Verslunartíðindi - 01.01.1919, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.01.1919, Blaðsíða 12
4 VerBlunartíðindi allrar aðfluttrar vöru á árinu fari frara úr 30 milj. kr. Vöruverð hefur hækkað mikið á árinu, en þó ekki eins mikið og næsta ár á und- an (1917). Hagstofan birtir á hverjum árs- fjórðungi skýrslu um smásöluverð yfir 60 vörutegunda í Reykjavík. Ná skýrslur þessar fram að stríðsbyrjun og sýna þær því hreyfingu þá, er verið hefur á vöru- verðinu öll ófriðarárin. Frá stríðsbyrjun til 1. okt, 1918 hafði verðhækkunin num- ið að meðaltali 249%, en frá 1. okt 1917 30 %. A síðasta ári hefur mest verðhækk- un orðið á salti 116% og sóda og sápu 48%. Salan á nær öllum útflutningsvörum var samningsbundin og annaðist útflutnings- nefndin allar framkvæmdir i því efni. Þar sem sölunni er enn eigi að öllu lokið verður eigi með vissu sagt hve miklu út- fiutningurinn nemur í heild sinní, en nefnd- in gerir ráð fyrir að alls muni verð flutn- ingsvaranna nema um 42 milj. kr. En þar við bætist svo verðmæti ísfisks, er seldur hefir verið í Bretlandi. Mun það nema um 3.8 milj. kr. Skiftist það niður á hinar einstöku vörutegundir á þessa leið: Fiskur 19.000 tonn . . 22.5 milj. kr. Lýsi 850 - . . 1.0 — — Síld 64.000 tunnur . 6.4 — — Kjöt 35.200 — . . 7.0 — — Gærur 1.2 — — Ull 795 tonn . . . 3.2 — — Hestar 1100 (tals) . . 0.6 — — Síldin var öll seld til Svíþjóðar og hest- arnir til Danmerkur. Enn fremur afsöluðu baudamenn sjer forkaupsrjettinum á kjöt- inu og var það selt til Noregs. Siglingum til landsins hefur aðallega verið haldið uppi með skipum Eimskipa- fjelagsins og landsstjórnarinnar og Botnia (skip Sameinaðafjelgasins) var sífelt í sigp ingum milli íslands og Danmerkur. Gull- foss sigldi eingöngu milli Ameriku og ís- lands. Fór hann alls 6 ferðir milli Reykja- víkur og Netv-York. Þar af fór skipið 2 ferðir fyrri helming ársins, en 4 ferðir síð- arihelminginn. Gekk þá greiðara um útfiutn- ingsleyfi og skipin hættu viðkomu í Hali- fax. Lagarfoss fór 5 strandferðir, þar af 3 hringferðir. I síðustu hringferðinni lá skipið 16 daga í sóttkví á Akureyri. Enn fremur fór Lagarfoss eina ferð til Noregs og Danmerkur með kjöt og til viðgerðar og 3 ferðir til New-York. Sterling hefur aðallega verið í strandferðum og farið alls 9 strandferðir á árinu. Kom skipið þá við á allflestum höfnum landsins og fór á víxl suður og austur um land og vestur og norður. I janúar fór skipið til Noregs með kjöt. Var í þessari ferð gert við skipið í Danmörku og kom það hingað aftur í mars. Borg var aðallega í siglingum milli Bretlands og Islands, með viðkomum í Bergen. Fór skipið alls 6 ferðir, þar af 5 til Leith og 1 til Fleetwood. Auk þess fór skipið 2 ferðir norður og í tveimur Englandsferðunum kom það við á Aust- fjörðum. Villemoes fór 2 ferðir til New- York. I fyrri ferðinni fór skipið skyldu- ferð til Cuba. Ennfremur fór það 2 ferðir til Noregs og Danmerkur með kjöt og til viðgerðar, loks fór það 3 ferðir kringum land (1 ferð með steinolíu og 2 ferðir til kjötflutninga). Að skipið ekki fór fleiri ferðir á árinu stafar af þvi, að það lá tept í ís á Siglufirði allan janúar og meiri hluta febrúarmánaðar. Auk þessara skipa voru hjer í siglingum ýms leiguskip er aðallega fiuttu kol og salt. A flutningsgjöldum hafa orðið miklar breytingar á árinu. í Bretlandsferðum e.s. Borg var flutningsgjadið fram í júní 400 kr. fyrir hverja smále3t, jafn hátt fyr- ir alla vörufiokka. Frá júní til desember var meðal flutningsgjald við 300 kr. fyrir smálestina (lægst 250 kr., hæst 350 kr.).

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.