Verslunartíðindi - 01.06.1920, Blaðsíða 4

Verslunartíðindi - 01.06.1920, Blaðsíða 4
62 YERSLUNARTÍÐINDI getið, að ull frá nýlendunum hafi fallið imi 10—15% á uppboði, sem haldið var í Ant- werpen í maílok. Enn sem komið er hefur eigi frjetst um verðfall á neinu svæði á Norðurlöndum. Af þessu sjest, að verðfallið er að meira eða minna leyti staðbundið; í hverju landi eru sjerstakar ástæður, sem valdið hafa verð- fallinu, og er því eigi um að ræða allsherjar verðfall á heimsmarkaðinum. Mest bar á verð- fallinu síðari hluta maímánaðar, og síðustu fregnir benda í þá átt, að verðfallinu sje að mestu lokið fyrst um sinn, og að sumar vör- urnar hafi jafnvel hækkað aftur í verði. For- vaxtahækkanir þær, sem liafa átt sjer stað um öll lönd, og vaxandi sparnaður meðal al- mennings ætti að stuðla að því, að verðlækk- unin hjeldi áfram; í sömu átt bendir það, að verkamenn eru farnir að tapa verkföllum, sem hafin eru til kaupgjaldshækkunar. Aftur á móti er margt, sem virðist vera því til fyrir- stöðu, að veruleg verðlækkun geti bráðlega átt sjer stað. Það er kolaverðið, sem ræður mestu um verð á ótal öðrum vörum. Meðan kolin halda sínu geypiverði, eru í raun og veru engar líkur til þess, að járn og stál lækki í verði, og þá er um leið útilokað, að iðnaðarvörur yfirleitt lækki verulega í verði. Þá hefir kolaverðið eigi lítil áhrif á skipaverð og farmgjöldin, og kemur það sjerstaklega niður á oss, sem verðum að flytja annars staðar að næstum allar oldtar neysluvörur. Margir virðast halda, að alt sje fengið með skjótri verðlækkun, en slíkt er auðvitað hin mesta fjarstæða. Or verðlækkun er jafn skað- leg sem ör verðhækkun. Þegar vörur falla í verði, minkar frUmleðislan. Framleiðendur missa kjarkinn og draga saman atvinnu- rekstur sinn, en eina vonin til þess, að hagur almennings batni í nánustu framtíð er ein- mitt, að framleiðslan aukist að miklum mun. Hríðfalli vöruverðið, dregur það alt annað með sjer. Háa kaupgjaldið hverfur auðvitað um leið og vöruverðið lækkar. Hættan, sem yfir vofir, er, að afturkippur komi í fram- leiðsluna, en þar af leiðir óhjákvæmilega vinnuleysi meðal almennings. Því er að vona, að verðfallið komi skaplega. svo framleiðsl- an verði eigi fyrir óbærlegum halla. Fiskiveiðarnar við ísiand, stutt yfirlit yfir þær og starfsemi þá, er þeim var samfara. Eftir yfirkennara Bjarna Sœmundsson. (Frh).. 4. Fiskiflotinn og veiðin. Það leiðir af sjálfu sjer, að bæði tala fiski- skipanna og aflinn er mismunandi á ári iiverju. Til þess að gefa dálitla hugmynd um, hvernig þessu er varið, skal jeg setja hjer út- drátt úr síðustu fiskiveiðaskýrslunum. Þær eru að vísu frá árinu 19161), og því nokk- uð á eftir tímanum, en hafa aftur á móti þann kost, að þá var áhrifa stríðsins lítið farið að gæta á íslandi. Samkvæmt þessari skýrslu tóku þát.t í fiskveiðuniun: 21 botnvörpungar, 6 lóðaskip, 81 mótorkúttar- ar, yfir 12 tn. og 97 seglskip 2847 menn. 405 mótorbátar minni en 12 tn... 2056 menn. 976 róðrarbátar.............. 4550 menn. Fiskiflotinn þá til samans 1586 skip með 9453 mönnum. Þegar um afiann er að ræða, verður að slá þann varnagla, að hæpið er að talan geti orðið rjett, vegna þess, að undirstaðan, sem íslensku fiskiskýrslumar bvggja á, er ekki ávalt nákvæm. íslensku fiskimönnunum er ekki enn þá um það gefið, að skýra frá aflan- um, eða þeir draga að minsta kcst.i dálítið frá. Eftir að greinin er skrifuð hat'a komiS út fiskiveiðaskýrslur fyrir 1017.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.