Verslunartíðindi - 01.06.1920, Side 6

Verslunartíðindi - 01.06.1920, Side 6
YERSLUNARTÍÐINDl 64 Fiskáburður 572 0,2 Söltuð hrogn 185 0,05 Sundmagar .. 21 0,1 Samtals 35,75 6. Vatnaveiðin. Eins og að framan hefir verið getið, er það aðallega lax og urriði, sem veiddur er í ám og vötnum. Bæði í smáum og stórum ám á Súðvestur- og Norðurlandi er töluvert af laxi. Hafa bændur þar veiðirjettinn og veiða þeir laxinn ýmist sjálfir í net eða nætur, eða sportsveiðimenn, einkum Englendingar, sem taka árnar á leigu um lengri eða skemri tíma. Áður var meiri hlutinn af laxinum saltaður til útflutnings; nú er hann frystur i sama augnamiði, það, sem eiíki er etið af honum í landinu sjálfu. Silungategundirnar eru veiddar bæði í ám, stöðuvötnum (einkum bleikjan) og í sjó. Silungurinn er aðallega veiddur íil heim- ilisþarfa, og er til mikilla hlunninda fyrir menn í ýmsum sveitum, einkum bleikjan, sem mikið er til af í ýmsum stærri stöðuvötnum, bæði í óbygðum og í sveitum niðri. Eftir því sem skýrslurnar sýna, voru 10,700 laxar veiddir árið 1916 og 448,000 silungar. Veiðin hefur um nokkuð langt skeið staðið í stað (þ. e. minkar ekki). Það er bannað að veiða lax meira en þrjá mánuði ársins (á . sumrin), en veiðitíminn er nokkuð mismun- andi í ýmsum ám. I kring um 1880 var gerð dálítil tilraun með laxaklak, en því var bráð- lega hætt. Nú hefir aftur á móti verið gerð tilraun með bleikjuklak við Mývatn. 7. Starfsemi, sem stendur í sambandi við fiskiv eið arnar. Enn þá er ekki að tala um margskonar iðju eða fyrirtæki á Islandi, er standi í sambandi við fiskveiðarnar, utan þessa sjálfsagða: fiskverkunar, lýsisbræðslu, síldfrystingar til beitu, ásamt sölu á afurðum og nauðsynjum, sem með þarf til reksturs atvinnunnar, svo sem kolum, salti, steinolíu, smurningsolíu, færum, netjum o. fl. Niðursuðu hefir að eins verið byrjað á. Áburðar- og kraftfóðurverk- smiðjur til þess að hagnýta skemdan fisk, fiskhausa og annað úrkast, sem því miður var alt of oft kastað í sjóinn aftur, voru settar á stofn fyrir nokkrum árum í Vest- mannaeyjum og Onundafirði, sín á hvorum stað, ásamt íáeinum isíldarlýsis- og síldar- áburðarverksmiðjum á Norðurlandi. En flest- ,ar þeirra urðu að hætta á meðan á stríðinu stóð, vegna þess geypiverðs, sem var á kolum (tí- til tólffalt). Samtímis voru einnig stofnaðar reglulegar bátasmíðastöðvar, þar sem smíðaðir voru bæði smáir og stórir mótorbátar og aðrii' bátar; enn fremur viðgerðaverkstæði fyrir mótora, ásamt nauðsynlegum járnsteypu- smiðjum. En alt er þetta samt á byrjunar- skeiði. En yfir höfuð að tala veita fiskveið- arnar fjölda manna góða og vel borgaða at- vinnu, ekki að eins fiskimönnonum sjálfum, heldur einnig margskonar umsjónarmönnum á landi. Einkum eru góð kjör boðin á Norður- landi og Norðvesturlandinu, meðan á síld- veiðunum stendur. En þessi háu verkalaun hafa orðið erfiður keppinautur fyrir bændur og veslings frúrnar í kaupstöðunum, því allar griðkonur girnast síldarvinnuna, þar sern þæi' geta unnið sjer inn 20 kr. á dag, ef þær eru duglegar. (Framh.) Um Yörngæði og matvælageymsln. Eftir Gísla Guðmundsson, gerlafræðing. „Góðan varning, gott verð,“ sagði stjúpa Mjallhvítar, og sama viðkvæðið hafa kaup- menn, þótt varningurinn sje meira og minna meingallaður. Munurinn á stjúpu Mjallhvít-

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.