Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Side 13

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Side 13
13 Óskar Guðjónsson kjörumdæmisstjóri hélt Kiwanisráðstefnu í Kiwanishúsinu í Kópavogi í lok mars. Til ráðstefnunnar var boðið verðandi embættismönnum á starfsári Óskars, 2009-2010. Matthías G. Pétursson umdæmisstjóri setti ráð- stefnuna og Andrés K. Hjaltason fyrr- verandi umdæmisstjóri var ráðstefnu- stjóri. Á ráðstefnunni voru flutt fróðleg erindi, m.a. talaði Ástbjörn Egilsson um Evrópu í nútíð og framtíð, Hildisif Björgvinsdóttir ræddi um nýstofnaða kvennanefnd og Guðmundur O. Indriðason ræddi um hjálmaverkefnið. Ragnar Örn Pétursson talaði um samskipti Kiwanis við fjölmiðla og Tómas Sveinsson ræddi um heimasíðu umdæmisins. Þá tók fræðslunefnd til sinna ráða og félögum var skipað í vinnuhópa. Ráðstefnan tókst í alla staði mjög vel og daginn eftir var síðan haldin fræðsla fyrir forseta. ÁHUGAVERÐ KIWANISRÁÐSTEFNA Óskar kjörumdæmisstjóri hefur látið einn léttan fjúka. Hluti af ráðstefnugestum. Ástbjörn Egilsson flytur erindi sitt.

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.