppnistímabili.
Arnar Birkir hefur lengst af
leikið með Fram en var einnig um
nokkurra ára skeið leikmaður ÍR
og gerði einnig stuttan stans hjá
FH fyrir fáeinum árum. Hann hef-
ur verið markahæsti leikmaður
Fram tvö síðustu árin, skoraði 118
mörk í 21 leik í vetur sem leið og
164 mörk í 27 leikjum leiktíðina
2016 til 2017.
Arnar Birkir verður a.m.k. átt-
undi íslenski handboltamaðurinn
til þess að leika fyrir Sönd-
ersjyskE á síðustu árum. Hinir
eru Anton Rúnarsson, Atli Ævar
Ingólfsson, Daníel Freyr Andr-
ésson, Stella Sigurðardóttir, Kar-
en Knútsdóttir og Ramune Pek-
arskyte auk markvarðarins
Hafdísar Lilju Renötudóttur sem
yfirgefur félagið í sumar og flytur
til Noregs. Þá var Ágúst Þór Jó-
hannsson þjálfari kvennaliðsins
2013 og 2014.
Morgunblaðið/Hanna
Skytta Arnar Birkir Hálfdánsson
í leik með B-landsliði Íslands.
Með ferilinn á næsta stig
Arnar Birkir Hálfdánsson samdi við SönderjyskE til tveggja ára og leikur í
dönsku úrvalsdeildinni Áttundi Íslendingurinn sem leikur með félaginu
Sæti Brighton í ensku úrvalsdeild-
inni á næsta tímabili er tryggt eftir
að liðið nældi í sætan 1:0 sigur á
stórveldinu Manchester United í
gær. Brighton hefur nú safnað 40
stigum og getur ekki fallið niður í
b-deildina þegar liðið á tvo leiki eft-
ir. Er raunar í 11. sæti en stutt er á
milli liðanna sem á eftir koma.
United er eins og áður í 2. sæti
deildarinnar og getur enn fallið
niður í 3. sæti ef allt fer á versta
veg hjá liðinu. United er með fimm
stiga forskot á Liverpool en liðin
eiga tvo leiki eftir og því sex stig í
pottinum. Þjóðverjinn Pascal Groß
skoraði eina markið í gær á 57.
mínútu og var hinn ánægðasti með
ganga mála í deildinni. „Við lögð-
um hart að okkur allt tímabilið og
trúðum því að við gætum haldið
sætinu.“ kris@mbl.is
AFP
Hamingja Pascal Groß og Anthony Knockaert fallast í faðma í tilefni af marki Brighton sem reyndist sigurmarkið.
Brighton á
tryggt sæti
næsta vetur
Berglind Björg
Þorvaldsdóttir
braut blað í sögu
íþróttaumfjöll-
unar í Morg-
unblaðinu í gær
en eins og les-
endur sáu fékk
hún þrjú M fyrir
frammistöðu sína
í stórsigri
Breiðabliks á
Stjörnunni, 6:2, í fyrstu umferð
Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu
í fyrrakvöld.
Morgunblaðið hefur nú tekið upp
einkunnagjöf sína, M-gjöfina, í
Pepsi-deild kvenna og gefur leik-
mönnum sem skara fram úr í leikj-
unum eitt, tvö eða þrjú M.
Leika þarf vel til að fá eitt M,
mjög vel til að fá tvö og einstaklega
vel til að fá þrjú M.
Berglind Björg uppfyllti skil-
yrðin fyrir þrjú M með frammi-
stöðu sinni en hún skoraði þrennu í
leikjum og var vörn Garðabæj-
arliðsins stöðugur ógnvaldur í
leiknum.
Fór upp um tvö sæti
Þá má geta þess að Berglind
komst með þessari þrennu í 14. sæt-
ið yfir markahæstu konur í úrvals-
deild kvenna á Íslandi frá upphafi.
Hún hefur nú gert 93 mörk í deild-
inni og fór upp fyrir tvær gam-
alreyndar kempur, Rakel Logadótt-
ur sem gerði 92 mörk og Guðrúnu
Jónu Kristjánsdóttur sem gerði 91
mark í deildinni.
Í gærkvöld fóru fram tveir leikir
í Pepsi-deild kvenna, HK/Víkingur
– FH og Valur – Selfoss, og sjá má
umfjöllun um þá og M-gjöfina á bls.
4.
vs@mbl.is
Berglind fékk
þrjú M í
fyrsta leik
Berglind Björg
Þorvaldsdóttir